Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2021 09:04 Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu mælist nú um 38,7 dagar sem er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Vísir/Vilhelm Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. Frá þessu segir í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Alls voru gefnir út 1.054 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á landinu öllu í september samanborið við 952 í ágúst. Fáar íbúðir á sölu Í skýrslunni segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi kaupsamningarnir verið 635 talsins samanborið við 974 í september í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt upp á nærri 35 prósent frá því í fyrra eru umsvif meiri en á sama tíma á meðalári. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn verið á pari við metmánuðinn í fyrra og annars staðar á landinu er fjöldinn rétt undir metmánuðinum. „Í byrjun nóvember voru aðeins um 1.320 íbúðir auglýstar til sölu á landinu öllu en til samanburðar voru þær yfir 1.400 í byrjun septembermánaðar og nærri 4.000 þegar mest var í lok maí 2020. Þar af eru um 640 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en þær voru um 680 í byrjun september og 2.200 í maí 2020. Á undanförnum mánuðum hefur íbúðum í fjölbýli haldið áfram að fækka hratt en fjöldi sérbýla hefur verið að sveiflast á milli 150 og 230. Á landsbyggðinni hefur íbúðum til sölu í fjölbýli fækkað hratt undanfarna mánuði. Ef horft er á ársbreytingu á framboði íbúða þá hefur íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 61,4% en á landsbyggðinni hefur þeim fækkað um 65,6%. Framboð af sérbýlum hefur dregist saman um 22,5% á höfuðborgarsvæðinu, en 44,7% á landsbyggðinni.“ Fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í skýrslunni segir ennfremur að hlutfall íbúða sem seljist yfir ásettu verði hækki á ný eftir lækkun síðustu mánuði. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust 40,7% íbúða yfir ásettu verði, en svo hátt hefur hlutfallið ekki mælst áður. Miðað við 3 mánaða meðaltal seldust sérbýli í 38% tilfella yfir ásettu verði en íbúðir í fjölbýli í um 36% tilfella. Á landsbyggðinni í heild, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, seldust sérbýli í um 22% tilfella yfir ásettu verði, en íbúðir í fjölbýli í um 17% tilfella. Á sama tíma styttist meðalsölutíminn og mælist um 38,7 dagar á höfuðborgarsvæðinu sem er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Tíminn er mældur frá því að auglýsing er birt og þar til samningur er undirritaður. Telja má að hann verði vart skemmri og hann mælist á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir vegna þess tíma sem tekur að fjármagna íbúðakaup.“ Skörp hækkun íbúðaverðs Hagdeildin segir þessa umframeftirspurn hafa leitt til þess að fasteignaverð haldi áfram að hækka skarpt. „Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% á milli mánaða samkvæmt vísitölu HMS fyrir söluverð. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam 15,5% í september og hækkaði úr 14,8% í ágúst. Mest mældist tólf mánaða hækkunin á Suðurnesjum eða 21,7% og þar á eftir á Vestfjörðum 18,0%. Fasteignaverð hefur hins vegar hækkað langminnst á Norðausturlandi eða um 2% á síðustu 12 mánuðum. Sé miðað við vísitölu HMS fyrir pöruð viðskipti hækkar fasteignaverð enn meira.“ Nánar má lesa um stöðuna á húsnæðismarkaði í skýrslu hagdeildar HMS. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Frá þessu segir í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Alls voru gefnir út 1.054 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á landinu öllu í september samanborið við 952 í ágúst. Fáar íbúðir á sölu Í skýrslunni segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi kaupsamningarnir verið 635 talsins samanborið við 974 í september í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt upp á nærri 35 prósent frá því í fyrra eru umsvif meiri en á sama tíma á meðalári. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn verið á pari við metmánuðinn í fyrra og annars staðar á landinu er fjöldinn rétt undir metmánuðinum. „Í byrjun nóvember voru aðeins um 1.320 íbúðir auglýstar til sölu á landinu öllu en til samanburðar voru þær yfir 1.400 í byrjun septembermánaðar og nærri 4.000 þegar mest var í lok maí 2020. Þar af eru um 640 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en þær voru um 680 í byrjun september og 2.200 í maí 2020. Á undanförnum mánuðum hefur íbúðum í fjölbýli haldið áfram að fækka hratt en fjöldi sérbýla hefur verið að sveiflast á milli 150 og 230. Á landsbyggðinni hefur íbúðum til sölu í fjölbýli fækkað hratt undanfarna mánuði. Ef horft er á ársbreytingu á framboði íbúða þá hefur íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 61,4% en á landsbyggðinni hefur þeim fækkað um 65,6%. Framboð af sérbýlum hefur dregist saman um 22,5% á höfuðborgarsvæðinu, en 44,7% á landsbyggðinni.“ Fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í skýrslunni segir ennfremur að hlutfall íbúða sem seljist yfir ásettu verði hækki á ný eftir lækkun síðustu mánuði. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust 40,7% íbúða yfir ásettu verði, en svo hátt hefur hlutfallið ekki mælst áður. Miðað við 3 mánaða meðaltal seldust sérbýli í 38% tilfella yfir ásettu verði en íbúðir í fjölbýli í um 36% tilfella. Á landsbyggðinni í heild, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, seldust sérbýli í um 22% tilfella yfir ásettu verði, en íbúðir í fjölbýli í um 17% tilfella. Á sama tíma styttist meðalsölutíminn og mælist um 38,7 dagar á höfuðborgarsvæðinu sem er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Tíminn er mældur frá því að auglýsing er birt og þar til samningur er undirritaður. Telja má að hann verði vart skemmri og hann mælist á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir vegna þess tíma sem tekur að fjármagna íbúðakaup.“ Skörp hækkun íbúðaverðs Hagdeildin segir þessa umframeftirspurn hafa leitt til þess að fasteignaverð haldi áfram að hækka skarpt. „Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% á milli mánaða samkvæmt vísitölu HMS fyrir söluverð. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam 15,5% í september og hækkaði úr 14,8% í ágúst. Mest mældist tólf mánaða hækkunin á Suðurnesjum eða 21,7% og þar á eftir á Vestfjörðum 18,0%. Fasteignaverð hefur hins vegar hækkað langminnst á Norðausturlandi eða um 2% á síðustu 12 mánuðum. Sé miðað við vísitölu HMS fyrir pöruð viðskipti hækkar fasteignaverð enn meira.“ Nánar má lesa um stöðuna á húsnæðismarkaði í skýrslu hagdeildar HMS.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira