Knýja þarf orkuskiptin, en hvernig? Jóna Bjarnadóttir skrifar 10. nóvember 2021 10:01 Einn stærsti orsakavaldur loftslagsbreytinga er notkun á jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er nauðsynlegt að heimurinn færi sig yfir í endurnýjanlegar náttúruauðlindir á borð við vatn, varma, vind og sól. Við Íslendingar erum í þeirri öfundsverðu stöðu að nýta nú þegar vatn og varma til raforkuframleiðslu og húshitunar, en við eigum eftir orkuskipti í samgöngum. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun og markmið stjórnvalda um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er staðreyndin sú að okkur vantar endurnýjanlega orku til orkuskiptanna. Vatn – varmi – vindur Við þurfum meiri raforku, en hvernig viljum við nýta auðlindirnar okkar og hvaða landsvæði viljum við taka undir orkuvinnslu? Ætlum við að nýta betur þau fallvötn og landsvæði sem við höfum nú þegar raskað, eða leggja undir hana ný svæði? Valkostirnir eru þessir þrír. Vatn, varmi og vindur. Hér á landi höfum við reynslu af varma og vatni, en nýting á vindi er ný af nálinni. Allir virkjunarkostir hafa áhrif á náttúru Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána og orkuskipti á Íslandi, en ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða nýtingu orkuauðlinda. Við þurfum að velja vel þau svæði og auðlindir sem við sem samfélag ákveðum að taka undir orkuvinnslu. Vatnsafl og jarðvarma er oft að finna á svæðum með náttúrverðmæti eins og fossa og jarðminjar, sem með virkjun er raskað til frambúðar. Því er mikilvægt að huga að stækkun virkjana og nýta betur þau fallvötn og jarðhitasvæði sem nú þegar eru virkjuð. Vindinn er hægt að virkja á stöðum sem þegar hefur verið raskað og svæðum sem ekki njóta náttúruverndar. Þá þarf að huga að áhrifum á ásýnd, hættunni á áflugi fugla, hljóðvist og skuggavarpi. Allir kostirnir þurfa innviði, en hægt er að staðsetja vindorkuver nálægt fyrirliggjandi vegum og raflínum og spara þá stofnkostnað vegna nýrra mannvirkja og taka minna landsvæði en ella undir nýframkvæmdir. Ásýndaráhrif vindmylla eru afturkræf Allir kostirnir hafa áhrif á landslag og ásýnd, í mismiklum mæli sem fer eftir aðstæðum og útfærslu hvers kosts fyrir sig. Veigamestu umhverfisáhrif af virkjun vindorku eru sjónræn, þar sem vindmyllur eru mjög háar og sjást því langar leiðir. Á móti kemur að ásýndaráhrif þeirra hverfa þegar þær eru teknar niður. Við eigum eftir að kynnast vindorkunni betur. Við vitum að góð skilyrði eru á ákveðnum svæðum hér á landi til vindorkunýtingar, en staðarval krefst mikils undirbúnings og rannsókna á náttúrufari. Hvaðan á orkan að koma? Við stöndum á tímamótum og mikilvægir tímar eru framundan. Við Íslendingar verðum að taka virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni, leggja okkar af mörkum og standa við þær skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur. Þess vegna er mikilvægt að við sem þjóð tökum samtalið um það hvernig við ætlum að vinna orku til orkuskipta í samgöngum á næstu áratugum og verða með því sjálfbær um orku – fyrsta landið til að verða óháð jarðefnaeldsneyti. Til mikils er að vinna. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Einn stærsti orsakavaldur loftslagsbreytinga er notkun á jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er nauðsynlegt að heimurinn færi sig yfir í endurnýjanlegar náttúruauðlindir á borð við vatn, varma, vind og sól. Við Íslendingar erum í þeirri öfundsverðu stöðu að nýta nú þegar vatn og varma til raforkuframleiðslu og húshitunar, en við eigum eftir orkuskipti í samgöngum. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun og markmið stjórnvalda um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er staðreyndin sú að okkur vantar endurnýjanlega orku til orkuskiptanna. Vatn – varmi – vindur Við þurfum meiri raforku, en hvernig viljum við nýta auðlindirnar okkar og hvaða landsvæði viljum við taka undir orkuvinnslu? Ætlum við að nýta betur þau fallvötn og landsvæði sem við höfum nú þegar raskað, eða leggja undir hana ný svæði? Valkostirnir eru þessir þrír. Vatn, varmi og vindur. Hér á landi höfum við reynslu af varma og vatni, en nýting á vindi er ný af nálinni. Allir virkjunarkostir hafa áhrif á náttúru Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána og orkuskipti á Íslandi, en ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða nýtingu orkuauðlinda. Við þurfum að velja vel þau svæði og auðlindir sem við sem samfélag ákveðum að taka undir orkuvinnslu. Vatnsafl og jarðvarma er oft að finna á svæðum með náttúrverðmæti eins og fossa og jarðminjar, sem með virkjun er raskað til frambúðar. Því er mikilvægt að huga að stækkun virkjana og nýta betur þau fallvötn og jarðhitasvæði sem nú þegar eru virkjuð. Vindinn er hægt að virkja á stöðum sem þegar hefur verið raskað og svæðum sem ekki njóta náttúruverndar. Þá þarf að huga að áhrifum á ásýnd, hættunni á áflugi fugla, hljóðvist og skuggavarpi. Allir kostirnir þurfa innviði, en hægt er að staðsetja vindorkuver nálægt fyrirliggjandi vegum og raflínum og spara þá stofnkostnað vegna nýrra mannvirkja og taka minna landsvæði en ella undir nýframkvæmdir. Ásýndaráhrif vindmylla eru afturkræf Allir kostirnir hafa áhrif á landslag og ásýnd, í mismiklum mæli sem fer eftir aðstæðum og útfærslu hvers kosts fyrir sig. Veigamestu umhverfisáhrif af virkjun vindorku eru sjónræn, þar sem vindmyllur eru mjög háar og sjást því langar leiðir. Á móti kemur að ásýndaráhrif þeirra hverfa þegar þær eru teknar niður. Við eigum eftir að kynnast vindorkunni betur. Við vitum að góð skilyrði eru á ákveðnum svæðum hér á landi til vindorkunýtingar, en staðarval krefst mikils undirbúnings og rannsókna á náttúrufari. Hvaðan á orkan að koma? Við stöndum á tímamótum og mikilvægir tímar eru framundan. Við Íslendingar verðum að taka virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni, leggja okkar af mörkum og standa við þær skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur. Þess vegna er mikilvægt að við sem þjóð tökum samtalið um það hvernig við ætlum að vinna orku til orkuskipta í samgöngum á næstu áratugum og verða með því sjálfbær um orku – fyrsta landið til að verða óháð jarðefnaeldsneyti. Til mikils er að vinna. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun