Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2021 11:31 Shuai Peng er ein skærasta tennisstjarna Kína. getty/Zhong Zhi Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. Ekki hefur sést til Pengs síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína, Zhang Gaoli, um kynferðisofbeldi í byrjun mánaðarins. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo sagði Peng að Zhang hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt eftir að hún fór í loftið sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum af velferð Pengs, þar á meðal tennisstjörnurnar Novak Djokovic og Naomi Osaka. Steve Simon, forseti WTA, sagðist hafa fengið staðfestingu á að Peng sé ekki í hættu en nú grunar hann að ekki sé allt með felldu. Í gær birti ríkismiðilinn the China Global Television Network færslu á Twitter með skjáskoti af tölvupósti sem Peng átti að hafa sent Simon. Þar sagðist hún ekki vera týnd eða í hættu. Hún væri einfaldlega að hvíla sig heima hjá sér og allt væri í fínu lagi. Þá sagði einnig að ásakanirnar á hendur Zhang væru ósannar. Chinese tennis star Peng Shuai has sent an email to Steve Simon, the WTA Chairman & CEO, CGTN has learned. The email reads: pic.twitter.com/uLi6Zd2jDI— CGTN (@CGTNOfficial) November 17, 2021 Færslan sló ekkert á áhyggjur Simons af Peng og hann grunar sterklega að hún hafi ekki skrifað tölvupóstinn. „Yfirlýsingin frá kínverska ríkismiðlinum um Peng Shuai jók enn á áhyggjur mínar af öryggi hennar og hvar hún er niðurkomin. Ég á erfitt með að trúa því að Peng Shuai eða einhver tengdur henni hafi skrifað tölvupóstinn sem við fengum frá henni,“ sagði Simon. Hann sagði að WTA og allir þyrftu raunverulega staðfestingu á því að Peng væri örugg. Hann sagðist hafa margoft reynt að ná í hana en án árangurs. Simon ítrekaði síðan ósk sína um að kínversk yfirvöld myndu rannsaka ásakanir hennar í garð Zhang. Peng, sem var um tíma í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna. Tennis Kynferðisofbeldi Kína Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Ekki hefur sést til Pengs síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína, Zhang Gaoli, um kynferðisofbeldi í byrjun mánaðarins. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo sagði Peng að Zhang hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt eftir að hún fór í loftið sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum af velferð Pengs, þar á meðal tennisstjörnurnar Novak Djokovic og Naomi Osaka. Steve Simon, forseti WTA, sagðist hafa fengið staðfestingu á að Peng sé ekki í hættu en nú grunar hann að ekki sé allt með felldu. Í gær birti ríkismiðilinn the China Global Television Network færslu á Twitter með skjáskoti af tölvupósti sem Peng átti að hafa sent Simon. Þar sagðist hún ekki vera týnd eða í hættu. Hún væri einfaldlega að hvíla sig heima hjá sér og allt væri í fínu lagi. Þá sagði einnig að ásakanirnar á hendur Zhang væru ósannar. Chinese tennis star Peng Shuai has sent an email to Steve Simon, the WTA Chairman & CEO, CGTN has learned. The email reads: pic.twitter.com/uLi6Zd2jDI— CGTN (@CGTNOfficial) November 17, 2021 Færslan sló ekkert á áhyggjur Simons af Peng og hann grunar sterklega að hún hafi ekki skrifað tölvupóstinn. „Yfirlýsingin frá kínverska ríkismiðlinum um Peng Shuai jók enn á áhyggjur mínar af öryggi hennar og hvar hún er niðurkomin. Ég á erfitt með að trúa því að Peng Shuai eða einhver tengdur henni hafi skrifað tölvupóstinn sem við fengum frá henni,“ sagði Simon. Hann sagði að WTA og allir þyrftu raunverulega staðfestingu á því að Peng væri örugg. Hann sagðist hafa margoft reynt að ná í hana en án árangurs. Simon ítrekaði síðan ósk sína um að kínversk yfirvöld myndu rannsaka ásakanir hennar í garð Zhang. Peng, sem var um tíma í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna.
Tennis Kynferðisofbeldi Kína Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira