Áhugavert að börn séu hlynnt klámbanni og telur fulla ástæðu að skoða það Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 27. nóvember 2021 21:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur fulla ástæðu til að taka það til skoðunar hvort banna eigi klám börnum undir átján ára aldri. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur fulla ástæðu til að skoða hvort tilefni sé til að banna klámáhorf barna. Hann segir áhugavert að börn og unglingar séu fylgjandi slíku banni. Vinna er hafin innan menntamálaráðuneytisins við áform um að banna klám öllum yngri en átján ára. Stefnt er að því að halda því til haga með því að skikka fólk til að bera kennsl á sig með rafrænum skilríkjum, áður en því er hleypt inn á klámsíður. Skoðanir á þessari hugmynd eru misjafnar. Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks hafa til að mynda mótmælt þessum áformum en nemendur í Hagaskóla, sem fréttastofa ræddi við í vikunni, fögnuðu hugmyndinni og töldu fulla ástæðu til að taka slíkt bann til skoðunar. Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að þessi mál séu tekin til skoðunar. „Mér fannst áhugavert að horfa á frétt í vikunni þþar sem börnin í Hagaskóla voru spurð um nákvæmlega þetta og þau voru þeirrar skoðunar að það væri full ástæða til að taka þetta til skoðunar. Ég hef nú þá skoðun að við eigum að hlusta eftir sjónarmiðum barna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Ég veit nú ekki hvort þessi börn séu einkennandi en mér fannst þetta alla vega mjög áhugavert að þau greinilega óska eftir að við setjum þetta á dagskrá. Kannski ættum við að ræða þetta á næsta barnaþingi.“ Meðal þeirra áhyggjuefna sem þingmenn lýstu varðandi framkvæmd þessa klámbanns var persónuvernd, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata vakti athygli á. „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ sagði Björn í vikunni. Nemendur Hagaskóla höfðu hins vegar aðrar áhyggjur og þá frekar áhyggjur á áhrifum klámsins sjálfs, eins og Helena í 10. bekk kom inn á í samtali við fréttastofu í vikunni. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint.“ Sem er sjónarmið sem forsætisráðherra virðist taka undir. „Það hefur auðvitað mjög mikil áhrif á upplifun þeirra [barna] af heiminum og samskiptum kynjanna og samskiptum tengdum ást,“ segir Katrín. „Klámefni er ekki ætlað börnum en við vitum það hins vegar að klámefni nær til mjög ungra barna og sérstaklega í hinum tæknivædda heimi þar sem í raun og veru má segja að börnin séu ekki að sækja í kl´maið heldur er klámið að sækja í börnin miðað við það hversu ung börn eru þegar þau eru að komast í snertingu við klámefni.“ „Mér finnst mjög jákvætt að þetta sé tekið til skoðunar. Við erum með netöryggisstefnu sem snýst um það að vernda börn fyrir óæskilegu efni líkt og við höfum gert um árabil þegar kemur til að mynda að sjónvarpsefni og öðru sem ekki er ætlað börnum. Þannig að mér finnst fullt efni til að taka þetta til umræðu.“ Hún telur ekki líklegt að klám verði bannað alveg hér á landi. „En það eru hins vegar ákveðin lög og reglur sem gilda um klám í raunheimum og það má spyrja sig af hverju sömu lög og reglur eigi ekki að gilda um klám í netheimum.“ Þú ert hlynnt að á verði komið einhverri síu? „Við þurfum að huga að því að við þekkjum það öll að það eru slíkar síur á klámefni, það eru líklega síur sem sía út annars konar efni þannig að þarna þarf augljóslega að vanda til verka og eiga upplýsta umræðu.“ OnlyFans Börn og uppeldi Alþingi Klám Tengdar fréttir Klám og rafræn skilríki Árið 1972 var bandaríska klámmyndin Deep Throat frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin rauk upp vinsældarlistana, halaði inn 30 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu mánuðunum (á núvirði ríflega 24 milljarða íslenskra króna). 26. nóvember 2021 12:01 Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. 22. nóvember 2021 23:01 Hyggjast nota rafræn skilríki til að loka á klám fyrir börn Íslensk stjórnvöld áforma að hefta verulega aðgang barna yngri en 18 ára að klámi með róttækum rafrænum lausnum sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu. Til skoðunar er að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða. 19. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Vinna er hafin innan menntamálaráðuneytisins við áform um að banna klám öllum yngri en átján ára. Stefnt er að því að halda því til haga með því að skikka fólk til að bera kennsl á sig með rafrænum skilríkjum, áður en því er hleypt inn á klámsíður. Skoðanir á þessari hugmynd eru misjafnar. Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks hafa til að mynda mótmælt þessum áformum en nemendur í Hagaskóla, sem fréttastofa ræddi við í vikunni, fögnuðu hugmyndinni og töldu fulla ástæðu til að taka slíkt bann til skoðunar. Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að þessi mál séu tekin til skoðunar. „Mér fannst áhugavert að horfa á frétt í vikunni þþar sem börnin í Hagaskóla voru spurð um nákvæmlega þetta og þau voru þeirrar skoðunar að það væri full ástæða til að taka þetta til skoðunar. Ég hef nú þá skoðun að við eigum að hlusta eftir sjónarmiðum barna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Ég veit nú ekki hvort þessi börn séu einkennandi en mér fannst þetta alla vega mjög áhugavert að þau greinilega óska eftir að við setjum þetta á dagskrá. Kannski ættum við að ræða þetta á næsta barnaþingi.“ Meðal þeirra áhyggjuefna sem þingmenn lýstu varðandi framkvæmd þessa klámbanns var persónuvernd, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata vakti athygli á. „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ sagði Björn í vikunni. Nemendur Hagaskóla höfðu hins vegar aðrar áhyggjur og þá frekar áhyggjur á áhrifum klámsins sjálfs, eins og Helena í 10. bekk kom inn á í samtali við fréttastofu í vikunni. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint.“ Sem er sjónarmið sem forsætisráðherra virðist taka undir. „Það hefur auðvitað mjög mikil áhrif á upplifun þeirra [barna] af heiminum og samskiptum kynjanna og samskiptum tengdum ást,“ segir Katrín. „Klámefni er ekki ætlað börnum en við vitum það hins vegar að klámefni nær til mjög ungra barna og sérstaklega í hinum tæknivædda heimi þar sem í raun og veru má segja að börnin séu ekki að sækja í kl´maið heldur er klámið að sækja í börnin miðað við það hversu ung börn eru þegar þau eru að komast í snertingu við klámefni.“ „Mér finnst mjög jákvætt að þetta sé tekið til skoðunar. Við erum með netöryggisstefnu sem snýst um það að vernda börn fyrir óæskilegu efni líkt og við höfum gert um árabil þegar kemur til að mynda að sjónvarpsefni og öðru sem ekki er ætlað börnum. Þannig að mér finnst fullt efni til að taka þetta til umræðu.“ Hún telur ekki líklegt að klám verði bannað alveg hér á landi. „En það eru hins vegar ákveðin lög og reglur sem gilda um klám í raunheimum og það má spyrja sig af hverju sömu lög og reglur eigi ekki að gilda um klám í netheimum.“ Þú ert hlynnt að á verði komið einhverri síu? „Við þurfum að huga að því að við þekkjum það öll að það eru slíkar síur á klámefni, það eru líklega síur sem sía út annars konar efni þannig að þarna þarf augljóslega að vanda til verka og eiga upplýsta umræðu.“
OnlyFans Börn og uppeldi Alþingi Klám Tengdar fréttir Klám og rafræn skilríki Árið 1972 var bandaríska klámmyndin Deep Throat frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin rauk upp vinsældarlistana, halaði inn 30 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu mánuðunum (á núvirði ríflega 24 milljarða íslenskra króna). 26. nóvember 2021 12:01 Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. 22. nóvember 2021 23:01 Hyggjast nota rafræn skilríki til að loka á klám fyrir börn Íslensk stjórnvöld áforma að hefta verulega aðgang barna yngri en 18 ára að klámi með róttækum rafrænum lausnum sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu. Til skoðunar er að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða. 19. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Klám og rafræn skilríki Árið 1972 var bandaríska klámmyndin Deep Throat frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin rauk upp vinsældarlistana, halaði inn 30 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu mánuðunum (á núvirði ríflega 24 milljarða íslenskra króna). 26. nóvember 2021 12:01
Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. 22. nóvember 2021 23:01
Hyggjast nota rafræn skilríki til að loka á klám fyrir börn Íslensk stjórnvöld áforma að hefta verulega aðgang barna yngri en 18 ára að klámi með róttækum rafrænum lausnum sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu. Til skoðunar er að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða. 19. nóvember 2021 21:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels