Hvað á stjórnin að heita? Snorri Másson skrifar 29. nóvember 2021 12:07 Yfirleitt var vísað til síðustu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur einfaldlega með nafni forsætisráðherrans. Önnur gælunöfn reyndust óeftirminnileg og skammlíf. Spurningin er núna hvort annars ráðuneytis Katrínar bíði sömu örlög. Vísir/Vilhelm Ný vika, ný ríkisstjórn, en hvað á barnið að heita? Það er of snemmt að segja en gárungarnir eru að vonum farnir af stað með nafngiftirnar. Það er meðal annars í athugasemdum á Facebook hjá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni, sem innir þar vini sína álits á aðventustjórninni, eins og hann kallar hana. Jú, aðventustjórnin er fín, segir Gísli Freyr Valdórsson, enda aðventan aðeins fjórar vikur. Jólastjórnin, leggur Björn Leví Gunnarsson til, með þrettán jólasveina innanborðs. Höfuðborgarstjórnin segir sá þriðji og þar er vísað til þeirrar staðreyndar að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á suðvesturhorni landsins. Þórdís Kolbrún er ein ráðherra úr Norðvesturkjördæmi en enginn ráðherra er úr Norðaustur. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata viðrar enn aðra hugmynd í samtali við fréttastofu. „Ég myndi frekar kalla hana hringekjustjórn. Hún byggir á þessari hringekju sem yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi setti af stað og er núna í dag með alveg svimandi hringekju ráðherra, þannig að það fyndist mér réttnefni,“ segir Andrés, sem telur sinn gamla flokk Vinstri græna illa leikna í nýju stjórnarsamstarfi. „Ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór“ Stjórnarandstaðan er gagnrýnin á hvort tveggja ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar og samstarfssáttmála hennar. Báknið heldur áfram að vaxa, segir einn, stjórn án pólitísks erindis, segir annar - og ráðuneytaskipting sem virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafarfyrirtæki, segir sá þriðji. Andrés heldur áfram: „Flokkurinn gefur eftir heilbrigðismálin og umhverfismálin, sem voru stóru mál síðasta kjörtímabils og umhverfismál verða stóra mál þessa kjörtímabils. Þannig að ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór sem fulltrúa þeirra atkvæða í umhverfisráðuneytinu,“ segir Andrés. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar skrifar á Twitter að ráðuneyti ríkisstjórnarinnar virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Ríkisstjórnin er eins og áhorfandi í þessu öllu saman. Eins og þau hafi fengið utanaðkomandi ráðgjafa til að hjálpa þeim með framsetningu á vandanum en það kemur lítið efnislega um aðgerðir frá þeim sjálfum. “Corporate culture” þessarar ríkisstjórnar náði hámarki í dag. Þessi ráðuneyti hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Pólitíkin er fokin fyrir “lean” nálgun í rekstri samfélags. #þverpólitísksýn— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) November 28, 2021 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallar stjórnina „woke“ kerfisstjórn í Morgunblaðinu í dag. „Woke“ er það yfirleitt kallað að vera sérstaklega vakandi fyrir nýjustu hræringum ímyndarstjórnmálanna. Bergþór Ólason hinn þingmaður Miðflokksins fer ekki mikið fagrari orðum um stjórnarsáttmálann. „Fyrst er það að segja að manni sýnist á öllu að það sem í daglegu tali er kallað báknið muni áfram vaxa í tíð þessarar nýju ríkisstjórnar sem og á síðasta kjörtímabili. Það virðist hafa verið sett töluverð vinna í að tryggja að hægt væri að púsla sætunum saman við kosningaúrslitin í staðinn fyrir að ríkisstjórnin væri mynduð um þau málefni sem á að hafa fókus á. Það verður auðvitað ekki tekið nema úr vösum skattgreiðenda,“ segir Bergþór. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Það er meðal annars í athugasemdum á Facebook hjá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni, sem innir þar vini sína álits á aðventustjórninni, eins og hann kallar hana. Jú, aðventustjórnin er fín, segir Gísli Freyr Valdórsson, enda aðventan aðeins fjórar vikur. Jólastjórnin, leggur Björn Leví Gunnarsson til, með þrettán jólasveina innanborðs. Höfuðborgarstjórnin segir sá þriðji og þar er vísað til þeirrar staðreyndar að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á suðvesturhorni landsins. Þórdís Kolbrún er ein ráðherra úr Norðvesturkjördæmi en enginn ráðherra er úr Norðaustur. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata viðrar enn aðra hugmynd í samtali við fréttastofu. „Ég myndi frekar kalla hana hringekjustjórn. Hún byggir á þessari hringekju sem yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi setti af stað og er núna í dag með alveg svimandi hringekju ráðherra, þannig að það fyndist mér réttnefni,“ segir Andrés, sem telur sinn gamla flokk Vinstri græna illa leikna í nýju stjórnarsamstarfi. „Ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór“ Stjórnarandstaðan er gagnrýnin á hvort tveggja ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar og samstarfssáttmála hennar. Báknið heldur áfram að vaxa, segir einn, stjórn án pólitísks erindis, segir annar - og ráðuneytaskipting sem virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafarfyrirtæki, segir sá þriðji. Andrés heldur áfram: „Flokkurinn gefur eftir heilbrigðismálin og umhverfismálin, sem voru stóru mál síðasta kjörtímabils og umhverfismál verða stóra mál þessa kjörtímabils. Þannig að ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór sem fulltrúa þeirra atkvæða í umhverfisráðuneytinu,“ segir Andrés. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar skrifar á Twitter að ráðuneyti ríkisstjórnarinnar virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Ríkisstjórnin er eins og áhorfandi í þessu öllu saman. Eins og þau hafi fengið utanaðkomandi ráðgjafa til að hjálpa þeim með framsetningu á vandanum en það kemur lítið efnislega um aðgerðir frá þeim sjálfum. “Corporate culture” þessarar ríkisstjórnar náði hámarki í dag. Þessi ráðuneyti hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Pólitíkin er fokin fyrir “lean” nálgun í rekstri samfélags. #þverpólitísksýn— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) November 28, 2021 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallar stjórnina „woke“ kerfisstjórn í Morgunblaðinu í dag. „Woke“ er það yfirleitt kallað að vera sérstaklega vakandi fyrir nýjustu hræringum ímyndarstjórnmálanna. Bergþór Ólason hinn þingmaður Miðflokksins fer ekki mikið fagrari orðum um stjórnarsáttmálann. „Fyrst er það að segja að manni sýnist á öllu að það sem í daglegu tali er kallað báknið muni áfram vaxa í tíð þessarar nýju ríkisstjórnar sem og á síðasta kjörtímabili. Það virðist hafa verið sett töluverð vinna í að tryggja að hægt væri að púsla sætunum saman við kosningaúrslitin í staðinn fyrir að ríkisstjórnin væri mynduð um þau málefni sem á að hafa fókus á. Það verður auðvitað ekki tekið nema úr vösum skattgreiðenda,“ segir Bergþór.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira