Eimskip hagnast um 5,6 milljarða við krefjandi aðstæður Eiður Þór Árnason skrifar 9. nóvember 2021 16:42 Rekstur Eimskips hefur verið góður það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Hagnaður Eimskips nam 36,9 milljónum evra, eða um 5,6 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 3,7 milljónir evra fyrir sama tímabil í fyrra. Þar af hagnaðist félagið um 20,7 milljónir evra á þriðja ársfjórungi 2021, eða um 3,12 milljarða íslenskra króna. Tekjur námu 628,0 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins og hækkuðu um 135,3 milljónir evra eða 27,5% milli ára. Eimskip hefur fundið fyrir verulegri aukningu í kostnaði á þriðja ársfjórðungi vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja fyrir hönd viðskiptavina. Alls nam aðlagaður kostnaður á fyrstu níu mánuðum ársins 545,2 milljónum evra sem er hækkun um 99,3 milljónir evra milli tímabila. Skýrist aukningin að mestu af auknum umsvifum og kostnaði tengdum flutningsbirgjum. Aðlöguð EBITDA var 82,8 milljónir evra á síðustu þremur ársfjórðungum samanborið við 46,7 milljónir evra árið áður, sem er aukning um 36,1 milljón evra. Aðlagað EBIT nam 45,8 milljónum evra samanborið við 13,9 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Eimskips. Verðhækkanir leitt til aukningar í sölutekjum Að sögn stjórnenda hefur félagið sýnt góðan árangur í áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun á síðasta ársfjórðungi, meðal annars vegna hagstæðra markaðstæðna á alþjóðavísu. Áframhaldandi sterkan árangur í gámasiglingum megi rekja til góðs magns, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. „Frábær árangur í alþjóðaflutningsmiðlun á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum sem og skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningamörkuðum,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að umtalsverðar verðhækkanir frá flutningsbirgjum hafi haft í för með sér samsvarandi aukningu í sölutekjum og metafkoma hafi verið í starfsemi Eimskips í Asíu á þriðja ársfjórðungi. Markaðsaðstæður reynst krefjandi „Ég er mjög ánægður með áframhaldandi sterkan rekstrarárangur á þriðja ársfjórðungi. Niðurstöðurnar einkennast af góðu framlagi frá bæði áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun sem eru helstu drifkraftar bættrar afkomu. Þær óvenjulegu markaðsaðstæður sem hafa verið á alþjóðaflutningamörkuðum halda áfram að vera krefjandi og sem fyrr hafa þessar aðstæður bæði áhrif á tekjur og kostnað. Við teljum okkur þó vera farin að sjá fyrstu merki um stöðugleika í alþjóðlegum verðvísitölum,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri fyrirtækisins. „Við áttum annan góðan ársfjórðung í gámasiglingakerfinu sem rekja má til góðrar magnþróunar, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. Frystiflutningar í Noregi skiluðu einnig góðum árangri vegna góðrar nýtingar og betra jafnvægis í kerfinu. Í alþjóðaflutningsmiðluninni náðum við frábærum árangri á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum ásamt skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningsmörkuðum. Þá er ég mjög ánægður að sjá metafkomu í fjórðungnum af starfseminni okkar í Asíu.“ Kauphöllin Skipaflutningar Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira
Tekjur námu 628,0 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins og hækkuðu um 135,3 milljónir evra eða 27,5% milli ára. Eimskip hefur fundið fyrir verulegri aukningu í kostnaði á þriðja ársfjórðungi vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja fyrir hönd viðskiptavina. Alls nam aðlagaður kostnaður á fyrstu níu mánuðum ársins 545,2 milljónum evra sem er hækkun um 99,3 milljónir evra milli tímabila. Skýrist aukningin að mestu af auknum umsvifum og kostnaði tengdum flutningsbirgjum. Aðlöguð EBITDA var 82,8 milljónir evra á síðustu þremur ársfjórðungum samanborið við 46,7 milljónir evra árið áður, sem er aukning um 36,1 milljón evra. Aðlagað EBIT nam 45,8 milljónum evra samanborið við 13,9 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Eimskips. Verðhækkanir leitt til aukningar í sölutekjum Að sögn stjórnenda hefur félagið sýnt góðan árangur í áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun á síðasta ársfjórðungi, meðal annars vegna hagstæðra markaðstæðna á alþjóðavísu. Áframhaldandi sterkan árangur í gámasiglingum megi rekja til góðs magns, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. „Frábær árangur í alþjóðaflutningsmiðlun á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum sem og skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningamörkuðum,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að umtalsverðar verðhækkanir frá flutningsbirgjum hafi haft í för með sér samsvarandi aukningu í sölutekjum og metafkoma hafi verið í starfsemi Eimskips í Asíu á þriðja ársfjórðungi. Markaðsaðstæður reynst krefjandi „Ég er mjög ánægður með áframhaldandi sterkan rekstrarárangur á þriðja ársfjórðungi. Niðurstöðurnar einkennast af góðu framlagi frá bæði áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun sem eru helstu drifkraftar bættrar afkomu. Þær óvenjulegu markaðsaðstæður sem hafa verið á alþjóðaflutningamörkuðum halda áfram að vera krefjandi og sem fyrr hafa þessar aðstæður bæði áhrif á tekjur og kostnað. Við teljum okkur þó vera farin að sjá fyrstu merki um stöðugleika í alþjóðlegum verðvísitölum,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri fyrirtækisins. „Við áttum annan góðan ársfjórðung í gámasiglingakerfinu sem rekja má til góðrar magnþróunar, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. Frystiflutningar í Noregi skiluðu einnig góðum árangri vegna góðrar nýtingar og betra jafnvægis í kerfinu. Í alþjóðaflutningsmiðluninni náðum við frábærum árangri á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum ásamt skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningsmörkuðum. Þá er ég mjög ánægður að sjá metafkomu í fjórðungnum af starfseminni okkar í Asíu.“
Kauphöllin Skipaflutningar Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira