Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2021 22:17 Málið verður sent ákærusviði til afgreiðslu að rannsókn lokinni. Vísir/Vilhelm Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. „Um klukkan eitt síðastliðna nótt barst lögreglu tilkynning um að dvalargestum í sumarhúsahverfi utan við Egilsstaði hafi verið hótað með skotvopni. Er lögregla kom á vettvang hitti hún fyrir þrjá aðila, rjúpnaskyttur er gistu í bústað í hverfinu og grunur lék á að hlut ættu að máli. Vopn þeirra voru haldlögð á vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Lögreglan hafi í kjölfarið tekið skýrslur af vitnum og yfirheyrt þremenningana. Tveir þeirra hafi fengið vopn sín afhent að yfirheyrslum loknum, en einn ekki. Rannsókn málsins sé vel á veg komin og málið verði sent til ákærusviðs lögreglu til afgreiðslu, að henni lokinni. Segir haglabyssu hafa verið miðað að sér Morgunblaðið fjallaði í kvöld um mál þriggja ungra manna sem sögðu sér hafa verið ógnað með skotvopni í nótt. Haft er eftir einum þeirra að vinirnir hafi verið að skemmta sér í sumarbústað á Austurlandi þegar atvikið átti sér stað. Þeir hafi verið að halda gleðskap og ætlað að reka nokkra menn út, sem hafi verið að áreita ungar stelpur í húsinu. Mennirnir hafi farið, en ítrekað snúið og haft í hótunum við húsráðendur. Hótanirnar hafi svo náð hámarki þegar einn mannanna miðaði haglabyssu í andlitið á einum þeirra sem stóð fyrr gleðskapnum. Í kjölfarið hafi lögreglu verið gert viðvart. Hún hafi komið á staðinn og gert skotvopnið upptækt. Lögreglumál Múlaþing Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Um klukkan eitt síðastliðna nótt barst lögreglu tilkynning um að dvalargestum í sumarhúsahverfi utan við Egilsstaði hafi verið hótað með skotvopni. Er lögregla kom á vettvang hitti hún fyrir þrjá aðila, rjúpnaskyttur er gistu í bústað í hverfinu og grunur lék á að hlut ættu að máli. Vopn þeirra voru haldlögð á vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Lögreglan hafi í kjölfarið tekið skýrslur af vitnum og yfirheyrt þremenningana. Tveir þeirra hafi fengið vopn sín afhent að yfirheyrslum loknum, en einn ekki. Rannsókn málsins sé vel á veg komin og málið verði sent til ákærusviðs lögreglu til afgreiðslu, að henni lokinni. Segir haglabyssu hafa verið miðað að sér Morgunblaðið fjallaði í kvöld um mál þriggja ungra manna sem sögðu sér hafa verið ógnað með skotvopni í nótt. Haft er eftir einum þeirra að vinirnir hafi verið að skemmta sér í sumarbústað á Austurlandi þegar atvikið átti sér stað. Þeir hafi verið að halda gleðskap og ætlað að reka nokkra menn út, sem hafi verið að áreita ungar stelpur í húsinu. Mennirnir hafi farið, en ítrekað snúið og haft í hótunum við húsráðendur. Hótanirnar hafi svo náð hámarki þegar einn mannanna miðaði haglabyssu í andlitið á einum þeirra sem stóð fyrr gleðskapnum. Í kjölfarið hafi lögreglu verið gert viðvart. Hún hafi komið á staðinn og gert skotvopnið upptækt.
Lögreglumál Múlaþing Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira