Bein útsending: Málþing um ofbeldi og morð á konum í Mexíkó Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 11:30 Kynbundið ofbeldi, mannshvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta ábyrgð. Að meðaltali eru tíu konur myrtar á degi hverjum. Amnesty Íslandsdeild Amnesty International stendur að málþingi um stöðu kvenna í Mexíkó í dag milli klukkan 12 og 13. Claudia Ashanie Wilson, héraðslögmaður og varaformaður Íslandsdeildar Amnesty International, leiðir málþingið, en hægt verður að fylgjast með því í beinu streymi í spilara að neðan. Í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að sérstakir gestir málþingsins séu þær Wendy Andrea Galarza feministi og baráttukona, og Edith Olivares Ferreto, framkvæmdastjóri Amnesty International í Mexíkó. Heimsóknin er hluti af árlegri, alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi. Í erindi sínu mun Edith Olivares greina frá alvarlegum brotum á rétti kvenna til lífs og líkamlegs öryggis í Mexíkó, hvernig það þrífst og hvernig aðgerðasinnar og alþjóðasamfélagið getur gripið til aðgerða til verndar réttindum kvenna og stúlkna í landinu. Wendy Galarza segir sögu sína á málþinginu og greinir frá baráttu sinni fyrir réttindum kvenna í Mexíkó. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Kynbundið ofbeldi, mannshvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta ábyrgð. Að meðaltali eru tíu konur myrtar á degi hverjum. Í skýrslu sem Amnesty International í Mexíkó gaf út í september 2021 og nefnist Justice on Trial kemur fram að á síðasta ári voru 3.723 morð á konum skráð en þar af voru 940 konur myrtar af hendi karlmanns fyrir það eitt að vera konur. Yfirvöld láta undir höfuð leggjast að rannsaka morðin með fullnægjandi hætti, ýmist vegna þess að vettvangur glæps er ekki skoðaður nægilega vel, sönnunargögn týnast eða áhugi er ekki til staðar á að sinna rannsókn. Þessir alvarlegu ágallar koma í veg fyrir að málin rati til dómsstóla og að hinir seku sæti ábyrgð. Oft þurfa fjölskyldur hinna myrtu sjálfar að rannsaka morðin með tilheyrandi álagi og kostnaði en þessi ábyrgð fellur oftast í skaut kvenna. Í sumum tilfellum hóta og ógna yfirvöld fjölskyldunum í þeim tilgangi að reyna að kæfa málið. Embætti saksóknara er einnig vanbúið til að framfylgja rannsókn á morðum á konum, ýmist vegna skorts á mannafla, búnaði og sérfræðiþekkingar. Að auki sæta konur sem rísa upp og mótmæla ofbeldinu kúgun af hálfu yfirvalda, geðþóttahandtökum, útskúfun og margvíslegu ofbeldi. Ofbeldi og morð á konum í Mexíkó eiga sér langa sögu en á síðustu árum hafa þessi grófu brot gegn konum fengið aukna athygli í kjölfar fjölda mótmæla gegn ofbeldi á konum á vegum kvenréttindahreyfinga í landinu. Wendy Galarza, sem er baráttukona fyrir réttátara samfélagi í heimalandi sínu, tók þátt í einum slíkum mótmælum þann 9. nóvember 2020 í Cancún og týndi næstum lífi sínu. Þegar hópur mótmælenda hóf að toga niður og brenna viðartálma skaut lögreglan skotum upp í loft, en að sögn sumra skaut hún í átt að mannfjöldanum. Wendy áttaði sig síðar á því að hún væri með skotsár á fótlegg og sköpum. Þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að skotárásinni hafa ekki enn sætt ábyrgð. Mál hennar er eitt af tíu málum þolenda mannréttindabrota sem eru hluti af herferðinni, Þitt nafn bjargar lífi. Unnt er að skrifa undir mál hennar og fleiri þolenda á www.amnesty.is,“ segir í tilkynningunni. Mexíkó Mannréttindi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Claudia Ashanie Wilson, héraðslögmaður og varaformaður Íslandsdeildar Amnesty International, leiðir málþingið, en hægt verður að fylgjast með því í beinu streymi í spilara að neðan. Í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að sérstakir gestir málþingsins séu þær Wendy Andrea Galarza feministi og baráttukona, og Edith Olivares Ferreto, framkvæmdastjóri Amnesty International í Mexíkó. Heimsóknin er hluti af árlegri, alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi. Í erindi sínu mun Edith Olivares greina frá alvarlegum brotum á rétti kvenna til lífs og líkamlegs öryggis í Mexíkó, hvernig það þrífst og hvernig aðgerðasinnar og alþjóðasamfélagið getur gripið til aðgerða til verndar réttindum kvenna og stúlkna í landinu. Wendy Galarza segir sögu sína á málþinginu og greinir frá baráttu sinni fyrir réttindum kvenna í Mexíkó. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Kynbundið ofbeldi, mannshvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta ábyrgð. Að meðaltali eru tíu konur myrtar á degi hverjum. Í skýrslu sem Amnesty International í Mexíkó gaf út í september 2021 og nefnist Justice on Trial kemur fram að á síðasta ári voru 3.723 morð á konum skráð en þar af voru 940 konur myrtar af hendi karlmanns fyrir það eitt að vera konur. Yfirvöld láta undir höfuð leggjast að rannsaka morðin með fullnægjandi hætti, ýmist vegna þess að vettvangur glæps er ekki skoðaður nægilega vel, sönnunargögn týnast eða áhugi er ekki til staðar á að sinna rannsókn. Þessir alvarlegu ágallar koma í veg fyrir að málin rati til dómsstóla og að hinir seku sæti ábyrgð. Oft þurfa fjölskyldur hinna myrtu sjálfar að rannsaka morðin með tilheyrandi álagi og kostnaði en þessi ábyrgð fellur oftast í skaut kvenna. Í sumum tilfellum hóta og ógna yfirvöld fjölskyldunum í þeim tilgangi að reyna að kæfa málið. Embætti saksóknara er einnig vanbúið til að framfylgja rannsókn á morðum á konum, ýmist vegna skorts á mannafla, búnaði og sérfræðiþekkingar. Að auki sæta konur sem rísa upp og mótmæla ofbeldinu kúgun af hálfu yfirvalda, geðþóttahandtökum, útskúfun og margvíslegu ofbeldi. Ofbeldi og morð á konum í Mexíkó eiga sér langa sögu en á síðustu árum hafa þessi grófu brot gegn konum fengið aukna athygli í kjölfar fjölda mótmæla gegn ofbeldi á konum á vegum kvenréttindahreyfinga í landinu. Wendy Galarza, sem er baráttukona fyrir réttátara samfélagi í heimalandi sínu, tók þátt í einum slíkum mótmælum þann 9. nóvember 2020 í Cancún og týndi næstum lífi sínu. Þegar hópur mótmælenda hóf að toga niður og brenna viðartálma skaut lögreglan skotum upp í loft, en að sögn sumra skaut hún í átt að mannfjöldanum. Wendy áttaði sig síðar á því að hún væri með skotsár á fótlegg og sköpum. Þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að skotárásinni hafa ekki enn sætt ábyrgð. Mál hennar er eitt af tíu málum þolenda mannréttindabrota sem eru hluti af herferðinni, Þitt nafn bjargar lífi. Unnt er að skrifa undir mál hennar og fleiri þolenda á www.amnesty.is,“ segir í tilkynningunni.
Mexíkó Mannréttindi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira