Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 12:30 Peng Shuai og Serena Williams eftir mót í Tyrklandi 2013. getty/Matthew Stockman Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo sagði Peng að Zhang Gaoli, varaforsætisráðherra Kína á árunum 2013-18, um hafa þvingað sig til að þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Þetta er í fyrsta sinn sem jafn háttsettur stjórnmálamaður í Kína er sakaður um kynferðisofbeldi. Skömmu eftir að færslan fór í loftið var henni eytt sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Og frá því færslan birtist hefur Peng ekki sést og ekki er vitað hvar hún er niðurkomin. Fjölmargar tennisstjörnur hafa lýst yfir áhyggjum af Peng, nú síðast Serena. „Ég vona að hún sé örugg og finnist sem fyrst,“ sagði Serena. „Ég er í áfalli yfir þessum fréttum. Þetta verður að vera rannsakað og við verðum að hafa hátt. Ég sendi henni og hennar fjölskyldu ástarkveðjur á þessum erfiðu tímum.“ Kínverski ríkismiðilinn CGTN birti skjáskot af tölvupósti þar sem Peng sagðist vera örugg og ásakanirnar á hendur Zhangs væru ósannar. Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA), Simon Stone, efast stórlega um að Peng hafi skrifað tölvupóstinn. „Yfirlýsingin frá kínverska ríkismiðlinum um Peng Shuai jók enn á áhyggjur mínar af öryggi hennar og hvar hún er niðurkomin. Ég á erfitt með að trúa því að Peng Shuai eða einhver tengdur henni hafi skrifað tölvupóstinn sem við fengum frá henni,“ sagði Simon. Peng var um tíma í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik og komst hæst í 14. sæti heimslistans í einliðaleik. Hún vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna í tvíliðaleik. Tennis Kína Kynferðisofbeldi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo sagði Peng að Zhang Gaoli, varaforsætisráðherra Kína á árunum 2013-18, um hafa þvingað sig til að þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Þetta er í fyrsta sinn sem jafn háttsettur stjórnmálamaður í Kína er sakaður um kynferðisofbeldi. Skömmu eftir að færslan fór í loftið var henni eytt sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Og frá því færslan birtist hefur Peng ekki sést og ekki er vitað hvar hún er niðurkomin. Fjölmargar tennisstjörnur hafa lýst yfir áhyggjum af Peng, nú síðast Serena. „Ég vona að hún sé örugg og finnist sem fyrst,“ sagði Serena. „Ég er í áfalli yfir þessum fréttum. Þetta verður að vera rannsakað og við verðum að hafa hátt. Ég sendi henni og hennar fjölskyldu ástarkveðjur á þessum erfiðu tímum.“ Kínverski ríkismiðilinn CGTN birti skjáskot af tölvupósti þar sem Peng sagðist vera örugg og ásakanirnar á hendur Zhangs væru ósannar. Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA), Simon Stone, efast stórlega um að Peng hafi skrifað tölvupóstinn. „Yfirlýsingin frá kínverska ríkismiðlinum um Peng Shuai jók enn á áhyggjur mínar af öryggi hennar og hvar hún er niðurkomin. Ég á erfitt með að trúa því að Peng Shuai eða einhver tengdur henni hafi skrifað tölvupóstinn sem við fengum frá henni,“ sagði Simon. Peng var um tíma í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik og komst hæst í 14. sæti heimslistans í einliðaleik. Hún vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna í tvíliðaleik.
Tennis Kína Kynferðisofbeldi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira