Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2021 16:54 Orkuveitan áfrýjaði niðurstöðunni í héraði til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu. Vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug en aðdragandi málsins er langur sem má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. Orkuveitunni var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki í héraði fyrr en átta árum síðar. Viðskiptablaðið bendir á að stærsti hluti fjárhæðinnar sem Orkuveitan þarf að greiða Glitni séu dráttarvextirnir sem reiknast aftur til áranna fyrir hrun. Heildargreiðslan nemur því á fjórða milljarð króna. Orkuveitan er að stærstu hlut í eigu Reykjavíkurborgar. Í dómi Landsréttar segir að Orkuveitan og Glitnir hafi gert með sér afleiðusamninga á árabilinu 2002 til 208. Glitnir og síðar þrotabú bankans höfðaði málið til innheimtu skuldar á grundvelli uppgjörs átta afleiðusamninga. Grundvöllur málsins hafði tekið nokkrum breytingum frá þeim tíma er málið var höfðað en fyrir Landsrétti reisti Orkuveitan sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að Glitnir væri ekki lengur eigandi umræddra fjármálagerninga þar sem Glitnir hefði framselt þá til íslenska ríkisins árið 2015 sem hluta af stöðugleikaframlagsgreiðslu. Í öðru lagi hefði Glitnir þegið fébætur frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC ehf. vegna tjóns sem starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins hefðu valdið Glitni í aðdraganda efnahagshrunsins og væri tjón Glitnis þannig óvíst. Í þriðja lagi hefði Glitnir með saknæmum hætti leynt því að hafa verið í reynd ógjaldfær þegar þrír af umræddum samningum hafi verið gerðir árið 2008. Þannig hefði Glitnir ekki getað staðið við sinn hluta þessara samninga við gerð þeirra sem leiða ætti til ógildingar þeirra en samningarnir þrír frá 2008 og framlengingar þeirra mynduðu að stofni til þann höfuðstól sem Glitnir krafði Orkuveituna um í málinu. Þá byggði Orkuveitan á því að tölulegur útreikningur á kröfufjárhæð væri rangur. Í dómi Landréttar var rakið að ekki væri ljóst af málsgögnum að kröfuréttindi samkvæmt afleiðusamningunum sem málið laut að hefði í raun verið framseld íslenska ríkinu. Orkuveitan var þó látið bera halla af sönnun um það atriði og talið að einungis efnislegur ávinningur af innheimtu samninganna hefði verið framseldur íslenska ríkinu. Þá var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að Orkuveitan hefði ekki tekist sönnun þess að sátt sem Glitnir gerði við PwC ehf. um fébótagreiðslur hafi á einhvern hátt falið í sér greiðslu á kröfum samkvæmt þeim afleiðusamningum sem deilt var um í málinu. Ekkert benti til annars en að Orkuveitan hefði gert sér fulla grein fyrir efni umræddra samninga og hvaða áhrif gengisþróun gæti haft á greiðsluskyldu samkvæmt þeim. Gæti þar engu breytt þó að Glitnir hefði haft aðra hagsmuni af gengisþróun íslensku krónunnar í ljósi þess að tilgangur viðskiptanna hefði ekki verið að fjárfesta heldur að verja Orkuveituna gegn gengisáhættu. Engin efni væru því til að ógilda eða víkja til hliðar samningum aðila . Dómsmál Íslenskir bankar Hrunið Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug en aðdragandi málsins er langur sem má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. Orkuveitunni var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki í héraði fyrr en átta árum síðar. Viðskiptablaðið bendir á að stærsti hluti fjárhæðinnar sem Orkuveitan þarf að greiða Glitni séu dráttarvextirnir sem reiknast aftur til áranna fyrir hrun. Heildargreiðslan nemur því á fjórða milljarð króna. Orkuveitan er að stærstu hlut í eigu Reykjavíkurborgar. Í dómi Landsréttar segir að Orkuveitan og Glitnir hafi gert með sér afleiðusamninga á árabilinu 2002 til 208. Glitnir og síðar þrotabú bankans höfðaði málið til innheimtu skuldar á grundvelli uppgjörs átta afleiðusamninga. Grundvöllur málsins hafði tekið nokkrum breytingum frá þeim tíma er málið var höfðað en fyrir Landsrétti reisti Orkuveitan sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að Glitnir væri ekki lengur eigandi umræddra fjármálagerninga þar sem Glitnir hefði framselt þá til íslenska ríkisins árið 2015 sem hluta af stöðugleikaframlagsgreiðslu. Í öðru lagi hefði Glitnir þegið fébætur frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC ehf. vegna tjóns sem starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins hefðu valdið Glitni í aðdraganda efnahagshrunsins og væri tjón Glitnis þannig óvíst. Í þriðja lagi hefði Glitnir með saknæmum hætti leynt því að hafa verið í reynd ógjaldfær þegar þrír af umræddum samningum hafi verið gerðir árið 2008. Þannig hefði Glitnir ekki getað staðið við sinn hluta þessara samninga við gerð þeirra sem leiða ætti til ógildingar þeirra en samningarnir þrír frá 2008 og framlengingar þeirra mynduðu að stofni til þann höfuðstól sem Glitnir krafði Orkuveituna um í málinu. Þá byggði Orkuveitan á því að tölulegur útreikningur á kröfufjárhæð væri rangur. Í dómi Landréttar var rakið að ekki væri ljóst af málsgögnum að kröfuréttindi samkvæmt afleiðusamningunum sem málið laut að hefði í raun verið framseld íslenska ríkinu. Orkuveitan var þó látið bera halla af sönnun um það atriði og talið að einungis efnislegur ávinningur af innheimtu samninganna hefði verið framseldur íslenska ríkinu. Þá var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að Orkuveitan hefði ekki tekist sönnun þess að sátt sem Glitnir gerði við PwC ehf. um fébótagreiðslur hafi á einhvern hátt falið í sér greiðslu á kröfum samkvæmt þeim afleiðusamningum sem deilt var um í málinu. Ekkert benti til annars en að Orkuveitan hefði gert sér fulla grein fyrir efni umræddra samninga og hvaða áhrif gengisþróun gæti haft á greiðsluskyldu samkvæmt þeim. Gæti þar engu breytt þó að Glitnir hefði haft aðra hagsmuni af gengisþróun íslensku krónunnar í ljósi þess að tilgangur viðskiptanna hefði ekki verið að fjárfesta heldur að verja Orkuveituna gegn gengisáhættu. Engin efni væru því til að ógilda eða víkja til hliðar samningum aðila .
Dómsmál Íslenskir bankar Hrunið Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira