Hvetur fólk til að mæta á Jólabasar til að styrkja gott málefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 13:02 Rakel Garðarsdóttir er ein Hringskvenna sem stendur að jólabasarnum. Vísir Árlegur Jólabasar Barnaspítala Hringsins fer fram á Grand Hótel í dag þar sem handverk og bakkelsi verður til sölu til styrktar Barnaspítalanum. Hringskona hvetur landsmenn til að gera sér ferð á basarinn, sem sé nauðsynleg fjáröflun fyrir Barnaspítalann. „Þettta er jólabasar þannig að það er margt til sölu þarna annað en kökur. Alls konar föndur, peysur og jólakort Hringsins, sem í ár er alveg geggjað og er teiknað í ár af Brian Pilkington. Þannig að þarna getur maður bara mætt og keypt allar jólagjafirnar,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Hún segir verðmæti við kaup á jólabasarnum tvíþætt og skipti sköpum fyrir starfsemi barnaspítalans. „Þú ert bæði að gefa til samfélagsins með því að styrkja Barnaspítala Hringsins og þú ert að gefa handgerðar gjafir sem búið er að nostra við og eru frábærar,“ segir Rakel. Ýmist handverk verður til sölu á jólabasarnum.Getty Hvað er verið að safna miklu fjármagn með þessum basar? „Það koma inn alveg margar milljónir, sem er frábært. Fyrir þennan pening eru keypt einhver tæki fyrir Barnaspítalann, sem hann vantar. Þannig að þessi fjáröflun er alveg rosalega mikilvæg,“ segir Rakel. „Við kaupum alls konar tæki og tól og ekki bara fyrir Barnaspítalann. Barnaspítalinn sinnir öllum börnum þannig að það er verið að veita fjármagn til stofnana eins og BUGL. Það eru líka íbúðir í bænum og bílar, sem fjölskyldur langveikra barna geta nýtt sér og við höfum verið að styrkja það. Þannig að Barnasjóður Hringsins sinnir öllum veikum börnum á Íslandi.“ Basarinn fer fram á Grand Hótel í Reykjavík frá klukkan eitt til fjögur í dag. Þar er hægt að kaupa ýmist handverk, eins og handgert jólaskraut, og svo alls konar bakkelsi. Hnallþórur, rjómatertur og meira að segja vegan-kökur. „Þær eru mjög vinsælar og þetta eru uppskriftir frá konum á öllum aldri þannig að það er mjög fjölbreytt úrval þarna af kökum. Það er bakað í takt við samtímann,“ segir Rakel. Hringurinn safnar mörgum milljónum ár hvert með sölu á jólabasarnum. Vísir Basarinn hefur verið starfræktur síðan 1924 en féll í fyrsta sinn niður í fyrra vegna faraldursins. Rakel segir mikinn létti að hægt sé að halda basarinn í ár en erfitt hafi reynst að safna fjármagni ífaraldrinum. „Þörfin er alltaf rík niðri á barnaspítala eftir fjármagni. Það er búið að vera dálítið snúið að halda úti fjáraflanir í Covid. Þetta er ein af aðal fjáröflununum þannig að við erum mjög glaðar að geta haldið basarinn aftur í ár.“ „Við hvetjum bara alla til að koma og fá smá jólaanda yfir sig á Grand-hótel í dag og eins og ég nefndi hérna áðan eru þetta tvíþætt verðmæti þannig að ég hvet alla til að koma og styrkja við gott málefni og hafa gaman,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Landspítalinn Börn og uppeldi Jól Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Þettta er jólabasar þannig að það er margt til sölu þarna annað en kökur. Alls konar föndur, peysur og jólakort Hringsins, sem í ár er alveg geggjað og er teiknað í ár af Brian Pilkington. Þannig að þarna getur maður bara mætt og keypt allar jólagjafirnar,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Hún segir verðmæti við kaup á jólabasarnum tvíþætt og skipti sköpum fyrir starfsemi barnaspítalans. „Þú ert bæði að gefa til samfélagsins með því að styrkja Barnaspítala Hringsins og þú ert að gefa handgerðar gjafir sem búið er að nostra við og eru frábærar,“ segir Rakel. Ýmist handverk verður til sölu á jólabasarnum.Getty Hvað er verið að safna miklu fjármagn með þessum basar? „Það koma inn alveg margar milljónir, sem er frábært. Fyrir þennan pening eru keypt einhver tæki fyrir Barnaspítalann, sem hann vantar. Þannig að þessi fjáröflun er alveg rosalega mikilvæg,“ segir Rakel. „Við kaupum alls konar tæki og tól og ekki bara fyrir Barnaspítalann. Barnaspítalinn sinnir öllum börnum þannig að það er verið að veita fjármagn til stofnana eins og BUGL. Það eru líka íbúðir í bænum og bílar, sem fjölskyldur langveikra barna geta nýtt sér og við höfum verið að styrkja það. Þannig að Barnasjóður Hringsins sinnir öllum veikum börnum á Íslandi.“ Basarinn fer fram á Grand Hótel í Reykjavík frá klukkan eitt til fjögur í dag. Þar er hægt að kaupa ýmist handverk, eins og handgert jólaskraut, og svo alls konar bakkelsi. Hnallþórur, rjómatertur og meira að segja vegan-kökur. „Þær eru mjög vinsælar og þetta eru uppskriftir frá konum á öllum aldri þannig að það er mjög fjölbreytt úrval þarna af kökum. Það er bakað í takt við samtímann,“ segir Rakel. Hringurinn safnar mörgum milljónum ár hvert með sölu á jólabasarnum. Vísir Basarinn hefur verið starfræktur síðan 1924 en féll í fyrsta sinn niður í fyrra vegna faraldursins. Rakel segir mikinn létti að hægt sé að halda basarinn í ár en erfitt hafi reynst að safna fjármagni ífaraldrinum. „Þörfin er alltaf rík niðri á barnaspítala eftir fjármagni. Það er búið að vera dálítið snúið að halda úti fjáraflanir í Covid. Þetta er ein af aðal fjáröflununum þannig að við erum mjög glaðar að geta haldið basarinn aftur í ár.“ „Við hvetjum bara alla til að koma og fá smá jólaanda yfir sig á Grand-hótel í dag og eins og ég nefndi hérna áðan eru þetta tvíþætt verðmæti þannig að ég hvet alla til að koma og styrkja við gott málefni og hafa gaman,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona.
Landspítalinn Börn og uppeldi Jól Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira