Fótbolti

Stór­leikur Bayern og Barcelona fyrir luktum dyrum vegna veirunnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr fyrri leik liðanna.
Úr fyrri leik liðanna. Pedro Salados/Getty Images

Engir áhorfendur verða í stúkunni er Bayern München og Barcelona mætast í Meistaradeild Evrópu þann 8. desember. Ástæðan er fjórða bylgja kórónufaraldursins.

Bayern München tekur á móti Barcelona í 5. umferð E-riðils Meistaradeildar Evrópu þann 8. desember. Börsungar verða að sækja þrjú stig í greipar heimamanna til að missa ekki annað sæti riðilsins til Benfica.

Þýskalandsmeisturum Bayern München dugir stig til að tryggja sætið í 16-liða úrslit keppninnar. Lærisveinar Julian Nagelsmann eru með fullt hús stiga, 12 stig að loknum fjórum leikja og markatöluna 17-2.

Á sama tíma eru Börsungar með aðeins sex stig og markatöluna 2-6. Eflaust fagna gestirnir því að þurfa ekki að leika fyrir framan fullum Allianz-velli er þeir mæta til Þýskalands. Hvort það muni hjálpa þeim að ná í úrslit verður svo bara að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×