Bíóin í desember: The Matrix, Spiderman og Spielberg Heiðar Sumarliðason skrifar 29. nóvember 2021 14:36 Neo og Trinity snúa aftur. Það kennir ýmissa grasa í kvikmyndahúsunum í desember. Framhaldsmyndir, endurgerð, hrollvekja og sannsögulegt. Hér má lesa um það helsta sem væntanlegt er í jólamánuðinum. The House of Gucci. Sambíó, Laugarásbíó, Smárabíói. 3. desember. Hér er á ferðinni önnur kvikmynd Ridleys Scotts á nokkrum vikum, en riddaradramað The Last Duel er nýhætt í sýningum. Líkt og nafnið gefur til kynna, fjallar The House of Gucci um fjölskylduna bakvið samnefnt tískuveldi. Lady Gaga leikur svörtu ekkjuna, Patriziu Reggiani, en Adam Driver leikur eiginmann hennar, Maurizio Gucci. Dómar gagnrýnenda hafa verið æði misjafnir, á meðan einkunnir áhorfenda hafa verið í hærri kantinum. Antlers. Sambíó. 3. desember. Desember er almennt ekki mikill hrollvekjumánuður í kvikmyndahúsum, en Sambíóin ætla þó að frumsýna Antlers, sem fjallar um syskini sem búa í afskekktum bæ í Oregon sem komast í tæri við ógnvænlega skepnu. Keri Russell (Felicity, The Americans) og Jesse Plemons (Fargo) leika systkinin. Scott Cooper leikstýrir og er einn af höfundum handritsins. Af fyrri myndum hans má nefna Crazy Heart, Out of the Furnce og Black Mass. Spencer. Laugarásbíó og Háskólabíó. 10. desember. Það spurning hvort áhorfendur hafi fengið nóg af Díönu prinsessu eftir síðustu seríu af The Crown, en kvikmyndin Spencer fjallar um þegar hún ákvað binda enda á hjónaband sitt og Karls Bretaprins. Kristen Stewart leikur Díönu, en Pablo Larraín leikstýrir. Hann er einn þekktasti leikstjóri Chile og hefur áður gert myndir á borð við No, The Club og Jackie. Spider-man - No Way Home. Sambíó, Laugarásbíó, Smárabíó. 17. desember. No Way Home er þriðja Spiderman-myndin með Tom Holland í aðalhlutverki en Dr. Strange (Benedict Cumberbatch) er honum hér innan handar í baráttunni við hættuleg öfl úr öðrum heimi. Líkt og fyrri myndunum tveimur er það Jon Watts sem leikstýrir. The Matrix Resurrections. Sambíó, Laugarásbíó, Smárabíó. 22. desember. 18 árum eftir að The Matrix Revolutions kom út, fáum við fjórðu Matrix myndina. Þetta skiptið er þó aðeins önnur Wachowski-systirin á svæðinu, Lana leikstýrir myndinni en Lily hafði ekki áhuga á að snúa aftur. Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss eru á sínum stað, á meðan Laurence Fishburn og Hugo Weaving eru fjarri góðu gamni. Yahya Abdul-Mateen II leikur Morpheus, sem þó virðist ekki eiga að vera hinn eini sanni Morpheus, sem Fishburn lék. West Side Story. Sambíó, Smárabíó. 26. desember. Hin marg(covid)seinkaða kvikmyndaútgáfa Stevens Spielbergs af söngleik Bersteins og Sondheims, West Side Story, er nú loks að koma út. Sagan byggir lauslega á Rómeo og Júlíu eftir William Shakespeare, en söngleikurinn var frumsýndur árið 1957 og var frumraun Sondheims á Broadway. Sondheim lést í síðustu viku, 91 árs að aldri, en þess má geta að hann er persóna í kvikmyndinni tick, tick...BOOM! sem Netflix frumsýndi viku fyrir andlát hans. Bíó og sjónvarp Hollywood Jól Stjörnubíó Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
The House of Gucci. Sambíó, Laugarásbíó, Smárabíói. 3. desember. Hér er á ferðinni önnur kvikmynd Ridleys Scotts á nokkrum vikum, en riddaradramað The Last Duel er nýhætt í sýningum. Líkt og nafnið gefur til kynna, fjallar The House of Gucci um fjölskylduna bakvið samnefnt tískuveldi. Lady Gaga leikur svörtu ekkjuna, Patriziu Reggiani, en Adam Driver leikur eiginmann hennar, Maurizio Gucci. Dómar gagnrýnenda hafa verið æði misjafnir, á meðan einkunnir áhorfenda hafa verið í hærri kantinum. Antlers. Sambíó. 3. desember. Desember er almennt ekki mikill hrollvekjumánuður í kvikmyndahúsum, en Sambíóin ætla þó að frumsýna Antlers, sem fjallar um syskini sem búa í afskekktum bæ í Oregon sem komast í tæri við ógnvænlega skepnu. Keri Russell (Felicity, The Americans) og Jesse Plemons (Fargo) leika systkinin. Scott Cooper leikstýrir og er einn af höfundum handritsins. Af fyrri myndum hans má nefna Crazy Heart, Out of the Furnce og Black Mass. Spencer. Laugarásbíó og Háskólabíó. 10. desember. Það spurning hvort áhorfendur hafi fengið nóg af Díönu prinsessu eftir síðustu seríu af The Crown, en kvikmyndin Spencer fjallar um þegar hún ákvað binda enda á hjónaband sitt og Karls Bretaprins. Kristen Stewart leikur Díönu, en Pablo Larraín leikstýrir. Hann er einn þekktasti leikstjóri Chile og hefur áður gert myndir á borð við No, The Club og Jackie. Spider-man - No Way Home. Sambíó, Laugarásbíó, Smárabíó. 17. desember. No Way Home er þriðja Spiderman-myndin með Tom Holland í aðalhlutverki en Dr. Strange (Benedict Cumberbatch) er honum hér innan handar í baráttunni við hættuleg öfl úr öðrum heimi. Líkt og fyrri myndunum tveimur er það Jon Watts sem leikstýrir. The Matrix Resurrections. Sambíó, Laugarásbíó, Smárabíó. 22. desember. 18 árum eftir að The Matrix Revolutions kom út, fáum við fjórðu Matrix myndina. Þetta skiptið er þó aðeins önnur Wachowski-systirin á svæðinu, Lana leikstýrir myndinni en Lily hafði ekki áhuga á að snúa aftur. Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss eru á sínum stað, á meðan Laurence Fishburn og Hugo Weaving eru fjarri góðu gamni. Yahya Abdul-Mateen II leikur Morpheus, sem þó virðist ekki eiga að vera hinn eini sanni Morpheus, sem Fishburn lék. West Side Story. Sambíó, Smárabíó. 26. desember. Hin marg(covid)seinkaða kvikmyndaútgáfa Stevens Spielbergs af söngleik Bersteins og Sondheims, West Side Story, er nú loks að koma út. Sagan byggir lauslega á Rómeo og Júlíu eftir William Shakespeare, en söngleikurinn var frumsýndur árið 1957 og var frumraun Sondheims á Broadway. Sondheim lést í síðustu viku, 91 árs að aldri, en þess má geta að hann er persóna í kvikmyndinni tick, tick...BOOM! sem Netflix frumsýndi viku fyrir andlát hans.
Bíó og sjónvarp Hollywood Jól Stjörnubíó Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira