Af hverju vantar hagsmunafélag lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Sigmar Vilhjálmsson skrifar 18. nóvember 2021 15:31 Sá aðili sem ætti að sinna hagsmunamálum alls atvinnulífsins þ.e Samtök Atvinnulífsins (SA) nær ekki að verja hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar hagsmunir þeirra fara ekki saman með hagsmunum stóru fyrirtækjanna. Stór fyrirtæki er mikilvæg fyrir atvinnulífið og oft burðarás í hagvexti en hagsmunir þeirra fara ekki alltaf saman við hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Stóru fyrirtækin geta samt ekki án þessara fyrirtækja verið. Reglur SA eru auk þess þannig að þeir stærstu ráða mestu bæði hvað varðar kjaramál og fjölmörg önnur hagsmunamál svo sem fjármál, regluverk og skattlagningu. Þetta er að koma berlega í ljós þessa dagana. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa setið eftir. Í stuttu máli eru reglur SA og undirfélaga þannig að þau fyrirtæki sem borga mest, ráða mest. Þær reglur hafa ekki breyst í áranna rás og því má segja að með tilkomu risa fyrirtækja m.a. í sjávarútvegi, samþjöppun í verslunargeiranum o.fl. þá hafa lítil og meðalstór fyrirtæki setið eftir. Atkvæðavægi innan SA hefur því færst á færri hendur með tilkomu þessara stóru fyrirtækja og því er SA ekki lengur sú breiðfylking atvinnulífsins sem þau þurfa að vera.. Seðlabankastjóri benti á að SA samdi í raun af sér í síðustu kjarasamningum. Lífskjarasamningurinn er hrópandi dæmi um það hversu litlu sambandi SA er við litla og meðalstóra atvinnulífið í landinu og í raun þann veruleika sem þau búa við. Loksins núna heyrist í SA, en tilefnið er vaxtahækkun seðlabankastjóra sem hefur áhrif á allt atvinnulífið en þar sem þetta bítur fyrst núna á stóru fyrirtækin, eins og óraunhæfar launahækkanir þá fer SA í gang. Loksins eignast lítil og meðalstór fyrirtæki talsmann, - Atvinnufjelagið (AFJ) Lítil og meðalstór fyrirtæki hefðu fyrir löngu þurft hagsmunafélag, umræðu, nýjar aðgerðir og lausnir . Við erum að tala um rúmlega 90% af öllum fyrirtækjum landsins að einyrkjum meðtöldum og mikinn meirihluta starfsfólks í landinu. Um leið og við erum þakklát fyrir að SA sé loksins að láta í sér heyra, þá sýnir þetta svo ekki sé um villst að hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafa ekki fengið athygli innan SA og ekki komist að samningaborðinu þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. Þessi stærð fyrirtækja hafa ekki átt sér hagsmunafélag, fyrr en loksins nú með tilkomu Atvinnufjelagsins AFJ, sem stofnað var þann 31.október s.l Atvinnufjelagið vill samtal við hin ýmsum samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfinguna og ekki síst stjórnvöld hvernig létta þarf álögum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. SA mun ekki beita sér fyrri því, enda óttast félagið að það þýddi hærri álögur á stóru fyrirtækin. Staðan í dag er sú að hlutfallslega eru lítil og meðalstór fyrirtæki að borga miklu miklu meira til samfélagsins. Atvinnufjelagið mun standa vörð um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Til þess að félagið geti það, þá þurfa einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki að skrá sig í félagið. Við fáum góðar undirtektir og félögum fjölgar, en miklu meira þarf til svo við náum sem fyrst að taka af alvöru þátt í að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Við hvetjum því alla að vera með okkur í liði og skrá sig í félagið á heimasíðu félagsins www.afj.is Því fyrr sem fyrirtæki skrá sig í félagið, því fyrr er hægt að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sá aðili sem ætti að sinna hagsmunamálum alls atvinnulífsins þ.e Samtök Atvinnulífsins (SA) nær ekki að verja hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar hagsmunir þeirra fara ekki saman með hagsmunum stóru fyrirtækjanna. Stór fyrirtæki er mikilvæg fyrir atvinnulífið og oft burðarás í hagvexti en hagsmunir þeirra fara ekki alltaf saman við hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Stóru fyrirtækin geta samt ekki án þessara fyrirtækja verið. Reglur SA eru auk þess þannig að þeir stærstu ráða mestu bæði hvað varðar kjaramál og fjölmörg önnur hagsmunamál svo sem fjármál, regluverk og skattlagningu. Þetta er að koma berlega í ljós þessa dagana. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa setið eftir. Í stuttu máli eru reglur SA og undirfélaga þannig að þau fyrirtæki sem borga mest, ráða mest. Þær reglur hafa ekki breyst í áranna rás og því má segja að með tilkomu risa fyrirtækja m.a. í sjávarútvegi, samþjöppun í verslunargeiranum o.fl. þá hafa lítil og meðalstór fyrirtæki setið eftir. Atkvæðavægi innan SA hefur því færst á færri hendur með tilkomu þessara stóru fyrirtækja og því er SA ekki lengur sú breiðfylking atvinnulífsins sem þau þurfa að vera.. Seðlabankastjóri benti á að SA samdi í raun af sér í síðustu kjarasamningum. Lífskjarasamningurinn er hrópandi dæmi um það hversu litlu sambandi SA er við litla og meðalstóra atvinnulífið í landinu og í raun þann veruleika sem þau búa við. Loksins núna heyrist í SA, en tilefnið er vaxtahækkun seðlabankastjóra sem hefur áhrif á allt atvinnulífið en þar sem þetta bítur fyrst núna á stóru fyrirtækin, eins og óraunhæfar launahækkanir þá fer SA í gang. Loksins eignast lítil og meðalstór fyrirtæki talsmann, - Atvinnufjelagið (AFJ) Lítil og meðalstór fyrirtæki hefðu fyrir löngu þurft hagsmunafélag, umræðu, nýjar aðgerðir og lausnir . Við erum að tala um rúmlega 90% af öllum fyrirtækjum landsins að einyrkjum meðtöldum og mikinn meirihluta starfsfólks í landinu. Um leið og við erum þakklát fyrir að SA sé loksins að láta í sér heyra, þá sýnir þetta svo ekki sé um villst að hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafa ekki fengið athygli innan SA og ekki komist að samningaborðinu þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. Þessi stærð fyrirtækja hafa ekki átt sér hagsmunafélag, fyrr en loksins nú með tilkomu Atvinnufjelagsins AFJ, sem stofnað var þann 31.október s.l Atvinnufjelagið vill samtal við hin ýmsum samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfinguna og ekki síst stjórnvöld hvernig létta þarf álögum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. SA mun ekki beita sér fyrri því, enda óttast félagið að það þýddi hærri álögur á stóru fyrirtækin. Staðan í dag er sú að hlutfallslega eru lítil og meðalstór fyrirtæki að borga miklu miklu meira til samfélagsins. Atvinnufjelagið mun standa vörð um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Til þess að félagið geti það, þá þurfa einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki að skrá sig í félagið. Við fáum góðar undirtektir og félögum fjölgar, en miklu meira þarf til svo við náum sem fyrst að taka af alvöru þátt í að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Við hvetjum því alla að vera með okkur í liði og skrá sig í félagið á heimasíðu félagsins www.afj.is Því fyrr sem fyrirtæki skrá sig í félagið, því fyrr er hægt að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar