Beraði kynfærin í viðurvist ungrar stúlku að loknum ljósatíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2021 16:02 Karlmaðurinn sagðist glíma við húðsjúkdóm og því færi hann í ljós. Getty Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa berað og handleikið kynfæri sín fyrir utan sólbaðsstofu í Reykjavík hvar ung stúlka var við störf. Þótti hann hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar. Það var laugardagsmorguninn 13. júlí 2019 sem lögreglu barst tilkynning um karlmann sem væri að fróa sér fyrir utan sólbaðsstofuna. Lögregla hitti starfsmann sem lýsti því að karlmaðurinn hefði gert það beint fyrir utan glugga stofunnar, hvar hún sat við vinnu. Hún lýsti manninum og þekkti nafn hans en hann hefði verið nýkominn úr ljósatíma. Hann hefði svo yfirgefið svæðið á reiðhjóli sínu. Viðkomandi var skömmu síðar stöðvaður við Álfheima. Hann neitaði að hafa verið að fróa sér heldur hefði hann klórað sér í pungnum sökum kláða. Hann reyndist verulega ölvaður þegar hann var látinn blása. Stúlkan lýsti því að karlmaðurinn hefði verið rólegur og kurteis en þó angað af áfengi. Hann hefði starað á hana fyrir utan gluggann eftir að hann yfirgaf svæðið, sett hönd inn um buxnaklauf og viðhaft kynferðislegar hreyfingar. Það hefði staðið yfir í dágóða stund en hún reynt að hundsa hann. Eftir nokkurn tíma hefði hann tekið liminn út um klaufina. Þá hefði hún hringt á lögreglu. Á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum sást hvar karlmaðurinn stóð fyrir utan sólbaðsstofuna, setti hönd inn um klaufina og kippti félaganum út. Karlmaðurinn sagðist hafa verið mjög drukkinn eftir skemmtun kvöldið áður og nýgenginn í gegnum sambandsslit. Hann hefði verið sveittur og klístraður eftir ljósatímann og því verið að hagræða pungnum. Hegðunin hefði ekki beinst gegn neinum. Hann vissi ekki hvernig það hefði gerst að limurinn hefði verið úti. Þá bætti hann við fyrir Landsrétti að hann hefði verið í slæmum félagsskap á þessum tíma og átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefði nú snúið við blaðinu. Bæði héraðsdómur og Landsréttur töldu sannað að karlmaðurinn hefði berað og handleikið kynfæri sín. Háttsemin hefði beinst gegn stúlkunni. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það var laugardagsmorguninn 13. júlí 2019 sem lögreglu barst tilkynning um karlmann sem væri að fróa sér fyrir utan sólbaðsstofuna. Lögregla hitti starfsmann sem lýsti því að karlmaðurinn hefði gert það beint fyrir utan glugga stofunnar, hvar hún sat við vinnu. Hún lýsti manninum og þekkti nafn hans en hann hefði verið nýkominn úr ljósatíma. Hann hefði svo yfirgefið svæðið á reiðhjóli sínu. Viðkomandi var skömmu síðar stöðvaður við Álfheima. Hann neitaði að hafa verið að fróa sér heldur hefði hann klórað sér í pungnum sökum kláða. Hann reyndist verulega ölvaður þegar hann var látinn blása. Stúlkan lýsti því að karlmaðurinn hefði verið rólegur og kurteis en þó angað af áfengi. Hann hefði starað á hana fyrir utan gluggann eftir að hann yfirgaf svæðið, sett hönd inn um buxnaklauf og viðhaft kynferðislegar hreyfingar. Það hefði staðið yfir í dágóða stund en hún reynt að hundsa hann. Eftir nokkurn tíma hefði hann tekið liminn út um klaufina. Þá hefði hún hringt á lögreglu. Á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum sást hvar karlmaðurinn stóð fyrir utan sólbaðsstofuna, setti hönd inn um klaufina og kippti félaganum út. Karlmaðurinn sagðist hafa verið mjög drukkinn eftir skemmtun kvöldið áður og nýgenginn í gegnum sambandsslit. Hann hefði verið sveittur og klístraður eftir ljósatímann og því verið að hagræða pungnum. Hegðunin hefði ekki beinst gegn neinum. Hann vissi ekki hvernig það hefði gerst að limurinn hefði verið úti. Þá bætti hann við fyrir Landsrétti að hann hefði verið í slæmum félagsskap á þessum tíma og átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefði nú snúið við blaðinu. Bæði héraðsdómur og Landsréttur töldu sannað að karlmaðurinn hefði berað og handleikið kynfæri sín. Háttsemin hefði beinst gegn stúlkunni. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira