Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2021 13:00 Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á störf leigubílstjóra. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA. Núverandi löggjöf, sem takmarki úthlutun atvinnuleyfa fyrir leigubílaakstur á ákveðnum svæðum, geri nýjum rekstraraðilum erfitt eða jafnvel ómögulegt að komast inn á markaðinn. „Í lögunum er sömuleiðis gert ráð fyrir að leigubílstjórar innan skilgreindra svæða séu tengdir leigubifreiðastöð og hafi leigubílaakstur að aðalstarfi. Slík takmörkun á staðfesturétt, sem jafnvel útilokar aðkomu nýrra aðila á markaðinn, dregur úr samkeppni og takmarkar nýsköpun sem leiðir til hærra verðs fyrir neytendur.“ Telur EES að löggjöfin feli í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti samkvæmt 31. grein EES-samningsins. Slíkar takmarkanir séu einungis lögmætar þegar þær eru réttlætanlegar vegna brýnna almannahagsmuna. Ekki hreyft mótmælum Í janúar á þessu á ári tók ESA fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. Þá sagði eftirlitsstofnunin reglur um úthlutun atvinnuleyfa innan skilgreindra svæða ekki vera hlutlægar og hygla núverandi leyfishöfum. Þá var gerð athugasemd við að löggjöfin skyldi leyfishafa til að hafa leigubifreiðaakstur sem meginatvinnu og krefjist þess að viðkomandi sé tengdur leigubifreiðastöð. ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi hvorki lagt fram rökstuðning fyrir takmörkuninni á staðfesturétti á leigubifreiðamarkaðnum né gert viðeigandi ráðstafanir til að afnema þessar takmarkanir. Enn fremur hafi íslenska ríkið ekki hreyft mótmælum við því að núgildandi löggjöf um leigubílaþjónustu sé ekki í samræmi við EES-reglur. Bregðast við athugasemdum með lagabreytingu Til stendur að gera breytingar á löggjöf um leigubifreiðaakstur hér á landi og var frumvarp þess efnis lagt fyrir Alþingi haustið 2020. Ein af meginbreytingum frumvarpsins er að falla frá fjöldatakmörkunum atvinnuleyfa á takmörkunarsvæðum. Þannig munu öll ákvæði sem snúa að lágmarksnýtingu atvinnuleyfis verða óþörf, svo sem skilyrðið um að um sé að ræða aðalatvinnu leyfishafa, um veitingu undanþágu vegna veikinda, orlofs og þess háttar, um tímabundna innlögn leyfa, notkun forfallabílstjóra og svo framvegis. Frumvarpið er tilkomið vegna fyrri athugasemda ESA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaðnum hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Leigubílar Samkeppnismál Evrópusambandið Samgöngur Tengdar fréttir ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA. Núverandi löggjöf, sem takmarki úthlutun atvinnuleyfa fyrir leigubílaakstur á ákveðnum svæðum, geri nýjum rekstraraðilum erfitt eða jafnvel ómögulegt að komast inn á markaðinn. „Í lögunum er sömuleiðis gert ráð fyrir að leigubílstjórar innan skilgreindra svæða séu tengdir leigubifreiðastöð og hafi leigubílaakstur að aðalstarfi. Slík takmörkun á staðfesturétt, sem jafnvel útilokar aðkomu nýrra aðila á markaðinn, dregur úr samkeppni og takmarkar nýsköpun sem leiðir til hærra verðs fyrir neytendur.“ Telur EES að löggjöfin feli í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti samkvæmt 31. grein EES-samningsins. Slíkar takmarkanir séu einungis lögmætar þegar þær eru réttlætanlegar vegna brýnna almannahagsmuna. Ekki hreyft mótmælum Í janúar á þessu á ári tók ESA fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. Þá sagði eftirlitsstofnunin reglur um úthlutun atvinnuleyfa innan skilgreindra svæða ekki vera hlutlægar og hygla núverandi leyfishöfum. Þá var gerð athugasemd við að löggjöfin skyldi leyfishafa til að hafa leigubifreiðaakstur sem meginatvinnu og krefjist þess að viðkomandi sé tengdur leigubifreiðastöð. ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi hvorki lagt fram rökstuðning fyrir takmörkuninni á staðfesturétti á leigubifreiðamarkaðnum né gert viðeigandi ráðstafanir til að afnema þessar takmarkanir. Enn fremur hafi íslenska ríkið ekki hreyft mótmælum við því að núgildandi löggjöf um leigubílaþjónustu sé ekki í samræmi við EES-reglur. Bregðast við athugasemdum með lagabreytingu Til stendur að gera breytingar á löggjöf um leigubifreiðaakstur hér á landi og var frumvarp þess efnis lagt fyrir Alþingi haustið 2020. Ein af meginbreytingum frumvarpsins er að falla frá fjöldatakmörkunum atvinnuleyfa á takmörkunarsvæðum. Þannig munu öll ákvæði sem snúa að lágmarksnýtingu atvinnuleyfis verða óþörf, svo sem skilyrðið um að um sé að ræða aðalatvinnu leyfishafa, um veitingu undanþágu vegna veikinda, orlofs og þess háttar, um tímabundna innlögn leyfa, notkun forfallabílstjóra og svo framvegis. Frumvarpið er tilkomið vegna fyrri athugasemda ESA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaðnum hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins.
Leigubílar Samkeppnismál Evrópusambandið Samgöngur Tengdar fréttir ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39