Endaði með matareitrun á bifvélaverkstæði í Queens Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 12:50 Þau Alexandra Fanney Jóhannsdóttir og Hermann Hreiðarsson eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Hermann kom auga á Alexöndru þegar hún fór að vinna í sömu byggingu og hann. Hún var fallegasta manneskja sem hann hafði nokkurn tímann augum litið og því gerði hann sér upp ýmsar afsakanir til þess að heimsækja verslunina sem hún var að vinna í. Þegar hann ákvað loks að taka af skarið og hringja í hana, var Alexandra viss um að um símaat væri að ræða. Hermann Hreiðarsson er sannkölluð fótboltagoðsögn. Hann spilaði með íslenska karlalandsliðinu í fimmtán ár. Þá er hann sá Íslendingur sem hefur spilað flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði meðal með Crystal Palace, Charlton og Portsmouth. Undanfarin ár hefur hann snúið sér að þjálfun og er um þessar mundir að undirbúa flutninga til Vestmannaeyja þar sem hann hefur tekið við liði ÍBV. Betri helmingur Hermanns er Alexandra Fanney Jóhannsdóttir. Hún starfaði sem flugfreyja hjá Icelandair en hefur undanfarin ár vera heima með syni þeirra tvo sem þau eignuðust með stuttu millibili. Þau Hermann og Alexandra voru gestir í 31. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Kom og þóttist vera að skoða karlanáttföt Í þættinum segja þau frá því hvernig leiðir þeirra lágu saman í byrjun árs 2017. Hermann var að vinna á skrifstofu Stracta Hotel og Alexandra vann í verslun sem var í sömu byggingu og skrifstofan. „Ég sá hana þarna í búðinni og ég hugsaði bara: „Vá þetta er bara yfirburðar lang, langfallegasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann litið augum“. Þannig ég bara villtist þarna inn öðru hvoru og þóttist vera að skoða karlanáttföt,“ segir Hermann frá. Alexandra segir að sér hafi vissulega þótt Hermann fjallmyndarlegur. Hún var þó hikandi þar sem hún var viss um að hann væri góður með sig. Þau höfðu átt stuttar samræður þegar Hermann kom í verslunina og Alexandra hafði sagt vinkonu sinni að henni þætti hann nú svolítið sætur. „Síðan bara tekur hann upp símann eitt kvöldið og hringir í mig. Ég hélt að þetta væri símaat en hann var bara: „Nei, nei, þetta er Hermann Hreiðarsson“. Ég fer á já.is og þá var þetta bara hann,“ en Alexandra segir símtalið hafa verið frekar fyndið. „Hermann segir ekkert alltaf allt sem hann er að hugsa, heldur gerir bara ráð fyrir því að fólk viti restina. Hann tekur bara upp þráðinn þarna eins og við séum búin að eiga nokkur spjöll um það að byrja að hittast. Þetta var svona smá eins og hann ætti bara að vera hringja í vin sinn til þess að ræða þetta.“ Hermann stökk þannig yfir nokkur skref og gerði Alexöndru strax ljóst að honum litist vel á hana en staðan væri vissulega flókin þar sem það væru börn í spilinu. Hermanni tókst þó greinilega að heilla Alexöndru því hún ákvað að bjóða honum í heimsókn. Óvæntur gestur í New York-ferð „Þar komst ég nú bara strax að því að við ættum svakalegt sameiginlegt passion og það er matur. Hún eldaði handa mér. Mér finnst mjög gott að borða og þetta var allt vel útilátið þannig ég vissi strax að þarna væri eitthvað spennandi í vændum,“ en Hermann segir Alexöndru vera stórkostlegan kokk. Þetta kvöld töluðu þau saman fram á rauða nótt og vissu ekki af sér fyrr en klukkan var orðin sjö um morguninn. Þau fundu samstundis fyrir tengingu sem erfitt er að útskýra. Hermann á tvær unglingsdætur úr fyrra sambandi og Alexandra á einn strák. Þarna tók því við það verkefni að sameina tvær fjölskyldur sem þau segja hafa gengið vel en vissulega krafist tillitsemi. Eftir að Hermann hafði sagt stelpunum sínum tveimur frá Alexöndru bjó hann til sannkallaða hernaðaráætlun um það hvernig þær skyldu hittast. „Eldri stelpan mín var að fara út í skóla í Bandaríkjunum og ég ákvað að fylgja henni og taka þá yngri með. Alexandra var þá að fljúga og við fljúgum til New York með Icelandair og ætlum að stoppa eina nótt þar og hafa gaman og halda síðan áfram til Miami.“ Stelpurnar vissu aftur á móti ekki af því að Alexandra væri að fljúga fyrr en Hermann sagði þeim það á leiðinni út á flugvöll. Hún flaug þó ekki út í sömu vél en átti með þeim skemmtilegt stopp í New York. Þau Hermann og Alexandra elska að ferðast og hafa alls komið til átján áfangastaða saman.Aðsend Endaði inni á klósetti á bifvélaverkstæði í Queens Þegar kom að heimferð fann Alexandra að henni var farið að líða afar illa. Þau voru á leiðinni upp á flugvöll og hún var orðin kófsveitt. „Svo finn ég bara að ég þarf að komast út úr bílnum og þá erum við á hraðbrautinni þar sem eru sjö akreinar áfram og sjö í hina áttina. Við erum þarna í miðjunni og það er bara bíll við bíl í allar áttir og ég er bara að leita að einhverjum runna því ég þarf bara að kasta upp.“ Það fór svo að Alexandra og Hermann hlupu inn á bifvélaverkstæði sem þau fundu í miðju Queens hverfi í New York þar sem Alexandra fann klósett. „Það var eins og klósettið í Fight club. Það var græn flagnandi málning á gólfinu, brotnar flísar, brotið klósett sem var einhvern tíman hvítt en er samt brúnt og bara löng saga stutt, þarna var ryðguð ruslatunna og þar var ég,“ segir Alexandra sem var þarna komin með svæsna matareitrun. Hermann sat því frammi með bifvélavirkjunum í rúma þrjá klukkutíma eða þar til verkstæðinu var lokað og þau voru rekin út. „Þetta var bara mjög erfið staða að vera í og með hann með mér. Ég var bara: „Hvað er lífið að reyna gera mér núna?“.“ Heimilið eins og leikskóli Á þessum tíma var Alexandra ólétt af þeirra fyrsta barni saman, þó svo að það hafi ekki verið ástæða magapestarinnar. Þau eignuðust drenginn Hermann Alex og aðeins ári síðar eignuðust þau annan dreng, Emil Max. „Svo fluttum við inn í þetta hús sem við vorum að gera upp og tókum þá stefnu að hafa bara eins afslappað og þægilegt umhverfi og við gætum. Þannig að heimilið okkar er bara eins og leikskóli. Það eru engir skrautmunir. Ég er ekki með neitt flott dót, ég er bara með bíla í gluggunum og einhverjar dýnur á gólfinu. Þannig þetta er ekki heimili til að bjóða fólki í mat, en ef þú átt krakka, komdu í heimsókn.“ Í þættinum segja þau frá framkvæmdarferlinu og hvernig það gekk að standa í framkvæmdum með tvö lítil börn og tilheyrandi svefnleysi. En þau segja meðal annars frá því þegar þau ákváðu að leggja sig í bílnum einn morguninn fyrir utan Bauhaus. Þau Hermann og Alexandra hafa einnig ferðast mikið saman og hafa þau alls komið til átján áfangastaða saman. Þau eiga því margar góðar ferðasögur og segja meðal annars frá því þegar þau sofnuðu á vindsæng úti á sjó á Ítalíu og vöknuðu við þrumur og eldingar. Í þættinum ræða þau einnig fótboltann, Íslandsdvölina í Covid sem varð að flutningum, búsetuna í Englandi, keppnisskap þeirra beggja og segja bráðfyndna sögu af því hvernig Alexandra hitti tengdapabba sinn í fyrsta sinn við óheppilegar aðstæður. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Hermann og Alexöndru í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Fótbolti Tengdar fréttir Saman í fimmtán ár og hafa aldrei rifist Þau Birkir Már og Stebba kynntust í íþróttafræðinámi á Laugarvatni. Stebbu leist hins vegar ekki á blikuna í fyrstu þegar Birkir gerði henni ljóst hvaða tilfinningar hann bæri til hennar. Hún var tveggja barna móðir og hann þremur árum yngri. Þau smullu þó fljótlega saman og voru flutt inn saman nokkrum mánuðum síðar. 10. nóvember 2021 14:31 Voru ennþá með útivistartíma þegar þau byrjuðu saman Elísabet og Gunnar kynntust í grunnskóla. Þau voru sætisfélagar í ensku og þurfti kennarinn stöðugt að hafa afskipti af þeim þar sem þau gátu ekki hætt að tala saman. Í 10. bekk varð vinskapurinn loks að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru kærustupar. Í dag eiga þau tvö börn saman og eru að hreiðra um sig á Íslandi eftir að hafa verið á faraldsfæti síðustu 12 ár. 3. nóvember 2021 16:14 Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur. 27. október 2021 13:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Hermann Hreiðarsson er sannkölluð fótboltagoðsögn. Hann spilaði með íslenska karlalandsliðinu í fimmtán ár. Þá er hann sá Íslendingur sem hefur spilað flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði meðal með Crystal Palace, Charlton og Portsmouth. Undanfarin ár hefur hann snúið sér að þjálfun og er um þessar mundir að undirbúa flutninga til Vestmannaeyja þar sem hann hefur tekið við liði ÍBV. Betri helmingur Hermanns er Alexandra Fanney Jóhannsdóttir. Hún starfaði sem flugfreyja hjá Icelandair en hefur undanfarin ár vera heima með syni þeirra tvo sem þau eignuðust með stuttu millibili. Þau Hermann og Alexandra voru gestir í 31. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Kom og þóttist vera að skoða karlanáttföt Í þættinum segja þau frá því hvernig leiðir þeirra lágu saman í byrjun árs 2017. Hermann var að vinna á skrifstofu Stracta Hotel og Alexandra vann í verslun sem var í sömu byggingu og skrifstofan. „Ég sá hana þarna í búðinni og ég hugsaði bara: „Vá þetta er bara yfirburðar lang, langfallegasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann litið augum“. Þannig ég bara villtist þarna inn öðru hvoru og þóttist vera að skoða karlanáttföt,“ segir Hermann frá. Alexandra segir að sér hafi vissulega þótt Hermann fjallmyndarlegur. Hún var þó hikandi þar sem hún var viss um að hann væri góður með sig. Þau höfðu átt stuttar samræður þegar Hermann kom í verslunina og Alexandra hafði sagt vinkonu sinni að henni þætti hann nú svolítið sætur. „Síðan bara tekur hann upp símann eitt kvöldið og hringir í mig. Ég hélt að þetta væri símaat en hann var bara: „Nei, nei, þetta er Hermann Hreiðarsson“. Ég fer á já.is og þá var þetta bara hann,“ en Alexandra segir símtalið hafa verið frekar fyndið. „Hermann segir ekkert alltaf allt sem hann er að hugsa, heldur gerir bara ráð fyrir því að fólk viti restina. Hann tekur bara upp þráðinn þarna eins og við séum búin að eiga nokkur spjöll um það að byrja að hittast. Þetta var svona smá eins og hann ætti bara að vera hringja í vin sinn til þess að ræða þetta.“ Hermann stökk þannig yfir nokkur skref og gerði Alexöndru strax ljóst að honum litist vel á hana en staðan væri vissulega flókin þar sem það væru börn í spilinu. Hermanni tókst þó greinilega að heilla Alexöndru því hún ákvað að bjóða honum í heimsókn. Óvæntur gestur í New York-ferð „Þar komst ég nú bara strax að því að við ættum svakalegt sameiginlegt passion og það er matur. Hún eldaði handa mér. Mér finnst mjög gott að borða og þetta var allt vel útilátið þannig ég vissi strax að þarna væri eitthvað spennandi í vændum,“ en Hermann segir Alexöndru vera stórkostlegan kokk. Þetta kvöld töluðu þau saman fram á rauða nótt og vissu ekki af sér fyrr en klukkan var orðin sjö um morguninn. Þau fundu samstundis fyrir tengingu sem erfitt er að útskýra. Hermann á tvær unglingsdætur úr fyrra sambandi og Alexandra á einn strák. Þarna tók því við það verkefni að sameina tvær fjölskyldur sem þau segja hafa gengið vel en vissulega krafist tillitsemi. Eftir að Hermann hafði sagt stelpunum sínum tveimur frá Alexöndru bjó hann til sannkallaða hernaðaráætlun um það hvernig þær skyldu hittast. „Eldri stelpan mín var að fara út í skóla í Bandaríkjunum og ég ákvað að fylgja henni og taka þá yngri með. Alexandra var þá að fljúga og við fljúgum til New York með Icelandair og ætlum að stoppa eina nótt þar og hafa gaman og halda síðan áfram til Miami.“ Stelpurnar vissu aftur á móti ekki af því að Alexandra væri að fljúga fyrr en Hermann sagði þeim það á leiðinni út á flugvöll. Hún flaug þó ekki út í sömu vél en átti með þeim skemmtilegt stopp í New York. Þau Hermann og Alexandra elska að ferðast og hafa alls komið til átján áfangastaða saman.Aðsend Endaði inni á klósetti á bifvélaverkstæði í Queens Þegar kom að heimferð fann Alexandra að henni var farið að líða afar illa. Þau voru á leiðinni upp á flugvöll og hún var orðin kófsveitt. „Svo finn ég bara að ég þarf að komast út úr bílnum og þá erum við á hraðbrautinni þar sem eru sjö akreinar áfram og sjö í hina áttina. Við erum þarna í miðjunni og það er bara bíll við bíl í allar áttir og ég er bara að leita að einhverjum runna því ég þarf bara að kasta upp.“ Það fór svo að Alexandra og Hermann hlupu inn á bifvélaverkstæði sem þau fundu í miðju Queens hverfi í New York þar sem Alexandra fann klósett. „Það var eins og klósettið í Fight club. Það var græn flagnandi málning á gólfinu, brotnar flísar, brotið klósett sem var einhvern tíman hvítt en er samt brúnt og bara löng saga stutt, þarna var ryðguð ruslatunna og þar var ég,“ segir Alexandra sem var þarna komin með svæsna matareitrun. Hermann sat því frammi með bifvélavirkjunum í rúma þrjá klukkutíma eða þar til verkstæðinu var lokað og þau voru rekin út. „Þetta var bara mjög erfið staða að vera í og með hann með mér. Ég var bara: „Hvað er lífið að reyna gera mér núna?“.“ Heimilið eins og leikskóli Á þessum tíma var Alexandra ólétt af þeirra fyrsta barni saman, þó svo að það hafi ekki verið ástæða magapestarinnar. Þau eignuðust drenginn Hermann Alex og aðeins ári síðar eignuðust þau annan dreng, Emil Max. „Svo fluttum við inn í þetta hús sem við vorum að gera upp og tókum þá stefnu að hafa bara eins afslappað og þægilegt umhverfi og við gætum. Þannig að heimilið okkar er bara eins og leikskóli. Það eru engir skrautmunir. Ég er ekki með neitt flott dót, ég er bara með bíla í gluggunum og einhverjar dýnur á gólfinu. Þannig þetta er ekki heimili til að bjóða fólki í mat, en ef þú átt krakka, komdu í heimsókn.“ Í þættinum segja þau frá framkvæmdarferlinu og hvernig það gekk að standa í framkvæmdum með tvö lítil börn og tilheyrandi svefnleysi. En þau segja meðal annars frá því þegar þau ákváðu að leggja sig í bílnum einn morguninn fyrir utan Bauhaus. Þau Hermann og Alexandra hafa einnig ferðast mikið saman og hafa þau alls komið til átján áfangastaða saman. Þau eiga því margar góðar ferðasögur og segja meðal annars frá því þegar þau sofnuðu á vindsæng úti á sjó á Ítalíu og vöknuðu við þrumur og eldingar. Í þættinum ræða þau einnig fótboltann, Íslandsdvölina í Covid sem varð að flutningum, búsetuna í Englandi, keppnisskap þeirra beggja og segja bráðfyndna sögu af því hvernig Alexandra hitti tengdapabba sinn í fyrsta sinn við óheppilegar aðstæður. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Hermann og Alexöndru í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Fótbolti Tengdar fréttir Saman í fimmtán ár og hafa aldrei rifist Þau Birkir Már og Stebba kynntust í íþróttafræðinámi á Laugarvatni. Stebbu leist hins vegar ekki á blikuna í fyrstu þegar Birkir gerði henni ljóst hvaða tilfinningar hann bæri til hennar. Hún var tveggja barna móðir og hann þremur árum yngri. Þau smullu þó fljótlega saman og voru flutt inn saman nokkrum mánuðum síðar. 10. nóvember 2021 14:31 Voru ennþá með útivistartíma þegar þau byrjuðu saman Elísabet og Gunnar kynntust í grunnskóla. Þau voru sætisfélagar í ensku og þurfti kennarinn stöðugt að hafa afskipti af þeim þar sem þau gátu ekki hætt að tala saman. Í 10. bekk varð vinskapurinn loks að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru kærustupar. Í dag eiga þau tvö börn saman og eru að hreiðra um sig á Íslandi eftir að hafa verið á faraldsfæti síðustu 12 ár. 3. nóvember 2021 16:14 Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur. 27. október 2021 13:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Saman í fimmtán ár og hafa aldrei rifist Þau Birkir Már og Stebba kynntust í íþróttafræðinámi á Laugarvatni. Stebbu leist hins vegar ekki á blikuna í fyrstu þegar Birkir gerði henni ljóst hvaða tilfinningar hann bæri til hennar. Hún var tveggja barna móðir og hann þremur árum yngri. Þau smullu þó fljótlega saman og voru flutt inn saman nokkrum mánuðum síðar. 10. nóvember 2021 14:31
Voru ennþá með útivistartíma þegar þau byrjuðu saman Elísabet og Gunnar kynntust í grunnskóla. Þau voru sætisfélagar í ensku og þurfti kennarinn stöðugt að hafa afskipti af þeim þar sem þau gátu ekki hætt að tala saman. Í 10. bekk varð vinskapurinn loks að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru kærustupar. Í dag eiga þau tvö börn saman og eru að hreiðra um sig á Íslandi eftir að hafa verið á faraldsfæti síðustu 12 ár. 3. nóvember 2021 16:14
Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur. 27. október 2021 13:30