Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti Hönnu og saman skoðuðu þær stefnur og strauma á íslenskum heimilum og þar kom ýmislegt skemmtilegt í ljós.
Grái liturinn sem hefur verið allsráðandi er enn í tísku en á sama tíma eru einnig fleiri litir sem hafa komið sterkir inn samkvæmt Hönnu Ingibjörgu. Innréttingar og húsgögn eru orðin gríðarlega fjölbreytt, allt eftir stíl hvers og eins.
„Það er mjög skemmtilegt að segja frá því að panell er kominn aftur og er svolítið mikið í tísku. Við sjáum það á mörgum heimilum.“