Innlent

Sýknaður af á­kæru um heimilis­of­beldi og kyn­ferðis­brot í Lands­rétti

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Landsréttur.
Landsréttur. Vísir/Vilhelm

Landsréttur sýknaði nýlega mann af ákæru um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. Maðurinn hafði áður verið sakfelldur fyrir brotin í héraðsdómi og dæmdur í tveggja ára fangelsi.

Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og kynferðisbrot, talinn hafa ráðist að þáverandi kærustu, beitt hana ofbeldi og haft í hótunum. Kynferðisbrotið fólst í ítrekuðum ummælum, sem talin voru hafa geta sært blygðunarsemi konunnar. Landsréttur taldi ummælin hins vegar ekki af kynferðislegum toga.

Landsréttur taldi einnig ósannað að ákærði hafi ítrekað slegið konuna í líkama en héraðsdómur hafði áður sakfellt fyrir háttsemina. Í dóminum segir að þau séu ein til frásagnar um atburði málsins og verði vafi metinn ákærða í hag. Verði hann því sýknaður af þeirri kröfu.

Hótanir ekki sært blygðunarsemi

Ákærði var hins vegar sakfelldur fyrir hótanir en talið var sannað að hann hafi hótað konunni í fjölmörg skipti. Ummælin voru þó ekki talin hafa sært blygðunarsemi konunnar, en þó til þess fallin að vekja ótta um líf og heilbrigði.

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir fíkni- og vopnalagabrot en lögregla fann hnúiajárn með áföstu hnífsblaði, öxi og kaststjörnur auk kókaíns, morfíns og stera við leit á heimili mannsins. Þá rauf ákærði skilorð vegna fyrri dóms og taldi Landsréttur hæfilegt að hann sætti átján mánaða fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×