Lokasóknin: Er það ekki bara Tom Brady? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 15:15 Tom Brady er langelsti leikmaður NFL-deildarinnar en kannski sá besti líka. Hann er á góðri leið með að vinna annan titil með Tampa Bay Buccaneers. Getty/Maddie Meyer Lokasóknin fór yfir það í síðasta þætti sínum hver ætti mestu möguleikana á því að vera valinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar í ár. Það hefur verið sveiflugangur hjá mörgum liðum í deildinni á þessum tímabili og fyrir vikið þá koma margir til greina sem MVP deildarinnar. Lokasóknin er á dagskrá á Stöð 2 Sport í hverri viku og þar er farið yfir leiki vikunnar. Tólfta vika deildarkeppninnar af átján kallaði á umræðu um stærstu verðlaun leikmanns í deildinni. „Eitt sem er rosalega mikið rætt í kringum NFL-deildina er MVP-kapphlaupið. Hver er bestur í deildinni? Þetta er atkvæðagreiðsla sem á sér stað en það er kannski erfitt að lesa í það núna,“ sagði Andri Ólafsson og spurði hverjir eigi möguleika á því að taka titilinn í ár og af hverju væri svo erfitt að finna líklegan viðtakanda verðlaunanna þetta árið. „Er það erfitt,“ spurði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en bæði Andri og Henry Birgir Gunnarsson svöruðu játandi. „Er það ekki bara Tom Brady? Það má ekki vinna gegn honum að hann sé bestur í deildinni eða eigi einhverja milljón titla á bakinu,“ sagði Eiríkur Stefán. „Ástæðan fyrir því að margir koma til greina er þessi óstöðugleiki hjá alltof mörgum liðum í deildinni,“ sagði Henry Birgir. „Það eru mjög margir að sýna okkur af hverju þeir eiga ekki að verða MVP frekar heldur en öfugt,“ sagði Andri. „Hjá Vegas er Tom Brady efstur en það sem vakti mesta athygli þegar maður fór að skoða veðbankanna er að Jonathan Taylor, sem er búinn að vera hlaupa sig inn í MVP-umræðuna, er í níunda sæti,“ sagði Henry Birgir. Strákarnir fóru yfir listann yfir þá sem þykja líklegastir. Það má sjá þessa umfjöllun hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Umræða um MVP verðlaun NFL-deildarinnar í ár NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Sjá meira
Það hefur verið sveiflugangur hjá mörgum liðum í deildinni á þessum tímabili og fyrir vikið þá koma margir til greina sem MVP deildarinnar. Lokasóknin er á dagskrá á Stöð 2 Sport í hverri viku og þar er farið yfir leiki vikunnar. Tólfta vika deildarkeppninnar af átján kallaði á umræðu um stærstu verðlaun leikmanns í deildinni. „Eitt sem er rosalega mikið rætt í kringum NFL-deildina er MVP-kapphlaupið. Hver er bestur í deildinni? Þetta er atkvæðagreiðsla sem á sér stað en það er kannski erfitt að lesa í það núna,“ sagði Andri Ólafsson og spurði hverjir eigi möguleika á því að taka titilinn í ár og af hverju væri svo erfitt að finna líklegan viðtakanda verðlaunanna þetta árið. „Er það erfitt,“ spurði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en bæði Andri og Henry Birgir Gunnarsson svöruðu játandi. „Er það ekki bara Tom Brady? Það má ekki vinna gegn honum að hann sé bestur í deildinni eða eigi einhverja milljón titla á bakinu,“ sagði Eiríkur Stefán. „Ástæðan fyrir því að margir koma til greina er þessi óstöðugleiki hjá alltof mörgum liðum í deildinni,“ sagði Henry Birgir. „Það eru mjög margir að sýna okkur af hverju þeir eiga ekki að verða MVP frekar heldur en öfugt,“ sagði Andri. „Hjá Vegas er Tom Brady efstur en það sem vakti mesta athygli þegar maður fór að skoða veðbankanna er að Jonathan Taylor, sem er búinn að vera hlaupa sig inn í MVP-umræðuna, er í níunda sæti,“ sagði Henry Birgir. Strákarnir fóru yfir listann yfir þá sem þykja líklegastir. Það má sjá þessa umfjöllun hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Umræða um MVP verðlaun NFL-deildarinnar í ár NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Sjá meira