Furðar sig á að VG afhendi „íhaldinu“ umhverfis- og loftlagsmálin Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 20:04 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, á fundi samfylkingarfólks árið 2014. Vísir/Stöð 2 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, furðar sig á að Vinstri græn skuli afhenda „íhaldinu“ umhverfis- og loftslagsmálin í nýrri ríkisstjórn. Þá gagnrýnir hún að flokkarnir fjölgi ráðuneytum, þvert á tillögu í rannsóknarskýrslu Alþingis um hrunið. Vinstri græn afsöluðu sér stól umhverfisráðherra til Sjálfstæðisflokknum í nýrri ríkisstjórn flokkanna tveggja og Framsóknarflokksins sem var formlega kynnt í gær. Ráðuneytum var fjölgað um eitt, þau verða nú tólf en voru ellefu áður. Þessa verkaskiptingu gagnrýnir Jóhanna, sem leiddi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á eftirhrunsárunum 2009 til 2013, á Facebook-síðu sinni í dag. Hún bendir á að í rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 hafi verið lagt til að ráðuneytum væri fækkað og þau stækkuð því mörg þeirra væru of lítil og vanmáttug til að takast á við verkefni sín. Eftir því hafi ríkisstjórn Jóhönnu farið og fækkað ráðherrum niður í átta. „Þessi ríkisstjórn undir forystu VG gefur þessari tillögu langt nef og bæði [klýfur] upp ráðneyti og fjölgar,“ skrifar Jóhanna. Íhaldið barist gegn rammaáætlun í áratug Jóhanna beinir einnig spjótum sínum að því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýtt orku- og loftslagsmálaráðuneyti. Segir hún það vekja furðu að VG hafi afhent „íhaldinu“ umhverfis- og loftslagsmál í ljósi þess að það hafi barist gegn rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda kröftuglega í heilan áratug. „Og ekki síður að íhaldið mun einnig fara með loftslagsmálin, en aðgerðir á því sviði munu geta ráðið úrslitum um hvort lífvænlegt verður á jörðinni í náinni framtíð,“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra. Stefnt er að því að ljúka rammaáætlun á þessu kjörtímabili í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vinstri græn afsöluðu sér stól umhverfisráðherra til Sjálfstæðisflokknum í nýrri ríkisstjórn flokkanna tveggja og Framsóknarflokksins sem var formlega kynnt í gær. Ráðuneytum var fjölgað um eitt, þau verða nú tólf en voru ellefu áður. Þessa verkaskiptingu gagnrýnir Jóhanna, sem leiddi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á eftirhrunsárunum 2009 til 2013, á Facebook-síðu sinni í dag. Hún bendir á að í rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 hafi verið lagt til að ráðuneytum væri fækkað og þau stækkuð því mörg þeirra væru of lítil og vanmáttug til að takast á við verkefni sín. Eftir því hafi ríkisstjórn Jóhönnu farið og fækkað ráðherrum niður í átta. „Þessi ríkisstjórn undir forystu VG gefur þessari tillögu langt nef og bæði [klýfur] upp ráðneyti og fjölgar,“ skrifar Jóhanna. Íhaldið barist gegn rammaáætlun í áratug Jóhanna beinir einnig spjótum sínum að því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýtt orku- og loftslagsmálaráðuneyti. Segir hún það vekja furðu að VG hafi afhent „íhaldinu“ umhverfis- og loftslagsmál í ljósi þess að það hafi barist gegn rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda kröftuglega í heilan áratug. „Og ekki síður að íhaldið mun einnig fara með loftslagsmálin, en aðgerðir á því sviði munu geta ráðið úrslitum um hvort lífvænlegt verður á jörðinni í náinni framtíð,“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra. Stefnt er að því að ljúka rammaáætlun á þessu kjörtímabili í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira