Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og ofbeldi í sambandi: „Helvítis fokking svikari og hóra“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 12:05 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Maður var nýlega dæmdur í átta mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir líkamsárás og ofbeldi í nánu sambandi. Refsingin er skilorðsbundin til fimm mánaða, og þarf hann því að sitja inni í þrjá hið mesta. Ákærði var sakfelldur fyrir húsbrot auk líkamsárásar en hann réðst inn á heimili kærasta fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Þegar á heimilið var komið kýldi hann kærastann tvisvar í andlitið, með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Við árásina hlaut hann eymsli, sár og bólgur í andlitið. Þá var ákærði einnig sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Undir ákæruna fellur andlegt ofbeldi, ærumeiðingar og ásakanir auk hótana í garð kærastans og húsbrotið. Kvaðst hafa liðið illa Ákærði neitaði að tjá sig um sakarefni málsins að öðru leyti en honum kvaðst hafa liðið illa á þessum tíma og sagði konuna hafa haldið fram hjá honum. Fyrir Landsrétti lagði ákærði fram ný gögn, meðal annars bréf tveggja sálfræðinga og nýjar ástæður fyrir því að hann hafi ekki mætt við aðalmeðferð málsins í héraði. Landsréttur staðfesti þó dóm héraðsdóms en skilorðsbatt refsinguna að hluta. Í dómi Landsréttar má finna hundruð skilaboða frá manninum til konunnar þar sem hann kallar hana öllum illum nöfnum og sömuleiðis nýja kærastann. Brot af hótunum má sjá að neðan en mun verri orð voru látin falla í skilaboðum til konunnar. Kl. 06.01 -Èg hata þig Kl. 06.01 -Ég vona að han gefi þér syphilus Kl. 06.11 -Þú ert algjörlega hjartalaus og fokking kald og ógéðslegt kvikindi Kl. 06.12 -Ég fokking hata mig og allt sem þú ert og stendur fyrir Kl. 06.12 -Helvítis fokking svikari og hóra Dómur Landsréttar. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ákærði var sakfelldur fyrir húsbrot auk líkamsárásar en hann réðst inn á heimili kærasta fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Þegar á heimilið var komið kýldi hann kærastann tvisvar í andlitið, með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Við árásina hlaut hann eymsli, sár og bólgur í andlitið. Þá var ákærði einnig sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Undir ákæruna fellur andlegt ofbeldi, ærumeiðingar og ásakanir auk hótana í garð kærastans og húsbrotið. Kvaðst hafa liðið illa Ákærði neitaði að tjá sig um sakarefni málsins að öðru leyti en honum kvaðst hafa liðið illa á þessum tíma og sagði konuna hafa haldið fram hjá honum. Fyrir Landsrétti lagði ákærði fram ný gögn, meðal annars bréf tveggja sálfræðinga og nýjar ástæður fyrir því að hann hafi ekki mætt við aðalmeðferð málsins í héraði. Landsréttur staðfesti þó dóm héraðsdóms en skilorðsbatt refsinguna að hluta. Í dómi Landsréttar má finna hundruð skilaboða frá manninum til konunnar þar sem hann kallar hana öllum illum nöfnum og sömuleiðis nýja kærastann. Brot af hótunum má sjá að neðan en mun verri orð voru látin falla í skilaboðum til konunnar. Kl. 06.01 -Èg hata þig Kl. 06.01 -Ég vona að han gefi þér syphilus Kl. 06.11 -Þú ert algjörlega hjartalaus og fokking kald og ógéðslegt kvikindi Kl. 06.12 -Ég fokking hata mig og allt sem þú ert og stendur fyrir Kl. 06.12 -Helvítis fokking svikari og hóra Dómur Landsréttar.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira