Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og ofbeldi í sambandi: „Helvítis fokking svikari og hóra“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 12:05 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Maður var nýlega dæmdur í átta mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir líkamsárás og ofbeldi í nánu sambandi. Refsingin er skilorðsbundin til fimm mánaða, og þarf hann því að sitja inni í þrjá hið mesta. Ákærði var sakfelldur fyrir húsbrot auk líkamsárásar en hann réðst inn á heimili kærasta fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Þegar á heimilið var komið kýldi hann kærastann tvisvar í andlitið, með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Við árásina hlaut hann eymsli, sár og bólgur í andlitið. Þá var ákærði einnig sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Undir ákæruna fellur andlegt ofbeldi, ærumeiðingar og ásakanir auk hótana í garð kærastans og húsbrotið. Kvaðst hafa liðið illa Ákærði neitaði að tjá sig um sakarefni málsins að öðru leyti en honum kvaðst hafa liðið illa á þessum tíma og sagði konuna hafa haldið fram hjá honum. Fyrir Landsrétti lagði ákærði fram ný gögn, meðal annars bréf tveggja sálfræðinga og nýjar ástæður fyrir því að hann hafi ekki mætt við aðalmeðferð málsins í héraði. Landsréttur staðfesti þó dóm héraðsdóms en skilorðsbatt refsinguna að hluta. Í dómi Landsréttar má finna hundruð skilaboða frá manninum til konunnar þar sem hann kallar hana öllum illum nöfnum og sömuleiðis nýja kærastann. Brot af hótunum má sjá að neðan en mun verri orð voru látin falla í skilaboðum til konunnar. Kl. 06.01 -Èg hata þig Kl. 06.01 -Ég vona að han gefi þér syphilus Kl. 06.11 -Þú ert algjörlega hjartalaus og fokking kald og ógéðslegt kvikindi Kl. 06.12 -Ég fokking hata mig og allt sem þú ert og stendur fyrir Kl. 06.12 -Helvítis fokking svikari og hóra Dómur Landsréttar. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ákærði var sakfelldur fyrir húsbrot auk líkamsárásar en hann réðst inn á heimili kærasta fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Þegar á heimilið var komið kýldi hann kærastann tvisvar í andlitið, með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Við árásina hlaut hann eymsli, sár og bólgur í andlitið. Þá var ákærði einnig sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Undir ákæruna fellur andlegt ofbeldi, ærumeiðingar og ásakanir auk hótana í garð kærastans og húsbrotið. Kvaðst hafa liðið illa Ákærði neitaði að tjá sig um sakarefni málsins að öðru leyti en honum kvaðst hafa liðið illa á þessum tíma og sagði konuna hafa haldið fram hjá honum. Fyrir Landsrétti lagði ákærði fram ný gögn, meðal annars bréf tveggja sálfræðinga og nýjar ástæður fyrir því að hann hafi ekki mætt við aðalmeðferð málsins í héraði. Landsréttur staðfesti þó dóm héraðsdóms en skilorðsbatt refsinguna að hluta. Í dómi Landsréttar má finna hundruð skilaboða frá manninum til konunnar þar sem hann kallar hana öllum illum nöfnum og sömuleiðis nýja kærastann. Brot af hótunum má sjá að neðan en mun verri orð voru látin falla í skilaboðum til konunnar. Kl. 06.01 -Èg hata þig Kl. 06.01 -Ég vona að han gefi þér syphilus Kl. 06.11 -Þú ert algjörlega hjartalaus og fokking kald og ógéðslegt kvikindi Kl. 06.12 -Ég fokking hata mig og allt sem þú ert og stendur fyrir Kl. 06.12 -Helvítis fokking svikari og hóra Dómur Landsréttar.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira