Fimmtán ára byssumaður ákærður fyrir hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2021 23:42 Nemendur faðmast við minnisvarða við framhaldsskólann þar sem fjórir voru skotnir til bana í gær. AP/Paul Sancya Fimmtán ára drengur sem skaut fjóra samnemendur sína til bana og særði sjö í skóla nærri Detroit í Bandaríkjunum í gær hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk, morð, morðtilraunir, vopnalagabrot og fleira. Réttað verður yfir honum sem fullorðnum manni. Dómari úrskurðaði í dag að Ethan Crumbley, byssumaðurinn, skyldi færður úr fangelsi fyrir ólögráða í fangelsi fyrir fullorðna. Þegar honum voru kynntar ákærurnar í dag lýsti lögmaður hans yfir sakleysi hans. Þau sem dóu í árásinni voru sextán ára drengur og fjórtán og sautján ára stúlkur. Annar drengur, sem var sautján ára, dó svo af sárum sínum í dag. Crumbley hóf skothríð sína í Oxford-framhaldsskólanum í Oakland-sýslu skammt norður af Detroit í gær. Það gerði hann með hálfsjálfvirkri skammbyssu sem faðir hans keypti þann 26. nóvember. Kvöldið áður hafði hann tekið upp myndband af sér tala um að myrða samnemendur sína. Hinn fimmtán ára gamli Ethan Crumbley í dómsal í dag.AP/Paul Sancya AP fréttaveitan hefur eftir Karen McDonald, saksóknara, lögreglan hafi þegar safnað „fjalli“ sönnunargagna sem gefi til kynna að Crumbley hafi skipulagt ódæðið. Á þriðjudaginn, nokkrum klukkustundum fyrir skothríðina, höfðu foreldrar Crumbley verið kallaði á fund skólastjóra skólans vegna hegðunar drengsins sem vakti áhyggjur starfsmanna. Ekki var gefið upp í dómsal í kvöld hverskonar hegðun það var en Crumbley er sagður hafa verið með byssuna á sér í skólanum. Saksóknarar sögðu að Crumbley hefði farið inn á salerni með bakpoka og komið út með skammbyssuna í hendinni. Þá hafi hann skotið á samnemendur sína af handahófi. Hann hleypti af rúmlega þrjátíu skotum og var þar að auki með átján skot til viðbótar þegar hann gafst upp fyrir lögregluþjónum, samkvæmt frétt Washington Post. Verið er að kanna hvort ákæra eigi foreldra Crumbley einnig. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina. 30. nóvember 2021 23:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Dómari úrskurðaði í dag að Ethan Crumbley, byssumaðurinn, skyldi færður úr fangelsi fyrir ólögráða í fangelsi fyrir fullorðna. Þegar honum voru kynntar ákærurnar í dag lýsti lögmaður hans yfir sakleysi hans. Þau sem dóu í árásinni voru sextán ára drengur og fjórtán og sautján ára stúlkur. Annar drengur, sem var sautján ára, dó svo af sárum sínum í dag. Crumbley hóf skothríð sína í Oxford-framhaldsskólanum í Oakland-sýslu skammt norður af Detroit í gær. Það gerði hann með hálfsjálfvirkri skammbyssu sem faðir hans keypti þann 26. nóvember. Kvöldið áður hafði hann tekið upp myndband af sér tala um að myrða samnemendur sína. Hinn fimmtán ára gamli Ethan Crumbley í dómsal í dag.AP/Paul Sancya AP fréttaveitan hefur eftir Karen McDonald, saksóknara, lögreglan hafi þegar safnað „fjalli“ sönnunargagna sem gefi til kynna að Crumbley hafi skipulagt ódæðið. Á þriðjudaginn, nokkrum klukkustundum fyrir skothríðina, höfðu foreldrar Crumbley verið kallaði á fund skólastjóra skólans vegna hegðunar drengsins sem vakti áhyggjur starfsmanna. Ekki var gefið upp í dómsal í kvöld hverskonar hegðun það var en Crumbley er sagður hafa verið með byssuna á sér í skólanum. Saksóknarar sögðu að Crumbley hefði farið inn á salerni með bakpoka og komið út með skammbyssuna í hendinni. Þá hafi hann skotið á samnemendur sína af handahófi. Hann hleypti af rúmlega þrjátíu skotum og var þar að auki með átján skot til viðbótar þegar hann gafst upp fyrir lögregluþjónum, samkvæmt frétt Washington Post. Verið er að kanna hvort ákæra eigi foreldra Crumbley einnig.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina. 30. nóvember 2021 23:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina. 30. nóvember 2021 23:43