Lokasóknin: Er það ekki bara Tom Brady? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 15:15 Tom Brady er langelsti leikmaður NFL-deildarinnar en kannski sá besti líka. Hann er á góðri leið með að vinna annan titil með Tampa Bay Buccaneers. Getty/Maddie Meyer Lokasóknin fór yfir það í síðasta þætti sínum hver ætti mestu möguleikana á því að vera valinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar í ár. Það hefur verið sveiflugangur hjá mörgum liðum í deildinni á þessum tímabili og fyrir vikið þá koma margir til greina sem MVP deildarinnar. Lokasóknin er á dagskrá á Stöð 2 Sport í hverri viku og þar er farið yfir leiki vikunnar. Tólfta vika deildarkeppninnar af átján kallaði á umræðu um stærstu verðlaun leikmanns í deildinni. „Eitt sem er rosalega mikið rætt í kringum NFL-deildina er MVP-kapphlaupið. Hver er bestur í deildinni? Þetta er atkvæðagreiðsla sem á sér stað en það er kannski erfitt að lesa í það núna,“ sagði Andri Ólafsson og spurði hverjir eigi möguleika á því að taka titilinn í ár og af hverju væri svo erfitt að finna líklegan viðtakanda verðlaunanna þetta árið. „Er það erfitt,“ spurði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en bæði Andri og Henry Birgir Gunnarsson svöruðu játandi. „Er það ekki bara Tom Brady? Það má ekki vinna gegn honum að hann sé bestur í deildinni eða eigi einhverja milljón titla á bakinu,“ sagði Eiríkur Stefán. „Ástæðan fyrir því að margir koma til greina er þessi óstöðugleiki hjá alltof mörgum liðum í deildinni,“ sagði Henry Birgir. „Það eru mjög margir að sýna okkur af hverju þeir eiga ekki að verða MVP frekar heldur en öfugt,“ sagði Andri. „Hjá Vegas er Tom Brady efstur en það sem vakti mesta athygli þegar maður fór að skoða veðbankanna er að Jonathan Taylor, sem er búinn að vera hlaupa sig inn í MVP-umræðuna, er í níunda sæti,“ sagði Henry Birgir. Strákarnir fóru yfir listann yfir þá sem þykja líklegastir. Það má sjá þessa umfjöllun hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Umræða um MVP verðlaun NFL-deildarinnar í ár NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Körfubolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Sjá meira
Það hefur verið sveiflugangur hjá mörgum liðum í deildinni á þessum tímabili og fyrir vikið þá koma margir til greina sem MVP deildarinnar. Lokasóknin er á dagskrá á Stöð 2 Sport í hverri viku og þar er farið yfir leiki vikunnar. Tólfta vika deildarkeppninnar af átján kallaði á umræðu um stærstu verðlaun leikmanns í deildinni. „Eitt sem er rosalega mikið rætt í kringum NFL-deildina er MVP-kapphlaupið. Hver er bestur í deildinni? Þetta er atkvæðagreiðsla sem á sér stað en það er kannski erfitt að lesa í það núna,“ sagði Andri Ólafsson og spurði hverjir eigi möguleika á því að taka titilinn í ár og af hverju væri svo erfitt að finna líklegan viðtakanda verðlaunanna þetta árið. „Er það erfitt,“ spurði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en bæði Andri og Henry Birgir Gunnarsson svöruðu játandi. „Er það ekki bara Tom Brady? Það má ekki vinna gegn honum að hann sé bestur í deildinni eða eigi einhverja milljón titla á bakinu,“ sagði Eiríkur Stefán. „Ástæðan fyrir því að margir koma til greina er þessi óstöðugleiki hjá alltof mörgum liðum í deildinni,“ sagði Henry Birgir. „Það eru mjög margir að sýna okkur af hverju þeir eiga ekki að verða MVP frekar heldur en öfugt,“ sagði Andri. „Hjá Vegas er Tom Brady efstur en það sem vakti mesta athygli þegar maður fór að skoða veðbankanna er að Jonathan Taylor, sem er búinn að vera hlaupa sig inn í MVP-umræðuna, er í níunda sæti,“ sagði Henry Birgir. Strákarnir fóru yfir listann yfir þá sem þykja líklegastir. Það má sjá þessa umfjöllun hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Umræða um MVP verðlaun NFL-deildarinnar í ár NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Körfubolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Sjá meira