Prófuðu nýjan flugtaxa í Seoul Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2021 12:03 Flugtaxa þýska fyrirtækisins Volocopter 2X flogið á Gimpo-flugvellinum í Seoul í morgun. AP/Lee Jin-man Kerfi til að stjórna smáþyrlum sem yfirvöld í Suður-Kóreu vonast til að verði notaðar sem flugtaxar á næstu árum, var sýnt í Seoul í morgun. Ráðmenn í landinu vonast til þess að fólk verði farið að fljúga um í massavís árið 2025. Ríkisstjórn Suður-Kóreu tilkynnti í fyrra áætlun um að hefja almenna notkun smáþyrla fyrir árið 2025. Til stendur að nota þær til að ferja fólk sérstaklega frá mikið notuðum flugvöllum til miðborgar Seoul. Samkvæmt frétt Reuters áætlar samgönguráðuneyti Suður-Kóreu að slík þjónusta gæti stytt ferðatíma úr klukkustund í bíl í um tuttugu mínútur í lofti. Noh Hyeong-ouk, samgönguráðherra, fylgdist með sýningunni í morgun en hann sagði í yfirlýsingu að þar sem búist væri við því að notkun þyrlna eins og þeirrar sem sýnd var muni aukast verulega á næstu árum, sé mjög mikilvægt að gera tilraunir með þær við allar aðstæður. Auk þess að sýna eina smáþyrlu sem flogið var um svæðið, var líkan annarrar frá þarlendu fyrirtæki sýnt í Seoul í morgun. Sú þyrla á að vera fimm sæta og eiga fyrstu flugtilraunirnar að hefjast á næsta ári. Þar að auki var sýnd tækni sem nota á til að fylgjast með og stýra umferð smáþyrlna. Sömuleiðis voru sýnd ljós sem nota á til að merkja flugvelli fyrir smáþyrlur. Hér að neðan má sjá smáþyrlu Volocopter á flugi. Þyrlan er tveggja sæta og getur bæði verið flogið af flugmanni og flogið sjálfvirkt. > Ráðuneytið áætlar að far frá Incheon alþjóðaflugvellinum í Seoul, til miðborgarinnar, muni kosta um 93 Bandaríkjadali þegar ferðirnar hefjast árið 2025. Verðið muni svo lækka þegar árin líða.
Ríkisstjórn Suður-Kóreu tilkynnti í fyrra áætlun um að hefja almenna notkun smáþyrla fyrir árið 2025. Til stendur að nota þær til að ferja fólk sérstaklega frá mikið notuðum flugvöllum til miðborgar Seoul. Samkvæmt frétt Reuters áætlar samgönguráðuneyti Suður-Kóreu að slík þjónusta gæti stytt ferðatíma úr klukkustund í bíl í um tuttugu mínútur í lofti. Noh Hyeong-ouk, samgönguráðherra, fylgdist með sýningunni í morgun en hann sagði í yfirlýsingu að þar sem búist væri við því að notkun þyrlna eins og þeirrar sem sýnd var muni aukast verulega á næstu árum, sé mjög mikilvægt að gera tilraunir með þær við allar aðstæður. Auk þess að sýna eina smáþyrlu sem flogið var um svæðið, var líkan annarrar frá þarlendu fyrirtæki sýnt í Seoul í morgun. Sú þyrla á að vera fimm sæta og eiga fyrstu flugtilraunirnar að hefjast á næsta ári. Þar að auki var sýnd tækni sem nota á til að fylgjast með og stýra umferð smáþyrlna. Sömuleiðis voru sýnd ljós sem nota á til að merkja flugvelli fyrir smáþyrlur. Hér að neðan má sjá smáþyrlu Volocopter á flugi. Þyrlan er tveggja sæta og getur bæði verið flogið af flugmanni og flogið sjálfvirkt. > Ráðuneytið áætlar að far frá Incheon alþjóðaflugvellinum í Seoul, til miðborgarinnar, muni kosta um 93 Bandaríkjadali þegar ferðirnar hefjast árið 2025. Verðið muni svo lækka þegar árin líða.
Suður-Kórea Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira