Hollvinir samfélagsins Drífa Snædal skrifar 26. nóvember 2021 19:31 Endurnýjuð ríkisstjórn verður væntanlega kynnt til sögunnar á allra næstu dögum. Þessi ríkisstjórn þarf að taka á efnahagslegum afleiðingum kóvid-faraldursins og stendur því frammi fyrir klassískum spurningum stjórnmálanna. Á að verja innviði samfélagsins og beita jöfnunartækjum til að draga úr ójöfnuði í kjölfar kreppu? Eða á að nýta tækifærið með vísan til skulda ríkissjóðs, afhenda fjármálaöflum sameiginlegar eigur og auka þannig ójöfnuð til að fáir útvaldir geti makað krókinn. Fjármagnseigendur eru með fullar hendur fjár og um allan heim bíða þeir eftir að komast yfir samfélagslegar eigur því þar er helsta gróðavonin um þessar mundir. Að reka hluta af grunninnviðum fyrir ríkið „tryggir greiðsluflæði“ eins og það heitir á fjármálatungumáli. Á venjulegu máli heitir það að vera með hendurnar í vasa skattgreiðenda, eða vera hreinlega á ríkisspenanum. Innviðirnir verða að vera til staðar, þeir mega ekki klikka og því er ljóst að ríkið hleypur undir bagga ef í harðbakkann slær. Þetta er módel sem getur ekki klikkað fyrir fjármagnseigendur og hefur um áratugaskeið verið kynnt fyrir almenningi sem hagkvæmni í rekstri. Ríkið hefur minnkað skuldir sínar með því að fá einkaaðila til verka og bindast þeim svo notenda- eða leigusamningsböndum um ókomna tíð, sem alla jafna eru dýrari fyrir skattgreiðendur. Hagkvæmnin er því aðeins til á pappír og í vösum fjármagnseigenda. Þetta er ekki samsæriskenning heldur raunveruleg staða. Fjárfestingasjóðir undirbúa nú innviðasókn í trausti þess að ríkisstjórnin vinni með þeim. Slíkt er ekki almenningi í hag, að selja eða gefa frá sér sameiginlegar eigur og greiða svo fyrir þær leigu eða þjónustugjöld í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er skaðleg hugmyndafræði sem meira að segja íhaldssömustu alþjóðastofnanir vara við í kjölfar niðursveiflunnar og ýmis lönd reyna að vinda ofan af slíkum afdrifaríkum mistökum fortíðar. Það verður áhugavert að vita hvaða öfl innan stjórnmálanna munu leggjast á sveif með almenningi í þessu máli og hvaða öfl ætla að leyfa fjármagnsöflunum að vaða uppi. ASÍ mun fylgjast náið með þróuninni, en almenningur verður líka að eiga sína hagsmunaverði í hópi stjórnmálamanna. Saman eiga slíkir stjórnmálamenn, verkalýðshreyfingin og félagasamtök að mynda öflugt þrýstiafl sem stendur vörð um velferð, eignir og þjónustu sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og eigum sem samfélag að njóta góðs af. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Endurnýjuð ríkisstjórn verður væntanlega kynnt til sögunnar á allra næstu dögum. Þessi ríkisstjórn þarf að taka á efnahagslegum afleiðingum kóvid-faraldursins og stendur því frammi fyrir klassískum spurningum stjórnmálanna. Á að verja innviði samfélagsins og beita jöfnunartækjum til að draga úr ójöfnuði í kjölfar kreppu? Eða á að nýta tækifærið með vísan til skulda ríkissjóðs, afhenda fjármálaöflum sameiginlegar eigur og auka þannig ójöfnuð til að fáir útvaldir geti makað krókinn. Fjármagnseigendur eru með fullar hendur fjár og um allan heim bíða þeir eftir að komast yfir samfélagslegar eigur því þar er helsta gróðavonin um þessar mundir. Að reka hluta af grunninnviðum fyrir ríkið „tryggir greiðsluflæði“ eins og það heitir á fjármálatungumáli. Á venjulegu máli heitir það að vera með hendurnar í vasa skattgreiðenda, eða vera hreinlega á ríkisspenanum. Innviðirnir verða að vera til staðar, þeir mega ekki klikka og því er ljóst að ríkið hleypur undir bagga ef í harðbakkann slær. Þetta er módel sem getur ekki klikkað fyrir fjármagnseigendur og hefur um áratugaskeið verið kynnt fyrir almenningi sem hagkvæmni í rekstri. Ríkið hefur minnkað skuldir sínar með því að fá einkaaðila til verka og bindast þeim svo notenda- eða leigusamningsböndum um ókomna tíð, sem alla jafna eru dýrari fyrir skattgreiðendur. Hagkvæmnin er því aðeins til á pappír og í vösum fjármagnseigenda. Þetta er ekki samsæriskenning heldur raunveruleg staða. Fjárfestingasjóðir undirbúa nú innviðasókn í trausti þess að ríkisstjórnin vinni með þeim. Slíkt er ekki almenningi í hag, að selja eða gefa frá sér sameiginlegar eigur og greiða svo fyrir þær leigu eða þjónustugjöld í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er skaðleg hugmyndafræði sem meira að segja íhaldssömustu alþjóðastofnanir vara við í kjölfar niðursveiflunnar og ýmis lönd reyna að vinda ofan af slíkum afdrifaríkum mistökum fortíðar. Það verður áhugavert að vita hvaða öfl innan stjórnmálanna munu leggjast á sveif með almenningi í þessu máli og hvaða öfl ætla að leyfa fjármagnsöflunum að vaða uppi. ASÍ mun fylgjast náið með þróuninni, en almenningur verður líka að eiga sína hagsmunaverði í hópi stjórnmálamanna. Saman eiga slíkir stjórnmálamenn, verkalýðshreyfingin og félagasamtök að mynda öflugt þrýstiafl sem stendur vörð um velferð, eignir og þjónustu sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og eigum sem samfélag að njóta góðs af. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun