„Pabbi og mamma, viljið þið segja í kvöld að ég sé ekki vitlaus eða heimskur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 20:01 Hér má sjá fjölskylduna og Jón Gaut í forgrunni. Aðsend „Nánast allan áttunda og níunda bekk var honum varla heilsað af félögunum, það var eins og hann væri bara ekki á staðnum. Hann var hunsaður, hann var ekki til.“ Svona lýsir Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands einelti sem sonur hans Jón Gautur varð fyrir í grunnskóla í pistli sem birtist á Vísi fyrr í dag. Hann segir eineltið hafa staðið yfir í fleiri ár og að lokum verið orðið svo slæmt að allur árgangur Jóns í skólanum hafi verið farinn að taka þátt í eineltinu. „Eineltið hófst þegar við fjölskyldan fluttum þegar hann var 10 ára og hann fór þá í nýjan skóla. Hann byrjaði í þessum nýja skóla og má segja að eftir um hálfan vetur hafi farið að bera á smá einelti í hans garð, hvernig honum var tekið af nýjum félögum í bekk/árgangi,“ skrifar Hannes í pistlinum. Eineltið hafi hafist vegna lesblindu Jóns en vegna hennar hafi hann átt í námserfiðleikum. „Fyrstu tvö árin var eineltið „vægt“ ef hægt er að orða það þannig. Hans fyrstu viðbrögð fljótlega eftir að þetta einelti hófst var að sjálfsögðu að fara í vörn og átti hann það til að vera með trúðalæti, sem var hans brynja gegn þessu ofbeldi,“ skrifar Hannes. Hannes segir í samtali við fréttastofu að viðbrögðin við pistlinum hafi verið mun meiri en hann og fjölskylduna grunaði. Það sýni, að hans mati, því miður svo vel hvað einelti sé alvarlegt og rótgróið. Nauðsynlegt að það sé rætt opinskátt og hvetur hann þá sem orðið hafa fyrir einelti, og treysta sér til, að segja sína sögu. Sagði ekki frá versta eineltinu fyrr en það náði hámarki Hannes segir að námserfiðleikarnir og trúðalætin hafi gert Jón Gaut að auðveldu skotmarki en eineltið hafi bara ágerst með árunum. Eftir því sem Jón Gautur varð eldri hafi eineltið orðið verra og hafi verið orðið sérstaklega slæmt í lok níunda bekkjar. „Það má segja að það hafi náð hámarki í Vinnuskólanum sumarið fyrir 10. bekk og þá áttuðum við foreldrarnir okkur á hversu slæmt og rosalega ljótt þetta einelti var orðið. Hann passaði sig á því að við vissum ekki alveg allt sem hafði gerst árið á undan í skólanum. Þarna, þetta sumar, opnaði hann sig við okkur um stöðuna.“ Í ljós hafi komið að ekki bara einhverjir nokkrir bekkjarfélagar Jóns hafi verið að leggja hann í einelti heldur fjöldinn allur af krökkum. Sögur Jóns af eineltinu hafi margar verið ljótar og sýndu að mati Hannesar hve mannfólkið geti verið vont við náungann frá unga aldri. Hér eru systkinin Jón Gautur og Guðlaug Gyða.Aðsend „Það versta fyrir utan andlegt og líkamlega ofbeldið sem eineltið var þá var það útskúfun úr bekknum/árganginum/skólanum. Nánast allan áttunda og níunda bekk var honum varla heilsað af félögunum, það var eins og hann væri bara ekki á staðnum. Hann var hunsaður, hann var ekki til.“ Eins og fyrri kennarar hafi ekki áttað sig á alvarleika eineltisins Hann segir að loks á nýju skólaári, þegar Jón Gautur var að byrja í tíunda bekk, hafi verið tekið almennilega á eineltinu fyrir tilstilli nýs kennara sem tók við sem umsjónarkennari bekkjarins. Kennarinn hafi ekki verið lengi að sjá að eitthvað óeðlilegt væri í gangi sem þyrfti að uppræta. Loks hafi verið tekið á eineltinu, eftir að foreldrarnir hafi reynt að vekja athygli á því í mörg ár við aðra kennara. „Þrátt fyrir að ræða áhyggjur okkar við kennara árin á undan þá var eins og þeir kennarar áttuðu sig ekki á alvarleika eineltisins og við fengum aldrei ráð frá þeim eða skólanum hvernig við sem foreldrar gætum tekið á málinu og gefið formlega tilkynningu um grun vegna eineltis. Við vorum ekki upplýst,“ segir Hannes. „Þetta var orðið það slæmt þegar loksins var farið að taka almennilega á þessu að ég og konan mín áttum það eina úrræði eftir að tala fyrir hönd sonar okkar við alla foreldra í árgangi hans til að lýsa fyrir þeim erfiðleikum og okkar áhyggjum af framtíð sonar okkar við þessar aðstæður.“ Stóðu „berskjölduð með tárin í augunum“ og grátbáðu foreldrana að tala við börnin sín Jón Gautur var þarna fimmtán ára gamall, nýbyrjaður í tíunda bekk, og bað foreldra sína að tala máli sínu við foreldra hinna krakkanna í bekknum. „Hann bað okkur um að fara með skilaboð inn á fundinn og ég gleymi þessum skilaboðum aldrei. Skilaboðin voru þessi: „Pabbi og mamma, viljið þið segja í kvöld að ég sé ekki vitlaus eða heimskur.“ Hann var sko aldeilis búinn að heyra þessi orð um sig í nokkur ár.“ Hjónin hafi mætt á foreldrafund í skólanum og gert þessum skilaboðum sonar síns skil við foreldra samnemenda Jóns. Jón Gautur varð fyrir grófu ofbeldi af hendi bekkjarfélaga sinna. Hófst eineltið þegar hann var tíu ára gamall og situr hann enn undir því að einhverju leyti í dag.Aðsend „Þarna stóðum við berskjölduð með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum að tala upphátt um aðstæður sonar okkar. Við, í orðsins fyllstu merkingu, vorum að grátbiðja foreldrana um að tala við börnin sín og fá þau í lið með okkur fjölskyldunni og skólanum að gera allt til að setja plástur á stóra opna sárið sem sést ekki utan á börnum í þessum aðstæðum.“ Hann segir að einhverjir foreldranna hafi tekið þetta til sín og rætt við börnin sín, sem þau hjónin verði alltaf þakklát fyrir. Einhverjir foreldrar og nemendur hafi lagt sitt af mörkum til að berjast gegn eineltinu sem Jón Gautur varð fyrir. Hann hafi því fengið að útskrifast úr grunnskólanum með nokkrar góðar minningar, ekki bara vondar, sem hafi verið stórsigur fyrir drenginn. Fær enn pillur og ljótar athugasemdir frá jafnöldrum sínum Hannes segir svona slæmu einelti fylgja mikil útskúfun. Afleiðingar eineltisins fylgi Jóni Gauti enn í dag en átján ára afmæli hans nálgist óðfluga. „Ég get eiginlega ekki orðað það öðruvísi en svo að hann er nánast dæmdur af sínum jafnöldrum í nærsamfélaginu.“ Eineltið hafi enn neikvæð áhrif á Jón Gaut í dag. Hann geti til að mynda ekki stundað íþróttina, sem hann hefur stundað frá fjögurra ára aldri, án þess að verða enn fyrir aðkasti jafningja sinna. „Hann fær ekki að njóta sannmælis eða taka þátt á jafningjagrunni. Hann fær margar pillur og ljótar athugasemdir sinna eigin liðsfélaga enn þann dag í dag. Það er eins og það sé ákveðin menning í því að halda bara áfram að vera illkvittinn við hann. Það er enn reynt að brjóta hann niður,“ skrifar Hannes. Hannes segir að Jón Gautur glími enn við afleiðingar eineltisins.Aðsend „Félagslegi þátturinn í uppvexti barnanna okkar er mjög mikilvægur og þar missti sonur minn úr nokkur mikilvæg ár sem mun taka allt hans líf að vinna með. Hann bað mig sérstaklega um að minnast á þetta með félagslega þáttinn þegar við ræddum saman um að skrifa þennan pistil.“ Hvetur fólk að opna umræðuna um einelti Jón Gautur sé í dag framhaldsskólanemi sem standi sig vel í náminu. Hann ætli ekki, að sögn Hannesar, að gefast upp á því að fá á einhverjum tímapunkti að njóta þess að vera til í samfélaginu á jafningjagrunni. „Hann er með einstakt hjartalag og hugrekki sem við foreldrar hans og fleiri í fjölskyldunni erum mikið stolt af. Sonur okkar Jón Gautur Hannesson er hetja í okkar huga sem hefur ekki enn látið mikið mótlæti brjóta sig endanlega niður en það hefur oft verið ansi stutt í það.“ Hannes hvetur fólk til að horfast í augu við alvarleika eineltis. Það sé enn þann dag í dag hættulegur hluti af samfélaginu. „Við berum öll, hvert og eitt okkar, þá samfélagslegu ábyrgð að stöðva þá meinsemd sem einelti er.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Sjá meira
Svona lýsir Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands einelti sem sonur hans Jón Gautur varð fyrir í grunnskóla í pistli sem birtist á Vísi fyrr í dag. Hann segir eineltið hafa staðið yfir í fleiri ár og að lokum verið orðið svo slæmt að allur árgangur Jóns í skólanum hafi verið farinn að taka þátt í eineltinu. „Eineltið hófst þegar við fjölskyldan fluttum þegar hann var 10 ára og hann fór þá í nýjan skóla. Hann byrjaði í þessum nýja skóla og má segja að eftir um hálfan vetur hafi farið að bera á smá einelti í hans garð, hvernig honum var tekið af nýjum félögum í bekk/árgangi,“ skrifar Hannes í pistlinum. Eineltið hafi hafist vegna lesblindu Jóns en vegna hennar hafi hann átt í námserfiðleikum. „Fyrstu tvö árin var eineltið „vægt“ ef hægt er að orða það þannig. Hans fyrstu viðbrögð fljótlega eftir að þetta einelti hófst var að sjálfsögðu að fara í vörn og átti hann það til að vera með trúðalæti, sem var hans brynja gegn þessu ofbeldi,“ skrifar Hannes. Hannes segir í samtali við fréttastofu að viðbrögðin við pistlinum hafi verið mun meiri en hann og fjölskylduna grunaði. Það sýni, að hans mati, því miður svo vel hvað einelti sé alvarlegt og rótgróið. Nauðsynlegt að það sé rætt opinskátt og hvetur hann þá sem orðið hafa fyrir einelti, og treysta sér til, að segja sína sögu. Sagði ekki frá versta eineltinu fyrr en það náði hámarki Hannes segir að námserfiðleikarnir og trúðalætin hafi gert Jón Gaut að auðveldu skotmarki en eineltið hafi bara ágerst með árunum. Eftir því sem Jón Gautur varð eldri hafi eineltið orðið verra og hafi verið orðið sérstaklega slæmt í lok níunda bekkjar. „Það má segja að það hafi náð hámarki í Vinnuskólanum sumarið fyrir 10. bekk og þá áttuðum við foreldrarnir okkur á hversu slæmt og rosalega ljótt þetta einelti var orðið. Hann passaði sig á því að við vissum ekki alveg allt sem hafði gerst árið á undan í skólanum. Þarna, þetta sumar, opnaði hann sig við okkur um stöðuna.“ Í ljós hafi komið að ekki bara einhverjir nokkrir bekkjarfélagar Jóns hafi verið að leggja hann í einelti heldur fjöldinn allur af krökkum. Sögur Jóns af eineltinu hafi margar verið ljótar og sýndu að mati Hannesar hve mannfólkið geti verið vont við náungann frá unga aldri. Hér eru systkinin Jón Gautur og Guðlaug Gyða.Aðsend „Það versta fyrir utan andlegt og líkamlega ofbeldið sem eineltið var þá var það útskúfun úr bekknum/árganginum/skólanum. Nánast allan áttunda og níunda bekk var honum varla heilsað af félögunum, það var eins og hann væri bara ekki á staðnum. Hann var hunsaður, hann var ekki til.“ Eins og fyrri kennarar hafi ekki áttað sig á alvarleika eineltisins Hann segir að loks á nýju skólaári, þegar Jón Gautur var að byrja í tíunda bekk, hafi verið tekið almennilega á eineltinu fyrir tilstilli nýs kennara sem tók við sem umsjónarkennari bekkjarins. Kennarinn hafi ekki verið lengi að sjá að eitthvað óeðlilegt væri í gangi sem þyrfti að uppræta. Loks hafi verið tekið á eineltinu, eftir að foreldrarnir hafi reynt að vekja athygli á því í mörg ár við aðra kennara. „Þrátt fyrir að ræða áhyggjur okkar við kennara árin á undan þá var eins og þeir kennarar áttuðu sig ekki á alvarleika eineltisins og við fengum aldrei ráð frá þeim eða skólanum hvernig við sem foreldrar gætum tekið á málinu og gefið formlega tilkynningu um grun vegna eineltis. Við vorum ekki upplýst,“ segir Hannes. „Þetta var orðið það slæmt þegar loksins var farið að taka almennilega á þessu að ég og konan mín áttum það eina úrræði eftir að tala fyrir hönd sonar okkar við alla foreldra í árgangi hans til að lýsa fyrir þeim erfiðleikum og okkar áhyggjum af framtíð sonar okkar við þessar aðstæður.“ Stóðu „berskjölduð með tárin í augunum“ og grátbáðu foreldrana að tala við börnin sín Jón Gautur var þarna fimmtán ára gamall, nýbyrjaður í tíunda bekk, og bað foreldra sína að tala máli sínu við foreldra hinna krakkanna í bekknum. „Hann bað okkur um að fara með skilaboð inn á fundinn og ég gleymi þessum skilaboðum aldrei. Skilaboðin voru þessi: „Pabbi og mamma, viljið þið segja í kvöld að ég sé ekki vitlaus eða heimskur.“ Hann var sko aldeilis búinn að heyra þessi orð um sig í nokkur ár.“ Hjónin hafi mætt á foreldrafund í skólanum og gert þessum skilaboðum sonar síns skil við foreldra samnemenda Jóns. Jón Gautur varð fyrir grófu ofbeldi af hendi bekkjarfélaga sinna. Hófst eineltið þegar hann var tíu ára gamall og situr hann enn undir því að einhverju leyti í dag.Aðsend „Þarna stóðum við berskjölduð með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum að tala upphátt um aðstæður sonar okkar. Við, í orðsins fyllstu merkingu, vorum að grátbiðja foreldrana um að tala við börnin sín og fá þau í lið með okkur fjölskyldunni og skólanum að gera allt til að setja plástur á stóra opna sárið sem sést ekki utan á börnum í þessum aðstæðum.“ Hann segir að einhverjir foreldranna hafi tekið þetta til sín og rætt við börnin sín, sem þau hjónin verði alltaf þakklát fyrir. Einhverjir foreldrar og nemendur hafi lagt sitt af mörkum til að berjast gegn eineltinu sem Jón Gautur varð fyrir. Hann hafi því fengið að útskrifast úr grunnskólanum með nokkrar góðar minningar, ekki bara vondar, sem hafi verið stórsigur fyrir drenginn. Fær enn pillur og ljótar athugasemdir frá jafnöldrum sínum Hannes segir svona slæmu einelti fylgja mikil útskúfun. Afleiðingar eineltisins fylgi Jóni Gauti enn í dag en átján ára afmæli hans nálgist óðfluga. „Ég get eiginlega ekki orðað það öðruvísi en svo að hann er nánast dæmdur af sínum jafnöldrum í nærsamfélaginu.“ Eineltið hafi enn neikvæð áhrif á Jón Gaut í dag. Hann geti til að mynda ekki stundað íþróttina, sem hann hefur stundað frá fjögurra ára aldri, án þess að verða enn fyrir aðkasti jafningja sinna. „Hann fær ekki að njóta sannmælis eða taka þátt á jafningjagrunni. Hann fær margar pillur og ljótar athugasemdir sinna eigin liðsfélaga enn þann dag í dag. Það er eins og það sé ákveðin menning í því að halda bara áfram að vera illkvittinn við hann. Það er enn reynt að brjóta hann niður,“ skrifar Hannes. Hannes segir að Jón Gautur glími enn við afleiðingar eineltisins.Aðsend „Félagslegi þátturinn í uppvexti barnanna okkar er mjög mikilvægur og þar missti sonur minn úr nokkur mikilvæg ár sem mun taka allt hans líf að vinna með. Hann bað mig sérstaklega um að minnast á þetta með félagslega þáttinn þegar við ræddum saman um að skrifa þennan pistil.“ Hvetur fólk að opna umræðuna um einelti Jón Gautur sé í dag framhaldsskólanemi sem standi sig vel í náminu. Hann ætli ekki, að sögn Hannesar, að gefast upp á því að fá á einhverjum tímapunkti að njóta þess að vera til í samfélaginu á jafningjagrunni. „Hann er með einstakt hjartalag og hugrekki sem við foreldrar hans og fleiri í fjölskyldunni erum mikið stolt af. Sonur okkar Jón Gautur Hannesson er hetja í okkar huga sem hefur ekki enn látið mikið mótlæti brjóta sig endanlega niður en það hefur oft verið ansi stutt í það.“ Hannes hvetur fólk til að horfast í augu við alvarleika eineltis. Það sé enn þann dag í dag hættulegur hluti af samfélaginu. „Við berum öll, hvert og eitt okkar, þá samfélagslegu ábyrgð að stöðva þá meinsemd sem einelti er.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Sjá meira