Innlent

Mikið að gera hjá örvuðum sjúkra­flutninga­­mönnum

Árni Sæberg skrifar
Slökkviliðsmenn fengu örvunarskammt í vikunni sem leið.
Slökkviliðsmenn fengu örvunarskammt í vikunni sem leið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 118 sjúkraflutningum í gær og í nótt. 

Af sjúkraflutningunum 118 voru 26 þeirra tengdir Covid-19. Samkvæmt færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins var óvenjumikið að gera í sjúkraflutningum síðastliðinn sólarhring miðað við venjulega helgi.

Þá segir að minna hafi verið að gera við slökkvistörf en einungis einu útkalli var sinnt með dælubíl.

Með færslunni birtir slökkviliðið mynd af örvunarbólusetningu slökkviliðsmanna sem fram fór í slökkvistöðinni við Skógarhlíð í vikunni.

Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar fengið örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eða klára það á mánudag að sögn yfirlögregluþjóns. Byrjað verður að bjóða almenningi upp á þriðja skammt bóluefnis á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×