Stelpurnar fara ekki aftur á músahótelið Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 13:01 Íslenska liðið fagnaði sigri í fyrsta leik í Belgrad. Liðið er í baráttu um eitt laust sæti á EM 2023. HSÍ Stelpnalandslið Íslands í handbolta, sem statt er í Belgrad, þarf ekki að dvelja lengur á hótelinu sem það hefur verið á, þar sem músagangur á herbergjum hefur valdið usla. Íslensku stelpurnar dvöldu á sama hóteli og leikmenn Serbíu, Slóveníu og Slóvakíu, en liðin leika á fjögurra liða móti um eitt laust sæti á EM 2023. Eftir að í ljós kom að aðstæður á hótelinu væru óboðlegar vegna músagangs gekk HSÍ í málið og fékk í gegn að stelpurnar yrðu fluttar á annað hótel. Þetta staðfestir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við RÚV og segir að stelpurnar verði á sama hóteli og dómarar og eftirlitsmenn á vegum handknattleikssambands Evrópu, EHF. Það er í höndum mótshaldara í Serbíu að útvega hótel og segir Róbert að þeir hafi verið miður sín eftir að í ljós kom hve óboðlegar aðstæðurnar á hóteli liðanna væru. „Ég hef aldrei lent í þessu á mínum ferli í HSÍ, að það séu mýs á hótelinu. Ég ræddi þetta einmitt við serbneska sambandið í morgun. Þetta er hótel sem handboltasambandið þeirra hefur ekki notað áður, en hefur verið notað af bæði serbneska körfuboltasambandinu og blaksambandinu. Þannig þeir gerðu bara ráð fyrir því að það væri í lagi, sem reyndist svo sannarlega er ekki. En þeir brugðust allavega hratt við og leystu þessa stöðu, sem er bagaleg,“ segir Róbert við RÚV. Íslensku stelpurnar mæta í dag liði Slóvakíu, eftir að hafa unnið Slóveníu í gær, og eftir leikinn við Slóvakíu fara þær á nýja hótelið sitt. Þær verða áfram í Belgrad fram yfir lokaleikinn gegn heimakonum á fimmtudaginn. Handbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Íslensku stelpurnar dvöldu á sama hóteli og leikmenn Serbíu, Slóveníu og Slóvakíu, en liðin leika á fjögurra liða móti um eitt laust sæti á EM 2023. Eftir að í ljós kom að aðstæður á hótelinu væru óboðlegar vegna músagangs gekk HSÍ í málið og fékk í gegn að stelpurnar yrðu fluttar á annað hótel. Þetta staðfestir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við RÚV og segir að stelpurnar verði á sama hóteli og dómarar og eftirlitsmenn á vegum handknattleikssambands Evrópu, EHF. Það er í höndum mótshaldara í Serbíu að útvega hótel og segir Róbert að þeir hafi verið miður sín eftir að í ljós kom hve óboðlegar aðstæðurnar á hóteli liðanna væru. „Ég hef aldrei lent í þessu á mínum ferli í HSÍ, að það séu mýs á hótelinu. Ég ræddi þetta einmitt við serbneska sambandið í morgun. Þetta er hótel sem handboltasambandið þeirra hefur ekki notað áður, en hefur verið notað af bæði serbneska körfuboltasambandinu og blaksambandinu. Þannig þeir gerðu bara ráð fyrir því að það væri í lagi, sem reyndist svo sannarlega er ekki. En þeir brugðust allavega hratt við og leystu þessa stöðu, sem er bagaleg,“ segir Róbert við RÚV. Íslensku stelpurnar mæta í dag liði Slóvakíu, eftir að hafa unnið Slóveníu í gær, og eftir leikinn við Slóvakíu fara þær á nýja hótelið sitt. Þær verða áfram í Belgrad fram yfir lokaleikinn gegn heimakonum á fimmtudaginn.
Handbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira