Aldrei jafn mörg mál til rannsóknar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 21:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu aldrei hafa haft eins mörg mál til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei haft fleiri mál til rannsóknar og afgreiðslutími þeirra er að minnsta kosti helmingi lengri en við teljum æskilegt segir yfirlögregluþjónn. Þá sé alltof algengt að það þurfi að dæma menn í síbrotagæslu. Í fréttum af innbrotahrinu í höfuðborginni fyrri skömmu sögðust íbúar í ýmsum hverfum gruna að sömu aðilar væru að verki og veltu fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að setja viðkomandi aðila í einshvers konar síbrotagæslu. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að það þurfi að uppfylla ákveðnar lagakröfur til að setja brotamenn í slíka gæslu. „Ef við erum komin með brotahrinu á viðkomandi einstakling og höfum sterk sönnunargögn gagnvart honum kemur til greina að setja viðkomandi í síbrotagæslu. Það skiptir hins vegar líka málið hversu alvarleg brotin eru og að þegar sé orðið ljóst að viðkomandi fái Óskilorðsbundinn dóm. Sjálf síbrotagæslan felst svo í gæsluvarðhaldi yfir viðkomandi þar til dómur fellur í máli hans,“ segir Ásgeir. Hann segir að oft sé um að ræða einstaklinga sem tengjast fíkniefnaheiminum eða skipulagri brotastarfsemi. „Það er að mínu mati of algengt að það þurfi að setja fólk í síbrotagæslu. Frá því í haust eru t.d. rannsóknardeildir lögreglustöðvanna búnar að vera með fjóra til sex einstaklinga í síbrotagæslu á hverjum tíma,“ segir Ásgeir. Gríðarlegur fjöldi mála Hann segir að aldrei hafi eins mörg mál borist til rannsóknardeilda lögreglunnar og í ár. „Þetta eru svona tvöþúsund mál hjá okkur sem er u.þ.b. sex mánaða lager hjá okkur,“ segir hann. Hann segir að forgangsraðað sé eftir alvarleika málanna þannig að rannsókn sumra mála taki mun lengri tíma en hálft ár. Ásgeir segir að þetta sé langt í frá óskastaða. Það væri mjög ákjósanlegt ef lagerstaðan væri þannig að við gætum afgreitt málin á helmingi styttri tíma. Ég þyrfti fleiri hendur til að geta sinnt hlutnum eins og ég myndi vilja hafa þá,“ segir Ásgeir. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01 Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Í fréttum af innbrotahrinu í höfuðborginni fyrri skömmu sögðust íbúar í ýmsum hverfum gruna að sömu aðilar væru að verki og veltu fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að setja viðkomandi aðila í einshvers konar síbrotagæslu. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að það þurfi að uppfylla ákveðnar lagakröfur til að setja brotamenn í slíka gæslu. „Ef við erum komin með brotahrinu á viðkomandi einstakling og höfum sterk sönnunargögn gagnvart honum kemur til greina að setja viðkomandi í síbrotagæslu. Það skiptir hins vegar líka málið hversu alvarleg brotin eru og að þegar sé orðið ljóst að viðkomandi fái Óskilorðsbundinn dóm. Sjálf síbrotagæslan felst svo í gæsluvarðhaldi yfir viðkomandi þar til dómur fellur í máli hans,“ segir Ásgeir. Hann segir að oft sé um að ræða einstaklinga sem tengjast fíkniefnaheiminum eða skipulagri brotastarfsemi. „Það er að mínu mati of algengt að það þurfi að setja fólk í síbrotagæslu. Frá því í haust eru t.d. rannsóknardeildir lögreglustöðvanna búnar að vera með fjóra til sex einstaklinga í síbrotagæslu á hverjum tíma,“ segir Ásgeir. Gríðarlegur fjöldi mála Hann segir að aldrei hafi eins mörg mál borist til rannsóknardeilda lögreglunnar og í ár. „Þetta eru svona tvöþúsund mál hjá okkur sem er u.þ.b. sex mánaða lager hjá okkur,“ segir hann. Hann segir að forgangsraðað sé eftir alvarleika málanna þannig að rannsókn sumra mála taki mun lengri tíma en hálft ár. Ásgeir segir að þetta sé langt í frá óskastaða. Það væri mjög ákjósanlegt ef lagerstaðan væri þannig að við gætum afgreitt málin á helmingi styttri tíma. Ég þyrfti fleiri hendur til að geta sinnt hlutnum eins og ég myndi vilja hafa þá,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01 Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01
Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00