Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2021 18:18 Kyle Rittenhouse í dómsal í gær. AP/Sean Kj Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. Á mótmælum í Kenosha í Wisconsin í fyrra skaut Rittenhouse, sem var þá sautján ára, tvo menn til bana og særði þann þriðja. Þegar úrskurðurinn var lesinn upp mátti sjá Rittenhouse byrja að gráta en í frétt Washington Post segir að fjölskyldumeðlimir þeirra sem hann skaut til bana hafi einnig brostið í grát. Hér má sjá myndband af því þegar niðurstaða kviðdómenda var lesin upp. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, gekk hann þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Ákærður í fimm liðum Rittenhouse var ákærður í fimm liðum og þar á meðal fyrir morð af fyrstu gráðu, eins og það er kallað vestanhafs. Það tók tólf kviðdómendur samanlagt rúman sólarhring, dreifðan á fjóra daga, að verða sammála um úrskurð í málinu. Rittenhouse var sýknaður í öllum liðum, eins og áður hefur komið fram. Gekk erfiðlega hjá saksóknurum Saksóknarar í Kenosha reyndu að mála Rittenhouse sem sjálfskipaðan löggæslumann sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. Hann hefði brotið gegn reglum um skotvopn og verið í Kenosha eftir útgöngubann. Þá bentu þeir á það að Rittenhouse hefði verið með riffil til að verja sjálfan sig, að eigin sögn, en að endingu hafi hann þurft að verja sig út af rifflinum sjálfum. Báðir sem hann skaut til bana eru sagðir hafa reynt að ná byssunni af honum og verjendur Rittenhouse sögðu hann hafa óttast um líf sitt þess vegna. Hér má sjá ítarlega frétt New York Times þar sem rætt er við vitni, þann sem Rittenhouse særði og fógeta Kenosha. Einnig er farið yfir fjölda myndbanda af vettvangi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30 Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Á mótmælum í Kenosha í Wisconsin í fyrra skaut Rittenhouse, sem var þá sautján ára, tvo menn til bana og særði þann þriðja. Þegar úrskurðurinn var lesinn upp mátti sjá Rittenhouse byrja að gráta en í frétt Washington Post segir að fjölskyldumeðlimir þeirra sem hann skaut til bana hafi einnig brostið í grát. Hér má sjá myndband af því þegar niðurstaða kviðdómenda var lesin upp. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, gekk hann þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Ákærður í fimm liðum Rittenhouse var ákærður í fimm liðum og þar á meðal fyrir morð af fyrstu gráðu, eins og það er kallað vestanhafs. Það tók tólf kviðdómendur samanlagt rúman sólarhring, dreifðan á fjóra daga, að verða sammála um úrskurð í málinu. Rittenhouse var sýknaður í öllum liðum, eins og áður hefur komið fram. Gekk erfiðlega hjá saksóknurum Saksóknarar í Kenosha reyndu að mála Rittenhouse sem sjálfskipaðan löggæslumann sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. Hann hefði brotið gegn reglum um skotvopn og verið í Kenosha eftir útgöngubann. Þá bentu þeir á það að Rittenhouse hefði verið með riffil til að verja sjálfan sig, að eigin sögn, en að endingu hafi hann þurft að verja sig út af rifflinum sjálfum. Báðir sem hann skaut til bana eru sagðir hafa reynt að ná byssunni af honum og verjendur Rittenhouse sögðu hann hafa óttast um líf sitt þess vegna. Hér má sjá ítarlega frétt New York Times þar sem rætt er við vitni, þann sem Rittenhouse særði og fógeta Kenosha. Einnig er farið yfir fjölda myndbanda af vettvangi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30 Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
„Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30
Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55
Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42