Létti sig um 33 kíló á einu ári þegar hann var að undirbúa sig að koma út úr skápnum Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2021 10:00 Friðrik Ómar kom formlega út úr skápnum árið 2006 þegar hann var 25 ára. Vísir/vilhelm Friðrik Ómar Hjörleifsson er einn vinsælasti söngvari landsins og hefur verið það heillengi. Friðrik er með skemmtilegri mönnum landsins og nánast alltaf í góðu skapi. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um tímann þegar hann létti sig um rúmlega þrjátíu kíló á einu ári. „Ég kem hingað suður árið 2003 og byrja borða skyr, sem var voðalega vinsælt þá. Það virkaði þó það sé nú töluvert mikill sykur í því. Ég fékk mér einkaþjálfara og þetta gekk nokkuð hratt. Ég fer úr 96 kílóum niður í 63 kíló á svona einu ári,“ segir Friðrik og heldur áfram. „Ég fór ekki í hjáveituaðgerð og gerði þetta bara sjálfur. Í minningunni var ég ekki að svelta mig eða neitt svoleiðis. Það var bara eitthvað svo mikið að gerast hjá mér. Ég var að undirbúa að koma út úr skápnum, ég var hrifinn af strák og þetta gerist allt saman í einum graut. Ég missi þarna sveindóminn 25 ára og hafði ekki verið með konu eða neitt á þessum tíma,“ segir Friðrik sem kom síðan út úr skápnum árið 2006. „Ég var samt búinn að segja mömmu áður og vinum og fleirum. Þau bara fóru að hlægja og vissu þetta tíu árum áður. Þetta var að einhverju leyti erfitt skref því maður býr til svo mikið í hausnum á sér og ákveður fyrir fram hvernig fólk bregst við.“ Friðrik ræður um þennan tíma þegar 19 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um tímann þegar hann létti sig um rúmlega þrjátíu kíló á einu ári. „Ég kem hingað suður árið 2003 og byrja borða skyr, sem var voðalega vinsælt þá. Það virkaði þó það sé nú töluvert mikill sykur í því. Ég fékk mér einkaþjálfara og þetta gekk nokkuð hratt. Ég fer úr 96 kílóum niður í 63 kíló á svona einu ári,“ segir Friðrik og heldur áfram. „Ég fór ekki í hjáveituaðgerð og gerði þetta bara sjálfur. Í minningunni var ég ekki að svelta mig eða neitt svoleiðis. Það var bara eitthvað svo mikið að gerast hjá mér. Ég var að undirbúa að koma út úr skápnum, ég var hrifinn af strák og þetta gerist allt saman í einum graut. Ég missi þarna sveindóminn 25 ára og hafði ekki verið með konu eða neitt á þessum tíma,“ segir Friðrik sem kom síðan út úr skápnum árið 2006. „Ég var samt búinn að segja mömmu áður og vinum og fleirum. Þau bara fóru að hlægja og vissu þetta tíu árum áður. Þetta var að einhverju leyti erfitt skref því maður býr til svo mikið í hausnum á sér og ákveður fyrir fram hvernig fólk bregst við.“ Friðrik ræður um þennan tíma þegar 19 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira