Frumvarpið var kynnt í dag og þar kemur meðal annars að það sé eitt að markmiðum frumvarpsins að bæta skattskil og tekjuöflun til sameiginlegra útgjalda.
Ætlunin er að hundrað milljónir verði settar aukalega í skattrannsóknir og eftirlit, meðal annars með áherslu á áhættustjórnun og að uppræta peningaþvætti.
Í frumvarpinu kemur fram að um sé að ræða framhald af verkefni sem hófst á síðasta ári en vonir standa til að með auknu skatteftirliti sé hægt að gera ráð fyrir auknum tekjum ríkissjóðs á næstu árum og þannig jákvæðum áhrifum á afkomu ríkissjóðs.