Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Óðinn Gestsson skrifar 2. desember 2021 11:02 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, velti því upp í nýlegri grein á Vísi hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Þeirri spurningu er bæði rétt og skylt að svara og byrjum því á að fara yfir nokkrar staðreyndir sem virðast vefjast fyrir forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar. Hér eru nokkrar staðreyndir um raunveruleika lítilla fyrirtækja á Íslandi sem starfa í raunhagkerfinu við framleiðslu á sjávarafurðum: Verðbólga í Evrópu hefur sjaldan verið meiri og í Bandaríkjunum mælist hún um 6%. Þrýstingur er á verðlagshækkanir vegna þessa, og vegna mikilla verðhækkana á hrávöru, orku og eldsneyti. Fyrirtækin skulda meira en heimilin. Vaxtahækkanir munu því auka vaxtakostnað fyrirtækja. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði hafa keyrt húsnæðiskostnað upp. Hækkun á launum kemur illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem aðföng hækka í verði um leið og laun hækka. Laun hækkuðu um 10,8% á milli áranna 2019 og 2020, en tekjurnar jukust um 0,2%. Það gengur því ekki að hækka laun ítrekað og mun það á endanum fara illa, nema eitthvað annað komi til. Fyrirtækin bregðast að einhverju leyti við hækkandi kostnaði með aukinni tæknivæðingu sem leiðir til fækkunar á störfum. Erlendir samkeppnisaðilar við vinnslu sjávarafurða búa við lægra launahlutfall en þeir íslensku. Verksmiðja í ESB landi, sem reiðir sig á styrkjakerfi sambandsins við fjárfestingar í húsnæði og tækjum, notar starfsfólk frá Austur-Evrópu og greiðir 500 evrur í lágmarkslaun á mánuði. Íslensk fyrirtæki greiða að lágmarki 2.500 evrur í mánaðarlaun, eða fimm sinnum hærri laun. Hér er vert að hafa í huga að verið er að framleiða vöru fyrir sama markað og í mörgum tilfellum er fiskurinn íslenskur á báðum stöðum. Það sér hver maður sem kýs að sjá, að samkeppni af þessu tagi mun leiða til þess að vinnsla á íslensku sjávarfangi fer halloka. Vinnslan gæti, ef illa fer, færst úr landi og hefur í raun, að hluta til, gert það. Lítil íslensk fyrirtæki eru verðmæt fyrir Ísland, sérstaklega landsbyggðina. Það er því skammgóður vermir að keyra þau í kaf með innistæðulausum launahækkunum sem eru úr takti við framleiðslu og verðmætaaukningu sem ekki er sjálfgefin. Það að taka alltaf árangur tuttugu stærstu fyrirtækja landsins og nota sem mælikvarða á það hvort svigrúm sé í kerfinu fyrir launahækkunum er einfaldlega röng nálgun. Það verður að taka tillit til stærðar fyrirtækja en tæplega 90% fyrirtækja í landinu eru lítil- eða meðalstór. Þess vegna er afar mikilvægt að stíga varlega til jarðar, svo að fyrirtækjum verði ekki gert að taka á sig innistæðulausar launhækkanir, sem leiða til verðbólgu, vegna velgengni fyrirtækja sem þau eiga ekkert skylt við. Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, velti því upp í nýlegri grein á Vísi hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Þeirri spurningu er bæði rétt og skylt að svara og byrjum því á að fara yfir nokkrar staðreyndir sem virðast vefjast fyrir forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar. Hér eru nokkrar staðreyndir um raunveruleika lítilla fyrirtækja á Íslandi sem starfa í raunhagkerfinu við framleiðslu á sjávarafurðum: Verðbólga í Evrópu hefur sjaldan verið meiri og í Bandaríkjunum mælist hún um 6%. Þrýstingur er á verðlagshækkanir vegna þessa, og vegna mikilla verðhækkana á hrávöru, orku og eldsneyti. Fyrirtækin skulda meira en heimilin. Vaxtahækkanir munu því auka vaxtakostnað fyrirtækja. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði hafa keyrt húsnæðiskostnað upp. Hækkun á launum kemur illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem aðföng hækka í verði um leið og laun hækka. Laun hækkuðu um 10,8% á milli áranna 2019 og 2020, en tekjurnar jukust um 0,2%. Það gengur því ekki að hækka laun ítrekað og mun það á endanum fara illa, nema eitthvað annað komi til. Fyrirtækin bregðast að einhverju leyti við hækkandi kostnaði með aukinni tæknivæðingu sem leiðir til fækkunar á störfum. Erlendir samkeppnisaðilar við vinnslu sjávarafurða búa við lægra launahlutfall en þeir íslensku. Verksmiðja í ESB landi, sem reiðir sig á styrkjakerfi sambandsins við fjárfestingar í húsnæði og tækjum, notar starfsfólk frá Austur-Evrópu og greiðir 500 evrur í lágmarkslaun á mánuði. Íslensk fyrirtæki greiða að lágmarki 2.500 evrur í mánaðarlaun, eða fimm sinnum hærri laun. Hér er vert að hafa í huga að verið er að framleiða vöru fyrir sama markað og í mörgum tilfellum er fiskurinn íslenskur á báðum stöðum. Það sér hver maður sem kýs að sjá, að samkeppni af þessu tagi mun leiða til þess að vinnsla á íslensku sjávarfangi fer halloka. Vinnslan gæti, ef illa fer, færst úr landi og hefur í raun, að hluta til, gert það. Lítil íslensk fyrirtæki eru verðmæt fyrir Ísland, sérstaklega landsbyggðina. Það er því skammgóður vermir að keyra þau í kaf með innistæðulausum launahækkunum sem eru úr takti við framleiðslu og verðmætaaukningu sem ekki er sjálfgefin. Það að taka alltaf árangur tuttugu stærstu fyrirtækja landsins og nota sem mælikvarða á það hvort svigrúm sé í kerfinu fyrir launahækkunum er einfaldlega röng nálgun. Það verður að taka tillit til stærðar fyrirtækja en tæplega 90% fyrirtækja í landinu eru lítil- eða meðalstór. Þess vegna er afar mikilvægt að stíga varlega til jarðar, svo að fyrirtækjum verði ekki gert að taka á sig innistæðulausar launhækkanir, sem leiða til verðbólgu, vegna velgengni fyrirtækja sem þau eiga ekkert skylt við. Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun