Fleiri hjúkrunarfræðingar, fleiri rúm Kristján Ingimarsson skrifar 14. nóvember 2021 07:03 Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum um 200. Gerum það.Þetta er skýrt markmið sem heilbrigðisyfirvöld ættu að setja sér að ná og það þarf ekki að vera ýkja flókið að ná þessu markmiði. Grunnforsendurnar til að ná því eru að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun og bæta aðgengi að námi í hjúkrunarfræði. Samkvæmt framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum vantar um 200 hjúkrunarfræðinga til starfa og skortur á hjúkrunarfræðingum veldur því að ekki er hægt að fjölga hjúkrunarrýmum.Árið 2009 voru 900 legurými á landspítalanum en nú eru þau rúmlega 600. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað og þörfin fyrir fleiri rúm hefur aukist. Nú er verið að byggja við Landspítalann og gert er ráð fyrir því að þegar búið er að taka viðbygginginguna í notkun verði spítalinn með færri legurými en eru í dag.Hvernig það á að verða til bóta er erfitt að sjá. Þessi skortur á legurýmum kemur illa niður á bráðamóttökunni þar sem fólk er að kikna undan álagi og deildin situr uppi með sjúklnga sem ættu að vera annarsstaðar. Þegar búið er að greina fólk á bráðamóttökunni þá þarf það að komast eitthvað annað, mögulega heim til sín eða leggjast inn á viðeigandi deild þar sem sjúklingar fá viðeigandi þjónustu. Bráðamóttakan hefur 36 pláss og oft á tíðum er hún full af sjúklingum sem ættu að vera á viðeigandi legudeild en ekki bráðamóttöku. Staðan er oft þannig að kannski 1 – 2 rúm eru laus á bráðamóttökunni í upphafi dags en um 80 manns koma á bráðamóttökuna á degi hverjum. Plássleysið er þannig að starfsfólk getur varla snúið sér við án þess að reka sig í sjúkling afleiðingin er sú að mikill þrýstingur á að útskrifa fólk til þess að losa um pláss. Þetta býr til aukið álag, aukna hættu á mistökum og aukið óöryggi til viðbótar við það sem nú þegar er til staðar. Til þess að hægt sé að fjölga legurýmum þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum. Það er hægt að gera með því að semja við þá um betri laun og gera ráðstafanir til að útskrifa fleiri húkrunarfræðinga. Í stað þess að hafa takmarkanir og kvóta inn í hjúkrunarmenntun þarf að auðvelda aðgengi að hjúkrunarmenntun. Þegar það liggur svona ljóst fyrir og oft hefur verið bent á að það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum, þá leitar sú spurning á fólk: Af hverju er það ekki gert? Fjölgum hjúkrunarfræðingum. Höfundur er fiskeldisfræðingur og situr í heimastjórn Djúpavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum um 200. Gerum það.Þetta er skýrt markmið sem heilbrigðisyfirvöld ættu að setja sér að ná og það þarf ekki að vera ýkja flókið að ná þessu markmiði. Grunnforsendurnar til að ná því eru að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun og bæta aðgengi að námi í hjúkrunarfræði. Samkvæmt framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum vantar um 200 hjúkrunarfræðinga til starfa og skortur á hjúkrunarfræðingum veldur því að ekki er hægt að fjölga hjúkrunarrýmum.Árið 2009 voru 900 legurými á landspítalanum en nú eru þau rúmlega 600. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað og þörfin fyrir fleiri rúm hefur aukist. Nú er verið að byggja við Landspítalann og gert er ráð fyrir því að þegar búið er að taka viðbygginginguna í notkun verði spítalinn með færri legurými en eru í dag.Hvernig það á að verða til bóta er erfitt að sjá. Þessi skortur á legurýmum kemur illa niður á bráðamóttökunni þar sem fólk er að kikna undan álagi og deildin situr uppi með sjúklnga sem ættu að vera annarsstaðar. Þegar búið er að greina fólk á bráðamóttökunni þá þarf það að komast eitthvað annað, mögulega heim til sín eða leggjast inn á viðeigandi deild þar sem sjúklingar fá viðeigandi þjónustu. Bráðamóttakan hefur 36 pláss og oft á tíðum er hún full af sjúklingum sem ættu að vera á viðeigandi legudeild en ekki bráðamóttöku. Staðan er oft þannig að kannski 1 – 2 rúm eru laus á bráðamóttökunni í upphafi dags en um 80 manns koma á bráðamóttökuna á degi hverjum. Plássleysið er þannig að starfsfólk getur varla snúið sér við án þess að reka sig í sjúkling afleiðingin er sú að mikill þrýstingur á að útskrifa fólk til þess að losa um pláss. Þetta býr til aukið álag, aukna hættu á mistökum og aukið óöryggi til viðbótar við það sem nú þegar er til staðar. Til þess að hægt sé að fjölga legurýmum þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum. Það er hægt að gera með því að semja við þá um betri laun og gera ráðstafanir til að útskrifa fleiri húkrunarfræðinga. Í stað þess að hafa takmarkanir og kvóta inn í hjúkrunarmenntun þarf að auðvelda aðgengi að hjúkrunarmenntun. Þegar það liggur svona ljóst fyrir og oft hefur verið bent á að það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum, þá leitar sú spurning á fólk: Af hverju er það ekki gert? Fjölgum hjúkrunarfræðingum. Höfundur er fiskeldisfræðingur og situr í heimastjórn Djúpavogs.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar