Hækka barnabætur á næsta ári fyrir tekjulægri Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 11:12 Skerðingamörkunum er breytt til að bregðast við launahækkunum sem hafa leitt til aukinna skerðinga. Vísir/Vilhelm Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. Felur það í sér hjá einstæðu foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð verður engin skerðing á barnabótum upp að 394.878 krónum í mánaðarlaun. Fjárhæðir barnabóta verða hækkaðar á næsta ári um 5,5% til 5,8% en efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Ekki er hækkun á heildarfjárheimild ríkissjóðs vegna barnabóta milli ára. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022. Fyrir einstæða foreldra hækka barnabætur með fyrsta barni á næsta ári um 22.300 krónur og verða 413.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 20.200 krónur og verða 423.000 krónur. Fyrir fólk í sambúð hækka barnabætur með fyrsta barni um 13.500 krónur og verða 248.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 15.800 krónur og verða 295.000 krónur. Barnabætur sem greiddar eru með börnum yngri en sjö ára hækka um 8.000 krónur og verða 148.000 krónur. Hækka neðri skerðingamörk Fyrir aðila í sambúð hækka neðri skerðingarmörk úr 702.000 krónum í 758.167 á mánuði. Miðað við áðurnefndar forsendur munu barnabætur ekki skerðast fyrir sambúðaraðila upp að 789.757 krónum í samanlögð mánaðarlaun. Efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Þegar efri skerðingarmörkum er náð eykst skerðingarhlutfall barnabóta um 1,5%. Dæmi um breytingu á barnabótum fyrir fjölskyldu með tveimur börnum. Stjórnarráðið Fyrir einstæða foreldra hækka efri skerðingarmörkin úr 5,50 milljónum króna á ársgrundvelli í 6,16 milljónir króna eða úr 458.333 krónum á mánuði í 513.333 krónum á mánuði. Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 534.722 krónum á mánuði. Fyrir sambúðaraðila hækka efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta úr 11,00 milljónum króna á ársgrundvelli í 12,32 milljónir króna eða úr 916.667 krónum á mánuði í 1.026.667 krónur. Það þýðir fyrir sambúðaraðila sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 1.069.444 krónum á mánuði. Auka framlög til fæðingarorlofssjóðs Fjárheimildir til fæðingarorlofsmála verða auknar um 1.517 milljónir króna á næsta ári frá síðustu fjárlögum. Þar af koma 1.100 milljónir til vegna lengingar fæðingarorlofsins í tólf mánuði í samræmi við samþykkt lög þess efnis. Þá er fjárheimild málaflokksins aukin um 420 milljónir króna vegna hækkunar mánaðarlegrar hámarksgreiðslu í 600 þúsund krónur. Fjárlagafrumvarp 2022 Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Felur það í sér hjá einstæðu foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð verður engin skerðing á barnabótum upp að 394.878 krónum í mánaðarlaun. Fjárhæðir barnabóta verða hækkaðar á næsta ári um 5,5% til 5,8% en efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Ekki er hækkun á heildarfjárheimild ríkissjóðs vegna barnabóta milli ára. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022. Fyrir einstæða foreldra hækka barnabætur með fyrsta barni á næsta ári um 22.300 krónur og verða 413.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 20.200 krónur og verða 423.000 krónur. Fyrir fólk í sambúð hækka barnabætur með fyrsta barni um 13.500 krónur og verða 248.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 15.800 krónur og verða 295.000 krónur. Barnabætur sem greiddar eru með börnum yngri en sjö ára hækka um 8.000 krónur og verða 148.000 krónur. Hækka neðri skerðingamörk Fyrir aðila í sambúð hækka neðri skerðingarmörk úr 702.000 krónum í 758.167 á mánuði. Miðað við áðurnefndar forsendur munu barnabætur ekki skerðast fyrir sambúðaraðila upp að 789.757 krónum í samanlögð mánaðarlaun. Efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Þegar efri skerðingarmörkum er náð eykst skerðingarhlutfall barnabóta um 1,5%. Dæmi um breytingu á barnabótum fyrir fjölskyldu með tveimur börnum. Stjórnarráðið Fyrir einstæða foreldra hækka efri skerðingarmörkin úr 5,50 milljónum króna á ársgrundvelli í 6,16 milljónir króna eða úr 458.333 krónum á mánuði í 513.333 krónum á mánuði. Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 534.722 krónum á mánuði. Fyrir sambúðaraðila hækka efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta úr 11,00 milljónum króna á ársgrundvelli í 12,32 milljónir króna eða úr 916.667 krónum á mánuði í 1.026.667 krónur. Það þýðir fyrir sambúðaraðila sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 1.069.444 krónum á mánuði. Auka framlög til fæðingarorlofssjóðs Fjárheimildir til fæðingarorlofsmála verða auknar um 1.517 milljónir króna á næsta ári frá síðustu fjárlögum. Þar af koma 1.100 milljónir til vegna lengingar fæðingarorlofsins í tólf mánuði í samræmi við samþykkt lög þess efnis. Þá er fjárheimild málaflokksins aukin um 420 milljónir króna vegna hækkunar mánaðarlegrar hámarksgreiðslu í 600 þúsund krónur.
Fjárlagafrumvarp 2022 Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira