Fleiri hjúkrunarfræðingar, fleiri rúm Kristján Ingimarsson skrifar 14. nóvember 2021 07:03 Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum um 200. Gerum það.Þetta er skýrt markmið sem heilbrigðisyfirvöld ættu að setja sér að ná og það þarf ekki að vera ýkja flókið að ná þessu markmiði. Grunnforsendurnar til að ná því eru að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun og bæta aðgengi að námi í hjúkrunarfræði. Samkvæmt framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum vantar um 200 hjúkrunarfræðinga til starfa og skortur á hjúkrunarfræðingum veldur því að ekki er hægt að fjölga hjúkrunarrýmum.Árið 2009 voru 900 legurými á landspítalanum en nú eru þau rúmlega 600. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað og þörfin fyrir fleiri rúm hefur aukist. Nú er verið að byggja við Landspítalann og gert er ráð fyrir því að þegar búið er að taka viðbygginginguna í notkun verði spítalinn með færri legurými en eru í dag.Hvernig það á að verða til bóta er erfitt að sjá. Þessi skortur á legurýmum kemur illa niður á bráðamóttökunni þar sem fólk er að kikna undan álagi og deildin situr uppi með sjúklnga sem ættu að vera annarsstaðar. Þegar búið er að greina fólk á bráðamóttökunni þá þarf það að komast eitthvað annað, mögulega heim til sín eða leggjast inn á viðeigandi deild þar sem sjúklingar fá viðeigandi þjónustu. Bráðamóttakan hefur 36 pláss og oft á tíðum er hún full af sjúklingum sem ættu að vera á viðeigandi legudeild en ekki bráðamóttöku. Staðan er oft þannig að kannski 1 – 2 rúm eru laus á bráðamóttökunni í upphafi dags en um 80 manns koma á bráðamóttökuna á degi hverjum. Plássleysið er þannig að starfsfólk getur varla snúið sér við án þess að reka sig í sjúkling afleiðingin er sú að mikill þrýstingur á að útskrifa fólk til þess að losa um pláss. Þetta býr til aukið álag, aukna hættu á mistökum og aukið óöryggi til viðbótar við það sem nú þegar er til staðar. Til þess að hægt sé að fjölga legurýmum þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum. Það er hægt að gera með því að semja við þá um betri laun og gera ráðstafanir til að útskrifa fleiri húkrunarfræðinga. Í stað þess að hafa takmarkanir og kvóta inn í hjúkrunarmenntun þarf að auðvelda aðgengi að hjúkrunarmenntun. Þegar það liggur svona ljóst fyrir og oft hefur verið bent á að það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum, þá leitar sú spurning á fólk: Af hverju er það ekki gert? Fjölgum hjúkrunarfræðingum. Höfundur er fiskeldisfræðingur og situr í heimastjórn Djúpavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum um 200. Gerum það.Þetta er skýrt markmið sem heilbrigðisyfirvöld ættu að setja sér að ná og það þarf ekki að vera ýkja flókið að ná þessu markmiði. Grunnforsendurnar til að ná því eru að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun og bæta aðgengi að námi í hjúkrunarfræði. Samkvæmt framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum vantar um 200 hjúkrunarfræðinga til starfa og skortur á hjúkrunarfræðingum veldur því að ekki er hægt að fjölga hjúkrunarrýmum.Árið 2009 voru 900 legurými á landspítalanum en nú eru þau rúmlega 600. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað og þörfin fyrir fleiri rúm hefur aukist. Nú er verið að byggja við Landspítalann og gert er ráð fyrir því að þegar búið er að taka viðbygginginguna í notkun verði spítalinn með færri legurými en eru í dag.Hvernig það á að verða til bóta er erfitt að sjá. Þessi skortur á legurýmum kemur illa niður á bráðamóttökunni þar sem fólk er að kikna undan álagi og deildin situr uppi með sjúklnga sem ættu að vera annarsstaðar. Þegar búið er að greina fólk á bráðamóttökunni þá þarf það að komast eitthvað annað, mögulega heim til sín eða leggjast inn á viðeigandi deild þar sem sjúklingar fá viðeigandi þjónustu. Bráðamóttakan hefur 36 pláss og oft á tíðum er hún full af sjúklingum sem ættu að vera á viðeigandi legudeild en ekki bráðamóttöku. Staðan er oft þannig að kannski 1 – 2 rúm eru laus á bráðamóttökunni í upphafi dags en um 80 manns koma á bráðamóttökuna á degi hverjum. Plássleysið er þannig að starfsfólk getur varla snúið sér við án þess að reka sig í sjúkling afleiðingin er sú að mikill þrýstingur á að útskrifa fólk til þess að losa um pláss. Þetta býr til aukið álag, aukna hættu á mistökum og aukið óöryggi til viðbótar við það sem nú þegar er til staðar. Til þess að hægt sé að fjölga legurýmum þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum. Það er hægt að gera með því að semja við þá um betri laun og gera ráðstafanir til að útskrifa fleiri húkrunarfræðinga. Í stað þess að hafa takmarkanir og kvóta inn í hjúkrunarmenntun þarf að auðvelda aðgengi að hjúkrunarmenntun. Þegar það liggur svona ljóst fyrir og oft hefur verið bent á að það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum, þá leitar sú spurning á fólk: Af hverju er það ekki gert? Fjölgum hjúkrunarfræðingum. Höfundur er fiskeldisfræðingur og situr í heimastjórn Djúpavogs.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun