Lífið

Badmintongoðsögn hannar jólakort

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elsa við gerð jólakortanna.
Elsa við gerð jólakortanna.

Nýtt jólakort eftir Elsu Nielsen er komið í sölu hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Nýja kortið, Júlaknús, er það þriðja og síðasta í jólakortaseríu sem Elsa hannaði fyrir SOS og gaf samtökunum í þágu góðs málefnis. Elsa hannaði einnig jólakort SOS síðastliðinn tvö ár, Jólahjarta og Jólaskór, og seldust þau upp en eru nú fáanleg aftur.

Elsa er Íslendingum að góðu kunn. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í badminton og keppti á tvennum Ólympíuleikum, 1992 og 1996. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður árið 1999 og hefur hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga fyrir sín störf. Hún var meðal annars útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2016.

Til stóð að leggja niður jólakortasölu hjá SOS Barnaþorpunum á síðasta ári en þá varð stóraukning í sölu kortanna milli ára og því horfið frá þeirri ákvörðun í bili. Jólakortin eru til sölu í vefverslun SOS

Kortin fallegu sem komin eru á sölu.

Listafólk á Íslandi hefur um árabil sérhannað jólakort fyrir SOS á Íslandi og er sala á jólakortum liður í fjáröflun samtakanna sem yfir 30 þúsund Íslendingar styrktu með framlögum á síðasta ári.

SOS Barnaþorpin eru alþjóðleg barnahjálparsamtök sem hafa í 70 ár veitt yfirgefnum börnum staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst og hjálpa jafnframt ósjálfbjarga barnafjölskyldum að standa á eigin fótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×