Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Heimsljós 10. nóvember 2021 10:05 UN Women Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. Baráttan gegn loftslagsbreytingum er nátengd baráttunni gegn kynbundnum ójöfnuði og fyrir bættum réttindum kvenna og stúlkna, segir í sameiginlegri yfirlýsingu UN Women og skosku heimastjórnarinnar sem birt var á loftslagsráðstefnunni (COP26) í Glasgow í gær. Í yfirlýsingunni eru leiðtogar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hvattir til þess að beita sér í þágu jafnréttis svo takmarka megi áhrif loftslagsbreytinga á jörðina. Í yfirlýsingunni segir að áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur og þá sérstaklega þær sem búa í fátækari ríkjum heims. Viðbragðsáætlanir þurfi því að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. „Þau sem menga minnst verða verst fyrir barði loftslagsbreytinga. Þeirra á meðal eru konur og stúlkur í fátækari ríkjum heims. Stúlkur eru líklegri til að verða teknar úr námi og konur ólíklegri en karlmenn til að finna nýja atvinnu vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Það er gríðarlega mikilvægt verkefni að tryggja að konur og stúlkur séu einnig í forystu hlutverki þegar kemur að lausnum vegna loftslagsbreytinga. Við þurfum að gera meira til að tryggja jöfnuð og jafna þátttöku kvenna og stúlkna,“ sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands. Sima Bahous, framkvæmdastýra UN Women, tók undir orð hennar og sagði að markmiðinu um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu verði ekki náð nema konur og stúlkur verði með í ráðum og fái sæti við samningaborðið. „Þessi yfirlýsing er mikilvægt tól til að viðhalda þeim meðbyr sem við höfum. Konur og stúlkur þurfa að taka forystu í nýsköpun og viðbragði við loftslagsbreytingum. Ég hvet alla kvenleiðtoga að taka skýra afstöðu og undirrita yfirlýsinguna,“ sagði Bahous. UN Women á Íslandi hvetur Íslendinga til að taka próf þar sem sértæk áhrif loftslagsbreytinga á líf kvenna og stúlkna koma berlega í ljós. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Jafnréttismál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Baráttan gegn loftslagsbreytingum er nátengd baráttunni gegn kynbundnum ójöfnuði og fyrir bættum réttindum kvenna og stúlkna, segir í sameiginlegri yfirlýsingu UN Women og skosku heimastjórnarinnar sem birt var á loftslagsráðstefnunni (COP26) í Glasgow í gær. Í yfirlýsingunni eru leiðtogar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hvattir til þess að beita sér í þágu jafnréttis svo takmarka megi áhrif loftslagsbreytinga á jörðina. Í yfirlýsingunni segir að áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur og þá sérstaklega þær sem búa í fátækari ríkjum heims. Viðbragðsáætlanir þurfi því að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. „Þau sem menga minnst verða verst fyrir barði loftslagsbreytinga. Þeirra á meðal eru konur og stúlkur í fátækari ríkjum heims. Stúlkur eru líklegri til að verða teknar úr námi og konur ólíklegri en karlmenn til að finna nýja atvinnu vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Það er gríðarlega mikilvægt verkefni að tryggja að konur og stúlkur séu einnig í forystu hlutverki þegar kemur að lausnum vegna loftslagsbreytinga. Við þurfum að gera meira til að tryggja jöfnuð og jafna þátttöku kvenna og stúlkna,“ sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands. Sima Bahous, framkvæmdastýra UN Women, tók undir orð hennar og sagði að markmiðinu um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu verði ekki náð nema konur og stúlkur verði með í ráðum og fái sæti við samningaborðið. „Þessi yfirlýsing er mikilvægt tól til að viðhalda þeim meðbyr sem við höfum. Konur og stúlkur þurfa að taka forystu í nýsköpun og viðbragði við loftslagsbreytingum. Ég hvet alla kvenleiðtoga að taka skýra afstöðu og undirrita yfirlýsinguna,“ sagði Bahous. UN Women á Íslandi hvetur Íslendinga til að taka próf þar sem sértæk áhrif loftslagsbreytinga á líf kvenna og stúlkna koma berlega í ljós. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Jafnréttismál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent