Hvað getur hið opinbera gert til að draga úr verðbólgunni? Ólafur Stephensen skrifar 19. nóvember 2021 11:30 Verðbólgan hefur náð sér á strik undanfarna mánuði. Hún mældist 4,5% í síðasta mánuði og ýmsar spár gera ráð fyrir að hún verði um eða yfir 5% í þessum mánuði. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í vikunni, er því spáð að verðbólga verði yfir 4% langt fram á næsta ár, með öðrum orðum vel yfir markmiði bankans um 2,5%. Hækkanir á húsnæðismarkaði vega sem fyrr þungt í verðbólgunni, en sömuleiðis er talsverð innflutt verðbólga eins og það er kallað, ekki sízt vegna gífurlegra hækkana á flutningskostnaði og hrávöruverði á alþjóðamörkuðum, sem eru flestar með beinum eða óbeinum hætti afleiðing heimsfaraldursins. Birgjar margra innflutningsfyrirtækja hafa hækkað verð og verð á aðföngum til innlendrar framleiðslu hafa sömuleiðis hækkað mikið. Þótt fyrirtæki leggi mikið á sig til að finna leiðir til að lækka annan kostnað og komast hjá því að velta hækkunum út í verðlagið, verður ekki horft framhjá þessari alþjóðlegu þróun. Verðbólgan skerðir hag jafnt fyrirtækja og almennings. Sama á við um vaxtahækkanir, sem eru helzta tæki Seðlabankans til að hafa hemil á verðbólgunni. Stytt í verndaraðgerð fyrir innlenda framleiðendur Við þessar aðstæður ættu stjórnvöld því væntanlega að gera allt sem þau geta til að halda verðlagi niðri. Sumar ákvarðanir þeirra hafa þó áhrif í þveröfuga átt. Undir lok síðasta árs ákvað Alþingi til dæmis að breyta nýju fyrirkomulagi við útboð tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, sem hafði reynzt neytendum til hagsbóta, tímabundið aftur til fyrra horfs. Breytingin var gerð í þeim yfirlýsta tilgangi að hækka verð á innfluttum búvörum og auðvelda þar með innlendum framleiðendum að halda uppi verði á sinni vöru. Þetta óhagstæða útboðsfyrirkomulag á að gilda fram í ágúst á næsta ári. Þegar Alþingi kemur saman hefur það tækifæri til að stytta þann tíma og stuðla þannig að lækkun verðlags. Efnt loforðin um hagstæðara regluverk og skattaumhverfi Allir ríkisstjórnarflokkarnir gáfu fyrirheit fyrir kosningar um einfaldara og hagstæðara regluverk og skattaumhverfi fyrirtækja, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru. Mest myndi fyrirtækin muna um lækkun á tryggingagjaldinu sem lagt er á launagreiðslur. Þegar þingið kemur saman til að afgreiða fjárlagafrumvarp hefur stjórnarmeirihlutinn tækifæri til að efna kosningaloforðin og létta reglubyrði og álögum af fyrirtækjunum. Það myndi auðvelda þeim að velta ekki kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Lækkað fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Líkt og Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bent á, eru sveitarfélögin ekki stikkfrí í umræðunni um efnahagslegan stöðugleika. Þau hafa innheimt milljarða á milljarða ofan í aukna skatta af fyrirtækjum vegna hækkana fasteignamats, sem fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði eru reiknaðir af. Þannig hækkuðu skattgreiðslur fyrirtækjanna til sveitarfélaga um tæplega 70% á sex árum! Þótt sum sveitarfélög hafi orðið við áskorun Félags atvinnurekenda um að lækka álagningarprósentuna á næsta ári til að vega upp á móti hækkunum fasteignamats, virðist algengt að álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í stærri sveitarfélögum landsins hækki um 7-8% á næsta ári, vel umfram verðbólgu. Frá því eru heiðarlegar undantekningar, eins og í Vestmannaeyjum þar sem tekjur bæjarins af atvinnuhúsnæði munu lækka á milli ára. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga hafa víðast hvar ekki verið afgreiddar og enn er tækifæri fyrir sveitarstjórnarmenn að axla ábyrgð og tryggja að hækkun skattbyrði fyritækja vegna atvinnuhúsnæðis verði hófleg. Það myndi líka hjálpa fyrirtækjunum að halda verðlagi stöðugu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Verðlag Íslenska krónan Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan hefur náð sér á strik undanfarna mánuði. Hún mældist 4,5% í síðasta mánuði og ýmsar spár gera ráð fyrir að hún verði um eða yfir 5% í þessum mánuði. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í vikunni, er því spáð að verðbólga verði yfir 4% langt fram á næsta ár, með öðrum orðum vel yfir markmiði bankans um 2,5%. Hækkanir á húsnæðismarkaði vega sem fyrr þungt í verðbólgunni, en sömuleiðis er talsverð innflutt verðbólga eins og það er kallað, ekki sízt vegna gífurlegra hækkana á flutningskostnaði og hrávöruverði á alþjóðamörkuðum, sem eru flestar með beinum eða óbeinum hætti afleiðing heimsfaraldursins. Birgjar margra innflutningsfyrirtækja hafa hækkað verð og verð á aðföngum til innlendrar framleiðslu hafa sömuleiðis hækkað mikið. Þótt fyrirtæki leggi mikið á sig til að finna leiðir til að lækka annan kostnað og komast hjá því að velta hækkunum út í verðlagið, verður ekki horft framhjá þessari alþjóðlegu þróun. Verðbólgan skerðir hag jafnt fyrirtækja og almennings. Sama á við um vaxtahækkanir, sem eru helzta tæki Seðlabankans til að hafa hemil á verðbólgunni. Stytt í verndaraðgerð fyrir innlenda framleiðendur Við þessar aðstæður ættu stjórnvöld því væntanlega að gera allt sem þau geta til að halda verðlagi niðri. Sumar ákvarðanir þeirra hafa þó áhrif í þveröfuga átt. Undir lok síðasta árs ákvað Alþingi til dæmis að breyta nýju fyrirkomulagi við útboð tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, sem hafði reynzt neytendum til hagsbóta, tímabundið aftur til fyrra horfs. Breytingin var gerð í þeim yfirlýsta tilgangi að hækka verð á innfluttum búvörum og auðvelda þar með innlendum framleiðendum að halda uppi verði á sinni vöru. Þetta óhagstæða útboðsfyrirkomulag á að gilda fram í ágúst á næsta ári. Þegar Alþingi kemur saman hefur það tækifæri til að stytta þann tíma og stuðla þannig að lækkun verðlags. Efnt loforðin um hagstæðara regluverk og skattaumhverfi Allir ríkisstjórnarflokkarnir gáfu fyrirheit fyrir kosningar um einfaldara og hagstæðara regluverk og skattaumhverfi fyrirtækja, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru. Mest myndi fyrirtækin muna um lækkun á tryggingagjaldinu sem lagt er á launagreiðslur. Þegar þingið kemur saman til að afgreiða fjárlagafrumvarp hefur stjórnarmeirihlutinn tækifæri til að efna kosningaloforðin og létta reglubyrði og álögum af fyrirtækjunum. Það myndi auðvelda þeim að velta ekki kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Lækkað fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Líkt og Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bent á, eru sveitarfélögin ekki stikkfrí í umræðunni um efnahagslegan stöðugleika. Þau hafa innheimt milljarða á milljarða ofan í aukna skatta af fyrirtækjum vegna hækkana fasteignamats, sem fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði eru reiknaðir af. Þannig hækkuðu skattgreiðslur fyrirtækjanna til sveitarfélaga um tæplega 70% á sex árum! Þótt sum sveitarfélög hafi orðið við áskorun Félags atvinnurekenda um að lækka álagningarprósentuna á næsta ári til að vega upp á móti hækkunum fasteignamats, virðist algengt að álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í stærri sveitarfélögum landsins hækki um 7-8% á næsta ári, vel umfram verðbólgu. Frá því eru heiðarlegar undantekningar, eins og í Vestmannaeyjum þar sem tekjur bæjarins af atvinnuhúsnæði munu lækka á milli ára. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga hafa víðast hvar ekki verið afgreiddar og enn er tækifæri fyrir sveitarstjórnarmenn að axla ábyrgð og tryggja að hækkun skattbyrði fyritækja vegna atvinnuhúsnæðis verði hófleg. Það myndi líka hjálpa fyrirtækjunum að halda verðlagi stöðugu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun