Gummersbach áfram á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 20:40 Elliði Snær Viðarsson átti flottan leik í kvöld. EPA-EFE/URS FLUEELER Íslendingalið Gummersbach trónir sem fyrr á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta þökk sé öruggum sigri á Bietigheim í kvöld, lokatölur 32-25. Anton Rúnarsson og félagar í Emsdetten unnu einnig öruggan sigur á meðan Íslendingalið Aue tapaði sínum leik. Gummersbach vann þægilegan sjö marka sigur, 32-25, í kvöld. Eyjamennirnir Elliði Snær Vignisson og Hákon Daði Styrmisson áttu góðan leik í liði heimamanna en saman skoruðu þeir sjö af 32 mörkum liðsins. Elliði Snær endaði leikinn með fjögur mörk á meðan Hákon Daði skoraði þrjú mörk. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar hafa nú unnið 12 af fyrstu 14 leikjum sínum í deildinni og tróna á toppnum með 24 stig, er það fjórum stigum meira en Nordhorn sem situr í öðru sæti deildarinnar. Anton Rúnarsson skoraði eitt mark í stórsigri Emsdetten á Rostock, lokatölur 28-19. Emsdetten er með 12 stig í 9. sæti. Þá tapaði Aue með fjögurra marka mun fyrir Grosswallstadt á útivelli, lokatölur 26-22. Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði þrjú mörk í liði Aue á meðan Sveinbjörn Pétursson varði 12 skot í marki liðsins. Aue með átta stig í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Í Svíþjóð skoraði Bjarni Ófeigur Valdimarsson þrjú mörk í tveggja marka sigri Skövde á Ystads, lokatölur 31-29. Skövde hefur þar með jafnað topplið Kristianstad að stigum ásamt því að eiga leik til góða. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Sjá meira
Gummersbach vann þægilegan sjö marka sigur, 32-25, í kvöld. Eyjamennirnir Elliði Snær Vignisson og Hákon Daði Styrmisson áttu góðan leik í liði heimamanna en saman skoruðu þeir sjö af 32 mörkum liðsins. Elliði Snær endaði leikinn með fjögur mörk á meðan Hákon Daði skoraði þrjú mörk. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar hafa nú unnið 12 af fyrstu 14 leikjum sínum í deildinni og tróna á toppnum með 24 stig, er það fjórum stigum meira en Nordhorn sem situr í öðru sæti deildarinnar. Anton Rúnarsson skoraði eitt mark í stórsigri Emsdetten á Rostock, lokatölur 28-19. Emsdetten er með 12 stig í 9. sæti. Þá tapaði Aue með fjögurra marka mun fyrir Grosswallstadt á útivelli, lokatölur 26-22. Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði þrjú mörk í liði Aue á meðan Sveinbjörn Pétursson varði 12 skot í marki liðsins. Aue með átta stig í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Í Svíþjóð skoraði Bjarni Ófeigur Valdimarsson þrjú mörk í tveggja marka sigri Skövde á Ystads, lokatölur 31-29. Skövde hefur þar með jafnað topplið Kristianstad að stigum ásamt því að eiga leik til góða.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Sjá meira