Rakel Þorbergsdóttir hættir sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2021 13:33 Rakel Þorbergsdóttir er hætt sem fréttastjóri. Ástæðurnar fyrir því hvers vegna koma ekki fram í tilkynningu. aðsend Rakel Þorbergsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. Hún hættir um áramót. Ekki er gefin upp ástæða fyrir því hvers vegna þessi ákvörðun liggur fyrir. Rakel hefur gegnt starfi fréttastjóra frá því í apríl 2014. Í tilkynningu segir að hún hafi á þeim tíma leitt fréttastofuna í gegnum miklar breytingar, einkum í starfsumhverfi fréttastofunnar. „En einnig ásamt starfsfólki verið leiðandi í miðlun frétta og viðhaldið og byggt upp traust til fréttastofunnar sem mælst hefur mikið í öllum samanburði undanfarin ár. Á þessum tíma hafa miklar breytingar verið gerðar á tækniumhverfi fréttastofu, þar á meðal með nýju og tæknivæddu sjónvarpsmyndveri. Aukin áhersla hefur verið lögð á ítarlegar og vandaðar fréttaskýringar, meðal annars með fréttaskýringaþættinum Kveik sem varð til undir hennar stjórn á fréttastofunni.“ Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri gegnir starfi fréttastjóra þar til Rakel fer frá borði. Í tilkynningunni er haft eftir Rakel að um áramótin verði liðin tæp átta ár síðan hún tók við fréttastjórastarfinu og 22 ár sem hún hefur starfað á fréttastofum RÚV. „Þessi ár hafa verið afar lærdómsrík, krefjandi og skemmtileg. Ákvörðun mín var því ekki auðveld, fréttastofan er frábær vinnustaður en það er öllum hollt að breyta til og takast á við nýjar áskoranir.“ Hún segist stolt af frammistöðu fólksins á fréttastofu og mun kveðja það með söknuði og hlýju í garð félaga sinna þar. Starfið verður auglýst laust til umsóknar fljótlega á nýju ári. Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Rakel hefur gegnt starfi fréttastjóra frá því í apríl 2014. Í tilkynningu segir að hún hafi á þeim tíma leitt fréttastofuna í gegnum miklar breytingar, einkum í starfsumhverfi fréttastofunnar. „En einnig ásamt starfsfólki verið leiðandi í miðlun frétta og viðhaldið og byggt upp traust til fréttastofunnar sem mælst hefur mikið í öllum samanburði undanfarin ár. Á þessum tíma hafa miklar breytingar verið gerðar á tækniumhverfi fréttastofu, þar á meðal með nýju og tæknivæddu sjónvarpsmyndveri. Aukin áhersla hefur verið lögð á ítarlegar og vandaðar fréttaskýringar, meðal annars með fréttaskýringaþættinum Kveik sem varð til undir hennar stjórn á fréttastofunni.“ Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri gegnir starfi fréttastjóra þar til Rakel fer frá borði. Í tilkynningunni er haft eftir Rakel að um áramótin verði liðin tæp átta ár síðan hún tók við fréttastjórastarfinu og 22 ár sem hún hefur starfað á fréttastofum RÚV. „Þessi ár hafa verið afar lærdómsrík, krefjandi og skemmtileg. Ákvörðun mín var því ekki auðveld, fréttastofan er frábær vinnustaður en það er öllum hollt að breyta til og takast á við nýjar áskoranir.“ Hún segist stolt af frammistöðu fólksins á fréttastofu og mun kveðja það með söknuði og hlýju í garð félaga sinna þar. Starfið verður auglýst laust til umsóknar fljótlega á nýju ári.
Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira