Innlent

Gunnar nýr sam­skipta­stjóri ríkis­lög­reglu­stjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar H. Garðarsson.
Gunnar H. Garðarsson. Emb ríkislögreglustjóra

Gunnar H. Garðarsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri embættis ríkislögreglustjóra. Um er að ræða nýtt embætti.

Samkvæmt upplýsingum frá embættinu starfaði Gunnar áður hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í Brussel þar sem hann hafi gegnt starfi upplýsingafulltrúa. 

Þá hafi hann áður starfað hjá Markaðsstofu Reykjaness sem markaðs- og upplýsingafulltrúi auk þess sem hann hefur starfað sem sérfræðingur á Alþingi. 

Gunnar er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc í Strategic Communications & PR frá Stirling University og Universitat Pompeo Fabra.

Alls sóttu 33 um stöðuna sem auglýst var í lok ágústmánaðar.

„Meginhlutverk samskiptastjóra verður að byggja upp, móta og sinna upplýsingamiðlun vegna starfsemi embættis ríkislögreglustjóra, þróa notkun á stafrænum miðlum og sjá um skipulag viðburða og funda á vegum embættisins. Leitað er að einstaklingi sem hefur vilja og færni til að styðja við megináherslur embættisins, sem eru þjónusta, forysta, mannauður, nýsköpun og samstarf,“ sagði í auglýsingunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×