Sakar Maradona um að hafa nauðgað sér þegar hún var sextán ára Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2021 13:31 Mavys Álvarez heldur á mynd af sér, Fidel Castro og Diego Maradona. ap/Gustavo Garello Kúbversk kona, Mavys Álvarez, hefur sakað Diego Maradona heitinn um að hafa nauðgað sér þegar hún var aðeins sextán ára. Álvarez gaf skýrslu hjá argentínska dómsmálaráðuneytinu síðustu viku og greindi svo frá ásökunum sínum á blaðamannafundi í Búenos Aíres. Álvarez sagðist hafa kynnst Maradona þegar hann var í meðferð á Kúbu 2001. Þá var hún sextán ára en hann í kringum fertugt. Álvarez sagði að Maradona hefði nauðgað sér á meðferðarstofu í Havana þegar móðir hennar var í herberginu við hliðina á. Móðir hennar var einnig í meðferð á þessum tíma. „Hann hélt um munninn á mér og nauðgaði mér. Ég vil ekki hugsa of mikið um þetta. Ég hætti að vera stelpa, öllu sakleysinu var rænt frá mér,“ sagði Álvarez. Hún sagði að skömmu eftir þetta hafi þau farið saman til Argentínu. Álvarez hafði áður sagt að sambandið hafi verið með samþykki beggja aðila en Maradona hafi allavega einu sinni þvingað sig til kynmaka. Að sögn Álvarez neyddist fjölskylda hennar til að samþykkja sambandið, þrátt fyrir aldursmuninn, vegna vinskapar Maradonas og Fidels Castro, þáverandi forseta Kúbu. Matías Morla, lögmaður Maradonas meðan hann var á lífi, hefur ekki tjáð sig um ásakanir Álvarez. Sömu sögu er að segja af kúbverskum yfirvöldum. Maradona lést 25. nóvember í fyrra, sextugur að aldri. Hann er jafnan talinn einn besti fótboltamaður allra tíma. Fótbolti Argentína Kynferðisofbeldi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Álvarez gaf skýrslu hjá argentínska dómsmálaráðuneytinu síðustu viku og greindi svo frá ásökunum sínum á blaðamannafundi í Búenos Aíres. Álvarez sagðist hafa kynnst Maradona þegar hann var í meðferð á Kúbu 2001. Þá var hún sextán ára en hann í kringum fertugt. Álvarez sagði að Maradona hefði nauðgað sér á meðferðarstofu í Havana þegar móðir hennar var í herberginu við hliðina á. Móðir hennar var einnig í meðferð á þessum tíma. „Hann hélt um munninn á mér og nauðgaði mér. Ég vil ekki hugsa of mikið um þetta. Ég hætti að vera stelpa, öllu sakleysinu var rænt frá mér,“ sagði Álvarez. Hún sagði að skömmu eftir þetta hafi þau farið saman til Argentínu. Álvarez hafði áður sagt að sambandið hafi verið með samþykki beggja aðila en Maradona hafi allavega einu sinni þvingað sig til kynmaka. Að sögn Álvarez neyddist fjölskylda hennar til að samþykkja sambandið, þrátt fyrir aldursmuninn, vegna vinskapar Maradonas og Fidels Castro, þáverandi forseta Kúbu. Matías Morla, lögmaður Maradonas meðan hann var á lífi, hefur ekki tjáð sig um ásakanir Álvarez. Sömu sögu er að segja af kúbverskum yfirvöldum. Maradona lést 25. nóvember í fyrra, sextugur að aldri. Hann er jafnan talinn einn besti fótboltamaður allra tíma.
Fótbolti Argentína Kynferðisofbeldi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira