Skýrsla málar afar dökka mynd af sendiherratíð Gunters á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2021 20:45 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi var og er væntanlega enn ötull stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Skýrsla innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna málar afar dökka mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Jeffrey Ross Gunter. Starfsmenn sendiráðsins óttuðust hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru sögð hafa hríðversnað vegna hans. Mbl.is sagði fyrst frá. Það vakti nokkra athygli þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði Gunter í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Gunter hafði enga reynslu af utanríkisþjónustu en er virkur meðlimur í Repúblikanaflokknum, auk þess að vera húðsjúkdómalæknir. Gunter var sendiherra hér frá 2019 til janúar á þessu ári. Var hann mjög umdeildur, ekki síst eftir að fregnir bárust af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Í skýrslu innra eftirlitsins segir að Harry Kamian, mannsins sem tók við stjórn sendiráðsins af Gunter hafi beðið mikið verk. Þannig er Kamian sagður hafa þurft að eyða miklu púðri í að bæta starfsandann í sendiráðinu sem versnaði til muna í sendiherratíð Gunter. Er Gunter sagður hafa stjórnað sendiráðinu með ógnarstjórn, auk þess sem að hann hafi hótað með lögsóknum þeim sem gáfu til kynna að þeir væru ósammála honum eða færu ekki hans óskum. Samskipti ríkjanna í molum vegna Gunters Þá er Kamian einnig sagður hafa þurft að einbeita sér að því að endurbyggja samskipti Íslands og Bandaríkjanna, sem hafi hrakað mjög í sendiherratíð Gunters. Er undirráðherra í ráðuneytinu meðal annars sagður hafa skipað Evrópu- og Evrasíu skrifstofu ráðuneytisins að sjá til þess að beint samband væri haft við íslenska utanríkisráðuneytið til að tryggja eðlileg samskipti á milli ríkjanna. Gunter er einnig sagður hafa fyrirskipað að öll samskipti við íslensk stjórnvöld færu í gegnum sig auk þess sem hann hvatti undirmenn sína til að eiga í sem minnstum samskiptum við íslenska tengiliði sína. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér. Bandaríkin Utanríkismál Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42 Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. 30. október 2020 16:00 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Mbl.is sagði fyrst frá. Það vakti nokkra athygli þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði Gunter í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Gunter hafði enga reynslu af utanríkisþjónustu en er virkur meðlimur í Repúblikanaflokknum, auk þess að vera húðsjúkdómalæknir. Gunter var sendiherra hér frá 2019 til janúar á þessu ári. Var hann mjög umdeildur, ekki síst eftir að fregnir bárust af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Í skýrslu innra eftirlitsins segir að Harry Kamian, mannsins sem tók við stjórn sendiráðsins af Gunter hafi beðið mikið verk. Þannig er Kamian sagður hafa þurft að eyða miklu púðri í að bæta starfsandann í sendiráðinu sem versnaði til muna í sendiherratíð Gunter. Er Gunter sagður hafa stjórnað sendiráðinu með ógnarstjórn, auk þess sem að hann hafi hótað með lögsóknum þeim sem gáfu til kynna að þeir væru ósammála honum eða færu ekki hans óskum. Samskipti ríkjanna í molum vegna Gunters Þá er Kamian einnig sagður hafa þurft að einbeita sér að því að endurbyggja samskipti Íslands og Bandaríkjanna, sem hafi hrakað mjög í sendiherratíð Gunters. Er undirráðherra í ráðuneytinu meðal annars sagður hafa skipað Evrópu- og Evrasíu skrifstofu ráðuneytisins að sjá til þess að beint samband væri haft við íslenska utanríkisráðuneytið til að tryggja eðlileg samskipti á milli ríkjanna. Gunter er einnig sagður hafa fyrirskipað að öll samskipti við íslensk stjórnvöld færu í gegnum sig auk þess sem hann hvatti undirmenn sína til að eiga í sem minnstum samskiptum við íslenska tengiliði sína. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.
Bandaríkin Utanríkismál Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42 Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. 30. október 2020 16:00 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42
Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. 30. október 2020 16:00
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08