Hart tekist á um bílaumferð um nýja miðbæ Selfoss Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2021 23:25 Sumir íbúar Selfoss vilja gera bíla brottræka úr nýja miðbænum. Stöð 2/Arnar Íbúar Selfoss virðast þurfa að búa sig undir harðan ágreining um álitamál sem íbúar Reykjavíkur hafa deilt um í áraraðir, á að leyfa bílaumferð í miðbænum? Miklar umræður hafa sprottið upp á Facebookhópi Selfyssinga um bílaumferð um nýja miðbæinn. Sumir telja hana skemma ásýnd miðbæjarins en aðrir vilja vernda aðgengi að verslunum. Umræðurnar hófust með færslu í Facebookhópinn Íbúar á Selfossi sem hefst með orðunum „Er þetta einhver súr brandari hjá bæjaryfirvöldum? Að vera með bílaumferð gegnum nýja miðbæinn?“ Með færslunni fylgir mynd sem sýnir bíla lagða eftir endilangri aðalgötu nýja miðbæjarins. Flestir taka undir orð færsluhöfundar og sumir segja bílaumferð jafnvel skemma alla stemningu. Stemningin í miðbænum hefur alla jafna verið gríðarleg síðan hann opnaði í sumar. Hvað með aðgengið? Aðrir hafa minni áhyggjur af umferð um miðbæinn og fagna henni jafnvel. Einn íbúi bendir réttilega á að mikilvægt sé að jafnt aðgengi allra sé tryggt. Einn íbúi gengur lengra og segir það ótrúlegan hroka að ætla að útiloka stóran hóp íbúa frá miðbænum með því að banna umferð bíla. Þeim athugasemdum er svarað um hæl og bent á að næg bílastæði séu í næsta nágrenni miðbæjarins. Þá er einnig stungið upp á málamyndalausn þar sem bílastæðum hreyfihamlaða væri komið fyrir inni í bænum. Mikil vöntun virðist vera á slíkum stæðum sem stendur. Óttast dauða verslunar Þá hafa aðrir íbúar áhyggjur af rekstrargrundvelli fyrirtækja í nýja, einn spyr hvort drepa eigi alla verlsun þar og bendir á að ekki sé um Reykjavík að ræða. Annar segir það ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjum í nágrenni miðbæjarins að ætlast til þess að bílastæða þeirra verði nýtt fyrir gesti miðbæjarins. Þegar fréttin er skrifuð hafa 57 ummæli verið rituð við færsluna og því ljóst að um mikið hitamál er að ræða. Óhætt er að fullyrða að ekki sjái fyrir endalok umræða um málefnið, ef tekið er mið af deilum Reykvíkinga. Árborg Umferð Bílastæði Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira
Miklar umræður hafa sprottið upp á Facebookhópi Selfyssinga um bílaumferð um nýja miðbæinn. Sumir telja hana skemma ásýnd miðbæjarins en aðrir vilja vernda aðgengi að verslunum. Umræðurnar hófust með færslu í Facebookhópinn Íbúar á Selfossi sem hefst með orðunum „Er þetta einhver súr brandari hjá bæjaryfirvöldum? Að vera með bílaumferð gegnum nýja miðbæinn?“ Með færslunni fylgir mynd sem sýnir bíla lagða eftir endilangri aðalgötu nýja miðbæjarins. Flestir taka undir orð færsluhöfundar og sumir segja bílaumferð jafnvel skemma alla stemningu. Stemningin í miðbænum hefur alla jafna verið gríðarleg síðan hann opnaði í sumar. Hvað með aðgengið? Aðrir hafa minni áhyggjur af umferð um miðbæinn og fagna henni jafnvel. Einn íbúi bendir réttilega á að mikilvægt sé að jafnt aðgengi allra sé tryggt. Einn íbúi gengur lengra og segir það ótrúlegan hroka að ætla að útiloka stóran hóp íbúa frá miðbænum með því að banna umferð bíla. Þeim athugasemdum er svarað um hæl og bent á að næg bílastæði séu í næsta nágrenni miðbæjarins. Þá er einnig stungið upp á málamyndalausn þar sem bílastæðum hreyfihamlaða væri komið fyrir inni í bænum. Mikil vöntun virðist vera á slíkum stæðum sem stendur. Óttast dauða verslunar Þá hafa aðrir íbúar áhyggjur af rekstrargrundvelli fyrirtækja í nýja, einn spyr hvort drepa eigi alla verlsun þar og bendir á að ekki sé um Reykjavík að ræða. Annar segir það ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjum í nágrenni miðbæjarins að ætlast til þess að bílastæða þeirra verði nýtt fyrir gesti miðbæjarins. Þegar fréttin er skrifuð hafa 57 ummæli verið rituð við færsluna og því ljóst að um mikið hitamál er að ræða. Óhætt er að fullyrða að ekki sjái fyrir endalok umræða um málefnið, ef tekið er mið af deilum Reykvíkinga.
Árborg Umferð Bílastæði Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira