Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Eiður Þór Árnason skrifar 19. nóvember 2021 16:35 Mikil hreyfing hefur verið á húsnæðismarkaði síðasta eina og hálfa árið. Vísir/Vilhelm Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. Áframhaldandi vaxtahækkanir Seðlabankans gætu haft töluverð áhrif á fjárhag heimila með óverðtryggð íbúðalán og geta áhrifin á greiðslubyrði auðveldlega numið tugum þúsunda. Hafa hækkanirnar mest að segja fyrir fólk sem hefur gengið langt í skuldsetningu. Breytilegir vextir náðu lágmarki í byrjun þessa árs þegar vextir íbúðalána bankanna að meðaltali 3,4%. Í nýju mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar ASÍ er nefnt dæmi um 50 milljóna króna jafngreiðslulán sem var með um 190 þúsund króna greiðslubyrði í upphafi árs. Í dag eru breytilegir vextir í kringum 3,7% og greiðslubyrði lánsins hefur því hækkað um níu þúsund krónur á mánuði. Hefði stýrivaxtahækkun Seðlabankans að öllu leyti miðlast í vexti væru þeir 4,15% og greiðslubyrðin hækkað um 22 þúsund á mánuði. Stýrivextir voru hækkaðir í 2% á miðvikudag en þeir voru 0,75% á í byrjun árs. „Fari stýrivextir áfram hækkandi er ljóst að áhrif vaxtahækkana geta verið veruleg á heimili. Breytilegir óverðtryggðir vextir voru um 6% fyrir heimsfaraldur og gæti greiðslubyrði ofangreinds láns hækkað um rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði þróist vextir í átt að fyrra vaxtastigi,“ segir í mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar ASÍ. Hærra húsnæðisverð vegi upp á móti lægri vöxtum Vaxtastig er í dag lægra en fyrir heimsfaraldur, en á móti hefur húsnæðisverð farið hækkandi. Verð á 90 fermetra íbúð í Reykjavík er í dag að jafnaði um 55,4 milljónir og ef skoðuð er greiðslubyrði af láni sem notað væri til kaupa, með 20% eigið fé, væri mánaðarleg greiðslubyrði í dag 176 þúsund krónur. Ef farið væri aftur til ársins 2017, kostar sambærileg íbúð 40,5 milljónir og greiðslubyrði af láni einnig um 176 þúsund krónur á mánuði af um 12 milljóna lægra láni. Greiðslubyrði fyrstu kaupenda er í dag að raungildi um 12% lægri en árið 2017, samkvæmt greiningu ASÍ. Í mánaðaryfirlitinu segir að áframhaldandi hækkun vaxta muni þrengja verulega að fyrstu kaupendum með aukinni greiðslubyrði á næstu misserum ef spár um þróun fasteignaverðs og vaxta gangi eftir. Kaupendur þyrftu þá að koma inn á markað með sögulega háu raunverði og vaxandi fjármögnunarkostnaði. Líklegt sé að ásókn heimila í verðtryggð lán muni aukast í kjölfarið. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Áframhaldandi vaxtahækkanir Seðlabankans gætu haft töluverð áhrif á fjárhag heimila með óverðtryggð íbúðalán og geta áhrifin á greiðslubyrði auðveldlega numið tugum þúsunda. Hafa hækkanirnar mest að segja fyrir fólk sem hefur gengið langt í skuldsetningu. Breytilegir vextir náðu lágmarki í byrjun þessa árs þegar vextir íbúðalána bankanna að meðaltali 3,4%. Í nýju mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar ASÍ er nefnt dæmi um 50 milljóna króna jafngreiðslulán sem var með um 190 þúsund króna greiðslubyrði í upphafi árs. Í dag eru breytilegir vextir í kringum 3,7% og greiðslubyrði lánsins hefur því hækkað um níu þúsund krónur á mánuði. Hefði stýrivaxtahækkun Seðlabankans að öllu leyti miðlast í vexti væru þeir 4,15% og greiðslubyrðin hækkað um 22 þúsund á mánuði. Stýrivextir voru hækkaðir í 2% á miðvikudag en þeir voru 0,75% á í byrjun árs. „Fari stýrivextir áfram hækkandi er ljóst að áhrif vaxtahækkana geta verið veruleg á heimili. Breytilegir óverðtryggðir vextir voru um 6% fyrir heimsfaraldur og gæti greiðslubyrði ofangreinds láns hækkað um rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði þróist vextir í átt að fyrra vaxtastigi,“ segir í mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar ASÍ. Hærra húsnæðisverð vegi upp á móti lægri vöxtum Vaxtastig er í dag lægra en fyrir heimsfaraldur, en á móti hefur húsnæðisverð farið hækkandi. Verð á 90 fermetra íbúð í Reykjavík er í dag að jafnaði um 55,4 milljónir og ef skoðuð er greiðslubyrði af láni sem notað væri til kaupa, með 20% eigið fé, væri mánaðarleg greiðslubyrði í dag 176 þúsund krónur. Ef farið væri aftur til ársins 2017, kostar sambærileg íbúð 40,5 milljónir og greiðslubyrði af láni einnig um 176 þúsund krónur á mánuði af um 12 milljóna lægra láni. Greiðslubyrði fyrstu kaupenda er í dag að raungildi um 12% lægri en árið 2017, samkvæmt greiningu ASÍ. Í mánaðaryfirlitinu segir að áframhaldandi hækkun vaxta muni þrengja verulega að fyrstu kaupendum með aukinni greiðslubyrði á næstu misserum ef spár um þróun fasteignaverðs og vaxta gangi eftir. Kaupendur þyrftu þá að koma inn á markað með sögulega háu raunverði og vaxandi fjármögnunarkostnaði. Líklegt sé að ásókn heimila í verðtryggð lán muni aukast í kjölfarið.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira