Hinn langþráði stjórnarsáttmáli Guðjón Sigurbjartsson skrifar 13. nóvember 2021 16:00 Mörg stór og mikilvæg mál bíða þess að á þeim verði tekið af djörfung og dug. Vonandi hinir þjóðlegu íhaldsflokkarnir sem nú vinna að stjórnarsáttmála sig á og gerast framfarasinnaðir og alþjóðlegir því mikið liggur við fyrir þjóðina. Hér eru nokkur sem spennandi er að sjá hvort og þá hvernig tekið verður á í sáttmálanum. Loftlagsmál Til að verða kolefnishlutlaus þurfum við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) eða binda um 15 milljón tonn (MT) á ári. Fljótvirkustu og hagkvæmustu leiðirnar eru: Endurheimta þarf ónotað votlendi. Þurrkað votlendi losar um 2/3 af losun Íslands eða um 9 MT. Aðeins um 15% af þurrkuðum mýrum eru notaðar. Þó kosta þurfi einhverju til þá er þetta langódýrasta og áhrifaríkasta aðgerðin sem við getum gripið til. Stöðva þarf lausa göngu búfjár. Beitin dregur úr gróðurþekju landsins og minnir góður bindur minna af GHL. Ódýr og góð leið sem líka eykur skjól og fegrar landið. Græðum landið með skógrækt, lúpínu og fleiri leiðum. Ódýrast og áhrifaríkast af þessu er að sá lúpínu. Allt bindur þetta GHL, myndar skjól og fegrar landið. Að sjálfsögðu halda áfram orkuskipum í samgöngum og iðnaði sem reyndar er á dagskránni. Orkumál Opna á möguleikana á stórum vindmyllugörðum á heppilegum stöðum á landinu. Vindorkan er græn og hagkvæm fyrir landið. Þetta getur orðið ný undirstaða undir velmengun landsmanna og dregið úr notkun kola til raforkuframleiðslu annars staðar á hnettinum. Opna á möguleikann á raforkusæstreng til Færeyja og Skotlands, án verulegrar áhættu fyrir ríkissjóð. Það mun nýta okkar orkukerfi betur, stórauka verðmæti okkar orkuauðlinda og gera okkar grænu orku að markaðsvöru í Evrópu, sem draga mun úr notkun mengandi orku þar. Heilbrigðismál Stórbæta heilbrigðisþjónustu með því að fela Sjúkratryggingum (ættu að heita Heilsutryggingar) að semja við einkasjúkrahús á tilteknum sviðum svo sem varðandi liðskiptiaðgerðir. Samkeppni örfar allt kerfið til dáða. Tökum upp viðbótar heilsutryggingar eins og gert hefur verið í Danmörk, Svíþjóð og víðar. Fyrirkomulagið er svipað og varðandi viðbótar lífeyrissparnað. Semja þarf um þetta í næstu kjarasamningum með aðkomu stjórnvalda, sem þurfa að aðlaga skattkerfið. Viðbótar tryggingar tryggja fólki betri fyrirbyggjandi heilsuvernd, styttri bið eftir valkvæðum aðgerðum og fleira. Meira fé kemur í kerfið, það verður skilvirkara og allir fá betri heilbrigðisþjónustu. Landbúnaður Bætum afkomu bænda, lækkum matarútgjöld neytenda með eftirfarandi aðgerðum: Tökum upp grunnstuðning (hærri beingreiðslur) til allra virkra bænda þannig að svari til launa í sambærilegum störfum. Þessi greiðsla verði óháð því hvaða atvinnugrein innan landbúnaðar þeir stunda. Á sama tíma fella niður aðrar stuðningsgreiðslur með tilteknum búgreinum nema í sérstökum tilfellum. Bændum verður frjálst að framleiða það sem þeim hentar og gefur best í aðra hönd. Til viðbótar þarf að umbunum bændum fyrir tiltekin verk svo sem að landgræðslu með lúpínu, skógrækt, endurheimt votlendis, lífræna ræktun og fleira. Fellum á móti niður tolla og vörugjöld á matvæli. Það lækkar matarútgjöld á mann um nálægt 150.000kr. á ári, sem gerir 450.000 kr. á 3ja manna fjölskyldu á ári og kemur ferðaþjónustunni um allt land vel. Hálendið Hálendið verði í raun sameign þjóðarinnar. Skipulag þess og nýtingar verði í þágu almennings í öllu landinu. Skipulagðir verði uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Þeir stytta vegalengdir milli landshluta og opna almenningi aðgang að því. Þeir eru hagkvæmir í PPP framkvæmd þannig að þetta þarf ekki að kosta skattgreiðendur mikið. Þeir auka upplifun ferðamanna og auðvelda þróun ferðaþjónustunnar út um land. Uppfærum aðferðir við ákvarðanatöku varðandi virkjanakosti og tengt kerfi, þannig að eðlilegar niðurstöður fáist á eðlilegum tíma, jafnan í almannahag. Gerum ráð fyrir nokkrum vindmyllugörðum á völdum atviknum stöðum á hálendinu og jafnvel einhverjum vatnsaflsvirkjunum, þó þannig að sem minnst umhverfisáhrif verði. Húsnæðismál Komum lagi á húsnæðismarkaðinn með betri fjármögnun þannig að framboð batni, kostnaðarverð íbúða lækki og dragi úr verðbólumyndun vegna skorts á húsnæði. Margt bendir til þess að það megi gera með bættri fjármögnun byggingariðnaðarins með aðkomu lífeyrissjóða. Að lokum Fleira mætti nefna. Það verður áhugavert að sjá hversu langt væntanleg ríkisstjórn kemst með þessi brýnu verkefni á næstu fjórum árum. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Heilbrigðismál Landbúnaður Húsnæðismál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Mörg stór og mikilvæg mál bíða þess að á þeim verði tekið af djörfung og dug. Vonandi hinir þjóðlegu íhaldsflokkarnir sem nú vinna að stjórnarsáttmála sig á og gerast framfarasinnaðir og alþjóðlegir því mikið liggur við fyrir þjóðina. Hér eru nokkur sem spennandi er að sjá hvort og þá hvernig tekið verður á í sáttmálanum. Loftlagsmál Til að verða kolefnishlutlaus þurfum við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) eða binda um 15 milljón tonn (MT) á ári. Fljótvirkustu og hagkvæmustu leiðirnar eru: Endurheimta þarf ónotað votlendi. Þurrkað votlendi losar um 2/3 af losun Íslands eða um 9 MT. Aðeins um 15% af þurrkuðum mýrum eru notaðar. Þó kosta þurfi einhverju til þá er þetta langódýrasta og áhrifaríkasta aðgerðin sem við getum gripið til. Stöðva þarf lausa göngu búfjár. Beitin dregur úr gróðurþekju landsins og minnir góður bindur minna af GHL. Ódýr og góð leið sem líka eykur skjól og fegrar landið. Græðum landið með skógrækt, lúpínu og fleiri leiðum. Ódýrast og áhrifaríkast af þessu er að sá lúpínu. Allt bindur þetta GHL, myndar skjól og fegrar landið. Að sjálfsögðu halda áfram orkuskipum í samgöngum og iðnaði sem reyndar er á dagskránni. Orkumál Opna á möguleikana á stórum vindmyllugörðum á heppilegum stöðum á landinu. Vindorkan er græn og hagkvæm fyrir landið. Þetta getur orðið ný undirstaða undir velmengun landsmanna og dregið úr notkun kola til raforkuframleiðslu annars staðar á hnettinum. Opna á möguleikann á raforkusæstreng til Færeyja og Skotlands, án verulegrar áhættu fyrir ríkissjóð. Það mun nýta okkar orkukerfi betur, stórauka verðmæti okkar orkuauðlinda og gera okkar grænu orku að markaðsvöru í Evrópu, sem draga mun úr notkun mengandi orku þar. Heilbrigðismál Stórbæta heilbrigðisþjónustu með því að fela Sjúkratryggingum (ættu að heita Heilsutryggingar) að semja við einkasjúkrahús á tilteknum sviðum svo sem varðandi liðskiptiaðgerðir. Samkeppni örfar allt kerfið til dáða. Tökum upp viðbótar heilsutryggingar eins og gert hefur verið í Danmörk, Svíþjóð og víðar. Fyrirkomulagið er svipað og varðandi viðbótar lífeyrissparnað. Semja þarf um þetta í næstu kjarasamningum með aðkomu stjórnvalda, sem þurfa að aðlaga skattkerfið. Viðbótar tryggingar tryggja fólki betri fyrirbyggjandi heilsuvernd, styttri bið eftir valkvæðum aðgerðum og fleira. Meira fé kemur í kerfið, það verður skilvirkara og allir fá betri heilbrigðisþjónustu. Landbúnaður Bætum afkomu bænda, lækkum matarútgjöld neytenda með eftirfarandi aðgerðum: Tökum upp grunnstuðning (hærri beingreiðslur) til allra virkra bænda þannig að svari til launa í sambærilegum störfum. Þessi greiðsla verði óháð því hvaða atvinnugrein innan landbúnaðar þeir stunda. Á sama tíma fella niður aðrar stuðningsgreiðslur með tilteknum búgreinum nema í sérstökum tilfellum. Bændum verður frjálst að framleiða það sem þeim hentar og gefur best í aðra hönd. Til viðbótar þarf að umbunum bændum fyrir tiltekin verk svo sem að landgræðslu með lúpínu, skógrækt, endurheimt votlendis, lífræna ræktun og fleira. Fellum á móti niður tolla og vörugjöld á matvæli. Það lækkar matarútgjöld á mann um nálægt 150.000kr. á ári, sem gerir 450.000 kr. á 3ja manna fjölskyldu á ári og kemur ferðaþjónustunni um allt land vel. Hálendið Hálendið verði í raun sameign þjóðarinnar. Skipulag þess og nýtingar verði í þágu almennings í öllu landinu. Skipulagðir verði uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Þeir stytta vegalengdir milli landshluta og opna almenningi aðgang að því. Þeir eru hagkvæmir í PPP framkvæmd þannig að þetta þarf ekki að kosta skattgreiðendur mikið. Þeir auka upplifun ferðamanna og auðvelda þróun ferðaþjónustunnar út um land. Uppfærum aðferðir við ákvarðanatöku varðandi virkjanakosti og tengt kerfi, þannig að eðlilegar niðurstöður fáist á eðlilegum tíma, jafnan í almannahag. Gerum ráð fyrir nokkrum vindmyllugörðum á völdum atviknum stöðum á hálendinu og jafnvel einhverjum vatnsaflsvirkjunum, þó þannig að sem minnst umhverfisáhrif verði. Húsnæðismál Komum lagi á húsnæðismarkaðinn með betri fjármögnun þannig að framboð batni, kostnaðarverð íbúða lækki og dragi úr verðbólumyndun vegna skorts á húsnæði. Margt bendir til þess að það megi gera með bættri fjármögnun byggingariðnaðarins með aðkomu lífeyrissjóða. Að lokum Fleira mætti nefna. Það verður áhugavert að sjá hversu langt væntanleg ríkisstjórn kemst með þessi brýnu verkefni á næstu fjórum árum. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun