Enn eitt áfallið fyrir KSÍ: Tekjur sambandsins verða mun lægri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 09:31 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á aukaþingi KSÍ á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Þetta hefur ekki verið gott haust fyrir Knattspyrnusamband Íslands og nú er ljóst að reksturinn hefur ekki verið eins og væntingar stóðu til. Það hefur gengið mikið hjá stærsta sérsambandi Íslands á þessu ári og hlutirnir hafa ekki gengið eins og stefnt var að í byrjun árs. Guðni Bergsson, formaður KSÍ og stjórn knattspyrnusambandsins þurfti að segja af sér á haustmánuðunum eins og frægt er og í framhaldinu var kosin bráðabirgðastjórn og formaður fram að næsta ársþingi í febrúar. Vanda Sigurgeirsdóttir og nýja stjórnin fékk ekki alltof góðar fréttir á síðasta fundi sínum. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands sagði nefnilega frá því á stjórnarfundi sambandsins fyrir rúmri viku að tekjur KSÍ verða mun lægri en gert var ráð fyrir á áætlun. Þetta kemur fram í fundagerð á heimasíðu KSÍ sem finna má hér. Áætlunin var gerð vitandi að kórónuveirufaraldrinum ólíkt áætluninni árið á undan þar sem tekjur urði líka miklu minni en búist var við. Helstu ástæðurnar sem eru taldar upp í fundargerð stjórnar KSÍ fyrir þessari slöku tekjuöflun eru meðal annars það að takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins vörðu lengur en búist var við. Hér kemur líka inn í reikninginn að miðasala á landsleiki íslenska karlalandsliðsins hafi verið dræm og þá voru fjárframlög frá evrópska knattspyrnusambandinu lægri en gert var ráð fyrir. Í máli Klöru frammi fyrir stjórn KSÍ kemur fram að rekstrargjöld séu í flestum tilfellum í samræmi við fjárhagsáætlun en einstaka liðir hafi þó farið fram yfir áætlun. Kostnaður við landslið Íslands eru lægri en gert var ráð fyrir og spá fyrir afkomu ársins hefur batnað frá sex mánaða uppgjöri. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, gaf líka stjórn skýrslu um fundi með bakhjörlum sambandsins. Hún sagði að þeir fundir hafa gengið vel og miða að því að upplýsa umrædda bakhjarla um stöðu þeirra aðgerða er ráðist hefur verið í á síðustu vikum sem og að staðfesta að starfsemi sambandsins gangi vel. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Það hefur gengið mikið hjá stærsta sérsambandi Íslands á þessu ári og hlutirnir hafa ekki gengið eins og stefnt var að í byrjun árs. Guðni Bergsson, formaður KSÍ og stjórn knattspyrnusambandsins þurfti að segja af sér á haustmánuðunum eins og frægt er og í framhaldinu var kosin bráðabirgðastjórn og formaður fram að næsta ársþingi í febrúar. Vanda Sigurgeirsdóttir og nýja stjórnin fékk ekki alltof góðar fréttir á síðasta fundi sínum. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands sagði nefnilega frá því á stjórnarfundi sambandsins fyrir rúmri viku að tekjur KSÍ verða mun lægri en gert var ráð fyrir á áætlun. Þetta kemur fram í fundagerð á heimasíðu KSÍ sem finna má hér. Áætlunin var gerð vitandi að kórónuveirufaraldrinum ólíkt áætluninni árið á undan þar sem tekjur urði líka miklu minni en búist var við. Helstu ástæðurnar sem eru taldar upp í fundargerð stjórnar KSÍ fyrir þessari slöku tekjuöflun eru meðal annars það að takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins vörðu lengur en búist var við. Hér kemur líka inn í reikninginn að miðasala á landsleiki íslenska karlalandsliðsins hafi verið dræm og þá voru fjárframlög frá evrópska knattspyrnusambandinu lægri en gert var ráð fyrir. Í máli Klöru frammi fyrir stjórn KSÍ kemur fram að rekstrargjöld séu í flestum tilfellum í samræmi við fjárhagsáætlun en einstaka liðir hafi þó farið fram yfir áætlun. Kostnaður við landslið Íslands eru lægri en gert var ráð fyrir og spá fyrir afkomu ársins hefur batnað frá sex mánaða uppgjöri. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, gaf líka stjórn skýrslu um fundi með bakhjörlum sambandsins. Hún sagði að þeir fundir hafa gengið vel og miða að því að upplýsa umrædda bakhjarla um stöðu þeirra aðgerða er ráðist hefur verið í á síðustu vikum sem og að staðfesta að starfsemi sambandsins gangi vel.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira