Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. nóvember 2021 20:30 Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. Á öllum áætlunum fyrir borgarlínu er gert ráð fyrir að hún liggi um Reykjavíkurveg. Þar koma þrjár leiðir til greina; sú fyrsta að hafa þar blandaða umferð bíla og borgarlínu með sérstakri ljósastýringu og önnur sú að breyta götunni í einstefnugötu þar sem ein akrein er fyrir borgarlínu en hin fyrir bíla. Þriðja leiðin er síðan að breikka Reykjavíkurveginn til vesturs. Það myndi þó þýða að fjarlægja þyrfti húsin neðst í götunni oddatölumegin, allt frá húsi númer 1 og upp að Reykjavíkurvegi 35a. Þetta eru 19 hús talsins en mörg þeirra eru yfir hundrað ára gömul og þar af leiðandi friðuð. Og með nýju deiliskipulagi sem er í umsókanarferli er Hafnarfjarðarbæ veitt heimild til að fjarlægja þessi hús. Hér neðst til vinstri sést Reykjavíkurvegur 1. Samkvæmt deiliskipulaginu væri hægt að fjarlægja öll hús í lengjunni frá því og upp að Reykjavíkurvegi 35a.vísir/egill Sáu áformin fyrir tilviljun Heitar umræður hafa skapast um þetta á samfélagsmiðlum og ljóst að íbúar eru allt annað en sáttir með þetta. „Við sáum þetta í raun bara fyrir tilviljun á Facebook. Okkur finnst ekki að við sem íbúar í Hafnarfirði að við þurfum að lesa greinargerðir hjá bænum á kvöldin til að komast að því hvort það eigi að flytja eða rífa húsið okkar,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn íbúa við veginn. Það var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og íbúi á svæðinu, sem vakti fyrst athygli á málinu. Magnús Reyr og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir eiga heima í 96 ára gömlu húsi, Reykjavíkurvegi 27, en samkvæmt deiliskipulaginu fengi Hafnarfjarðarbær að færa það til innan bæjarins. Hús Sæunnar og Magnúsar er grænt og sést hér fyrir miðju hægra megin á myndinni. Öll húsin næst götunni sömu megin liggja undir í skipulaginu.vísir/egill „Það er mjög skrýtið að vita ekki hvort við fáum að vera hérna áfram. Og líka mjög sérstakt að kaupa næstum 100 ára gamalt hús í eldgömlum bæjrhluta og standa allt í einu frammi fyrir því að það kannski fái ekki að standa,“segir Sæunn Ingibjörg. „Við erum búin að vera í miklum framkvæmdum. Við erum búin að vera að færa jarðhæðina hjá okkur í upprunalegt horf og búin að vera að pússa upp panell og leggja mikla peninga og vinnu í að gera það að framtíðarheimilinu sem við viljum búa í,“ heldur hún áfram. „Mér finnst að bærinn eigi að hafa meira samráð við okkur með beinum hætti í jafn stórum málum og þetta er,“ segir Magnús Reyr. Ekki á móti borgarlínu Þau segjast þó alls ekki vera andsnúin borgarlínuverkefninu. „Okkur líst mjög vel á Borgarlínuna og teljum hana vera mikið framfaraskref. Við erum alls ekki á móti henni. Hins vegar þarf bærinn eitthvað að taka til í þessum skipulagsmálum. Hvernig þau eiga þetta samtal við íbúana og að það sé samtal. En borgarlínan sem slík – okkur hlakkar bara til hennar hvenær svo sem hún kemur,“ segir Magnús. „En allt í einu kom fram að það væri gerð heimild til að flytja eða rífa öll þessi hús hérna við Reykjavíkurveginn sem var aldrei rætt við okkur og það var aldrei vakin nein sérstök athygli á því,“ segir Sæunn. Segir mikið samráð hafa verið í ferlinu Umsóknarfrestur fyrir deiliskipulagið átti að renna út í dag en var framlengdur um viku. Margir íbúar við Reykjavíkurveg og í götunum í kring hafa skilað inn neikvæðum umsögnum um deiliskipulagið. „Við ákváðum að framlengja hann vegna þessarar umræðu sem er nýkomin af stað þarna við Reykjavíkurveginn,“ Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar. vísir/egill Hann hafnar því þá að lélegt samráð hafi verið við íbúana: „Ég er alls ekki sammála því. Ég er nú búinn að vera ansi lengi í þessum skipulagsmálum hér í Hafnarfirði og ég held að það hafi aldrei verið eins víðtækt samráð haft.“ Hann ítrekar að það sé allt eins líklegt að önnur hinna þriggja leiða verði farin fyrir borgarlínuna og segist segist skilja áhyggjur fólks: „Já, já, ég skil þær alveg. En eins og ég segi þá er ekki verið að segja að það eigi að rífa húsin. En ef til þess kæmi þá er veitt heimild í þessari tillögu og það gæti komið til. En það er náttúrulega langt ferli og strangt,“ segir Ólafur. „Það er náttúrulega bara eitthvað seinna tíma mál. Ég veit náttúrulega að bæði hér og sérstaklega í Reykjavík að hús hafa vikið fyrir einhverju skipulagi.“ Hafnarfjörður Borgarlína Skipulag Umferð Samgöngur Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Á öllum áætlunum fyrir borgarlínu er gert ráð fyrir að hún liggi um Reykjavíkurveg. Þar koma þrjár leiðir til greina; sú fyrsta að hafa þar blandaða umferð bíla og borgarlínu með sérstakri ljósastýringu og önnur sú að breyta götunni í einstefnugötu þar sem ein akrein er fyrir borgarlínu en hin fyrir bíla. Þriðja leiðin er síðan að breikka Reykjavíkurveginn til vesturs. Það myndi þó þýða að fjarlægja þyrfti húsin neðst í götunni oddatölumegin, allt frá húsi númer 1 og upp að Reykjavíkurvegi 35a. Þetta eru 19 hús talsins en mörg þeirra eru yfir hundrað ára gömul og þar af leiðandi friðuð. Og með nýju deiliskipulagi sem er í umsókanarferli er Hafnarfjarðarbæ veitt heimild til að fjarlægja þessi hús. Hér neðst til vinstri sést Reykjavíkurvegur 1. Samkvæmt deiliskipulaginu væri hægt að fjarlægja öll hús í lengjunni frá því og upp að Reykjavíkurvegi 35a.vísir/egill Sáu áformin fyrir tilviljun Heitar umræður hafa skapast um þetta á samfélagsmiðlum og ljóst að íbúar eru allt annað en sáttir með þetta. „Við sáum þetta í raun bara fyrir tilviljun á Facebook. Okkur finnst ekki að við sem íbúar í Hafnarfirði að við þurfum að lesa greinargerðir hjá bænum á kvöldin til að komast að því hvort það eigi að flytja eða rífa húsið okkar,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn íbúa við veginn. Það var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og íbúi á svæðinu, sem vakti fyrst athygli á málinu. Magnús Reyr og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir eiga heima í 96 ára gömlu húsi, Reykjavíkurvegi 27, en samkvæmt deiliskipulaginu fengi Hafnarfjarðarbær að færa það til innan bæjarins. Hús Sæunnar og Magnúsar er grænt og sést hér fyrir miðju hægra megin á myndinni. Öll húsin næst götunni sömu megin liggja undir í skipulaginu.vísir/egill „Það er mjög skrýtið að vita ekki hvort við fáum að vera hérna áfram. Og líka mjög sérstakt að kaupa næstum 100 ára gamalt hús í eldgömlum bæjrhluta og standa allt í einu frammi fyrir því að það kannski fái ekki að standa,“segir Sæunn Ingibjörg. „Við erum búin að vera í miklum framkvæmdum. Við erum búin að vera að færa jarðhæðina hjá okkur í upprunalegt horf og búin að vera að pússa upp panell og leggja mikla peninga og vinnu í að gera það að framtíðarheimilinu sem við viljum búa í,“ heldur hún áfram. „Mér finnst að bærinn eigi að hafa meira samráð við okkur með beinum hætti í jafn stórum málum og þetta er,“ segir Magnús Reyr. Ekki á móti borgarlínu Þau segjast þó alls ekki vera andsnúin borgarlínuverkefninu. „Okkur líst mjög vel á Borgarlínuna og teljum hana vera mikið framfaraskref. Við erum alls ekki á móti henni. Hins vegar þarf bærinn eitthvað að taka til í þessum skipulagsmálum. Hvernig þau eiga þetta samtal við íbúana og að það sé samtal. En borgarlínan sem slík – okkur hlakkar bara til hennar hvenær svo sem hún kemur,“ segir Magnús. „En allt í einu kom fram að það væri gerð heimild til að flytja eða rífa öll þessi hús hérna við Reykjavíkurveginn sem var aldrei rætt við okkur og það var aldrei vakin nein sérstök athygli á því,“ segir Sæunn. Segir mikið samráð hafa verið í ferlinu Umsóknarfrestur fyrir deiliskipulagið átti að renna út í dag en var framlengdur um viku. Margir íbúar við Reykjavíkurveg og í götunum í kring hafa skilað inn neikvæðum umsögnum um deiliskipulagið. „Við ákváðum að framlengja hann vegna þessarar umræðu sem er nýkomin af stað þarna við Reykjavíkurveginn,“ Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar. vísir/egill Hann hafnar því þá að lélegt samráð hafi verið við íbúana: „Ég er alls ekki sammála því. Ég er nú búinn að vera ansi lengi í þessum skipulagsmálum hér í Hafnarfirði og ég held að það hafi aldrei verið eins víðtækt samráð haft.“ Hann ítrekar að það sé allt eins líklegt að önnur hinna þriggja leiða verði farin fyrir borgarlínuna og segist segist skilja áhyggjur fólks: „Já, já, ég skil þær alveg. En eins og ég segi þá er ekki verið að segja að það eigi að rífa húsin. En ef til þess kæmi þá er veitt heimild í þessari tillögu og það gæti komið til. En það er náttúrulega langt ferli og strangt,“ segir Ólafur. „Það er náttúrulega bara eitthvað seinna tíma mál. Ég veit náttúrulega að bæði hér og sérstaklega í Reykjavík að hús hafa vikið fyrir einhverju skipulagi.“
Hafnarfjörður Borgarlína Skipulag Umferð Samgöngur Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent