Stelpurnar fara ekki aftur á músahótelið Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 13:01 Íslenska liðið fagnaði sigri í fyrsta leik í Belgrad. Liðið er í baráttu um eitt laust sæti á EM 2023. HSÍ Stelpnalandslið Íslands í handbolta, sem statt er í Belgrad, þarf ekki að dvelja lengur á hótelinu sem það hefur verið á, þar sem músagangur á herbergjum hefur valdið usla. Íslensku stelpurnar dvöldu á sama hóteli og leikmenn Serbíu, Slóveníu og Slóvakíu, en liðin leika á fjögurra liða móti um eitt laust sæti á EM 2023. Eftir að í ljós kom að aðstæður á hótelinu væru óboðlegar vegna músagangs gekk HSÍ í málið og fékk í gegn að stelpurnar yrðu fluttar á annað hótel. Þetta staðfestir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við RÚV og segir að stelpurnar verði á sama hóteli og dómarar og eftirlitsmenn á vegum handknattleikssambands Evrópu, EHF. Það er í höndum mótshaldara í Serbíu að útvega hótel og segir Róbert að þeir hafi verið miður sín eftir að í ljós kom hve óboðlegar aðstæðurnar á hóteli liðanna væru. „Ég hef aldrei lent í þessu á mínum ferli í HSÍ, að það séu mýs á hótelinu. Ég ræddi þetta einmitt við serbneska sambandið í morgun. Þetta er hótel sem handboltasambandið þeirra hefur ekki notað áður, en hefur verið notað af bæði serbneska körfuboltasambandinu og blaksambandinu. Þannig þeir gerðu bara ráð fyrir því að það væri í lagi, sem reyndist svo sannarlega er ekki. En þeir brugðust allavega hratt við og leystu þessa stöðu, sem er bagaleg,“ segir Róbert við RÚV. Íslensku stelpurnar mæta í dag liði Slóvakíu, eftir að hafa unnið Slóveníu í gær, og eftir leikinn við Slóvakíu fara þær á nýja hótelið sitt. Þær verða áfram í Belgrad fram yfir lokaleikinn gegn heimakonum á fimmtudaginn. Handbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Íslensku stelpurnar dvöldu á sama hóteli og leikmenn Serbíu, Slóveníu og Slóvakíu, en liðin leika á fjögurra liða móti um eitt laust sæti á EM 2023. Eftir að í ljós kom að aðstæður á hótelinu væru óboðlegar vegna músagangs gekk HSÍ í málið og fékk í gegn að stelpurnar yrðu fluttar á annað hótel. Þetta staðfestir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við RÚV og segir að stelpurnar verði á sama hóteli og dómarar og eftirlitsmenn á vegum handknattleikssambands Evrópu, EHF. Það er í höndum mótshaldara í Serbíu að útvega hótel og segir Róbert að þeir hafi verið miður sín eftir að í ljós kom hve óboðlegar aðstæðurnar á hóteli liðanna væru. „Ég hef aldrei lent í þessu á mínum ferli í HSÍ, að það séu mýs á hótelinu. Ég ræddi þetta einmitt við serbneska sambandið í morgun. Þetta er hótel sem handboltasambandið þeirra hefur ekki notað áður, en hefur verið notað af bæði serbneska körfuboltasambandinu og blaksambandinu. Þannig þeir gerðu bara ráð fyrir því að það væri í lagi, sem reyndist svo sannarlega er ekki. En þeir brugðust allavega hratt við og leystu þessa stöðu, sem er bagaleg,“ segir Róbert við RÚV. Íslensku stelpurnar mæta í dag liði Slóvakíu, eftir að hafa unnið Slóveníu í gær, og eftir leikinn við Slóvakíu fara þær á nýja hótelið sitt. Þær verða áfram í Belgrad fram yfir lokaleikinn gegn heimakonum á fimmtudaginn.
Handbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni